Leita í fréttum mbl.is

Mikil gleði mikið gaman

Flugvélafarmar stjórnmálamanna, embættismanna og annarra sem skattgreiðendur borga fyrir munu á næstu dögum fljúga til Parísar til að vera uppfyllingarefni á loftslagsráðsstefnunni í Paris. Ekki er búist við að nokkur af þessum fjölda hafi nokkuð til málanna að leggja eða eigi nokkuð erindi í sjálfu sér. Nema til að vera í mikilli gleði og hafa mikið gaman allt á kostnað skattgreiðenda.

Slíkt endemis rugl eins og að senda á annað hundrað manns úr stjórnmálastéttinni og annað eins af embættismönnum mundi aldrei ganga nema um væri að ræða víðtæka samspillingu allra íslenskra stjórnmálaflokka sem eiga það undir sér að hafa fengið fulltrúa kjörna á Alþingi eða í sveitarstjórnir.

Einna augljósust er samspilling stjórnmálaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem allir flokkar senda sinn fulltrúa og tvo þeir sem betur mega. Á sama tíma hefur Reykjavíkurborg ekki haft efni á að gera við götur borgarinnar sómasamlega þannig að ökumenn geta hjassast ofan í samspilllingarholurnar í hvert skipti sem þeir leggja götur Reykjavíkurborgar undir dekk. En það skiptir væntanlega minna máli en að fá að bergja Royal Kir við setningarhátíð loftslagsráðstefnu ásamt þeim 49.800 öðrum ráðstefnugestum sem verða mættir til leiks- ef þeir verða þá ekki fleiri.

Á sama tíma og þeir 200  samspillingarstjórnmálamenn þjóðarinnar sem fara til Parísar, bergja þar eðalvínið og tala um hnattræna hlýnun af mannavöldum má mörlandinn kúra frostbitinn í kulda, trekki og snjókomu sem sjaldan fyrr sunnan Helkunduheiðar. 

Já hvar skyldi hún nú eiginlega vera þessi hnattræna hlýnun sagði maðurinn um leið og hann brá sér í ullarsokkana og föðurlandið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

þeir eru náttúrulega að kynna sér hnattrænu hlýnunina sem er mest þarna fyrir sunnansmile. Annars hef ég verið að velta fyrir mér hvort vísindamenn reikni með inn í dæmið fjölgun mannskepnunnar undanfarin 100 ár sem að sjálfsögðu eyðir súrefninu í andrúmsloftinu og eykur þar með gróðurhúsaáhrifin.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.11.2015 kl. 20:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi fjöldi sem fer héðan á þesssa ráðstefnu er svo gjörsamlega galinn, að manni liggur við uppsölum. Það virðist hinsvegar furðulítill áhugi vera á fjölmiðlum landsins að fjalla um málið, hvað svo sem veldur því. Þetta er hrein og klár geggjun og hugtakið samspillingarstjórnmálamenn alveg hreint ágætt yfir þetta lið allt saman. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.11.2015 kl. 22:07

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þú skafar ekki af hlutunum. En kannski þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.

Sumarliði Einar Daðason, 30.11.2015 kl. 02:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott að enda þarfan og tímabæran pistil á léttu nótunum smile

Jón Valur Jensson, 30.11.2015 kl. 03:08

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Koma svo, Fréttablað, birtið litlu greinina mína um sama efni (send til birtingar 11. nóvember og staðfesting á því móttekin daginn eftir). 

Bragðprufa: "Einn hópur hefur samt ekki lært nokkurn skapaðan hlut [af hruninu] og það eru stjórnmálamenn. Sem skýrt dæmi um það er hinn mikli fjöldi stjórnmálamanna og opinberra embættismanna sem ætla að skella sér í flugferð til Parísar dagana 30. nóvember til 11. desember næstkomandi og taka þar þátt í 21. aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21), en það er fjölmennur kjaftaklúbbur sem flýgur á morgnana, bölvar flugsamgöngum á daginn og drekkur rauðvín á kostnað skattgreiðenda á kvöldin."

Geir Ágústsson, 30.11.2015 kl. 14:17

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já Jósef og gengur á vistforða jarðarinnar.

Jón Magnússon, 1.12.2015 kl. 23:20

7 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Halldór. Sammála þér. Fjölmiðlafólk er á sama báti og spilltu stjórnmálamennirnir í þessu. Mæta líka í stórum stíl til að hafa mikla gleði og mikið gaman.

Jón Magnússon, 1.12.2015 kl. 23:21

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það held ég Sumarliði.

Jón Magnússon, 1.12.2015 kl. 23:22

9 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Jón Valur.

Jón Magnússon, 1.12.2015 kl. 23:22

10 Smámynd: Jón Magnússon

Eru þeir ekki búnir að birta grein frá þér í þrjár vikur frá því hún var móttekin? Þá ert þú ekki á rétttrúnaðarlínu ritstjórans, Jóns Gnarr og Jóns Ásgeirs.

Jón Magnússon, 1.12.2015 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 374
  • Sl. sólarhring: 1392
  • Sl. viku: 1904
  • Frá upphafi: 2293372

Annað

  • Innlit í dag: 347
  • Innlit sl. viku: 1738
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband