Leita í fréttum mbl.is

Meiri pening

Herferð svonefndra hollvina RÚV stendur nú yfir. Hún miðar að því að þyngri byrðar verði lagðar á skattgreiðendur til að óráðssíðan og stjórnleysið geti haldið áfram í óbreyttri mynd á Ríkisútvarpinu.

Í raun snýst barátta þeirra sem telja sig hollvini RÚV um það að ná peningum frá þeim sem hafa engan áhuga á að styðja RÚV. Í stað þess að borga sjálfir eins og raunverulegir hollvinir gera krefjast þeir að aðrir verði með lögum skyldaðir til að borga fyrir þá.

Í gær birtist könnun í Bretlandi þar sem gerð var grein fyrir því að meiri hluti fólks sækir sér fjölmiðlun eftir öðrum leiðum en í gegn um dagblöð og hefðbundið útvarp og sjónvarp. Þeir sem stjórna því í hvað peningar skattgreiðenda fara, ættu að gaumgæfa það að gríðarleg breyting hefur orðið og er að verða á fjölmiðlun og RÚV stendur eftir að mörgu leyti eins og nátttröll, sem hefur ekki tileinkað sér nýungar og hagræðingu á fjölmiðlamarkaði.

Minni og minni huti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu RÚV  og þess vegna er réttara að gera meiri kröfur til RÚV um hagræðingu og nýungar en að seilast alltaf dýpra og dýpra í vasa skattgreiðenda til að viðhalda náttrölli.

Sé það einlægur vilji þeirra sem telja sig vera hollvini RÚV á grundvelli þess að standa vörð um íslenska menningu og tungu, þá væri eðlilegra að ríkisvaldið styrkti verkefni á því sviði í staðinn fyrir að halda úti rándýrri stofnun sem aðallega miðlar afþreyingarefni.

Nú reynir á hvort fjárveitingarvaldið gætir hagsmuna fólksins í landinu eða heykist enn einu sinni í þeirri varðstöðu og lætur undan fámennum kröfugerðarhópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fólk er í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að RUV er meira áróðurstæki en upplýsinga- og fréttamiðill. Svokallaður fréttaflutningur RUV er litaður af pólitískum og/eða persónulegum duttlungum fréttamanna. Ég er löngu hættur að fylgjast með fréttaflutningi RUV þar sem ómögulegt var að treysta á óhlutdrægan flutning frétta þaðan. Ég leita meira til erlendra fréttamiðla til að fá upplýsingar um það sem gerist í útlöndum og síðan mbl.is til að fá vitneskju um innlend málefni, þó verð ég oft var við ónákvæman fréttaflutning þaðan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.12.2015 kl. 13:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hollvinir Landspítalans, Barnaspítalans og margra annarra nauðsynlegra stofnana og verkefna styðja þau með eigin fjárframlögum. Það er fögur hugsjón og nytsamleg.

En "Hollvini Rúv" virðist vanta þann eldmóð og þá hugsjón að gefa eitthvað af sjálfum sér. Alltaf þægilegra að seilast í vasa samborgarans! virðast þeir hugsa, vesalings mennirnir.

En það er enginn vandi, sé vilji fyrir hendi, að skera duglega niður í mannahaldi Rúv (auk þes sem margir eru þar á allt of háum launum) og loka auglýsingadeildinni um leið nema fyrir nauðsynlegustu tilkynningar.

Af hverju koma Hollvinir Rúv ekki með einhverjar slíkar raunhæfar tillögur? Bíða þeir eftir að allt heila klabbið hrynji? Eru þeir þá ekki hollvinir í raun?

Jón Valur Jensson, 18.12.2015 kl. 15:04

3 identicon

Seljum RUV málið er dautt.

Sé ekki vandamálið, það leysir helling af vandamálum.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 18:09

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Magnússon. Þú ættir að kynna þér hvernig Júgóslavíuforinginn komst upp með að slátra saklausu fólki á óverjandi glæpsamlegan hátt! Hann keypti alla fjölmiðlana og stýrði umræðunni!

Eða þekkir þú kannski engan persónulega, af þeim sem lentu í ESB-stríðsmaskínunni í Júgóslavíu, né hvers vegna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2015 kl. 01:38

5 identicon

Nauðungaráskrift að Ríkisútvarpinu þarf að afnema eins og þú hefur lagt til áður. Hafandi þurft að borga skatt til BBC sl 30 ár, sem er um  £145 eða um 30.000 kr fyrir hvert heimili á ári, brá okkur hjónunum nokkuð við að borga 71.200 kr skatt til Ríkisúrvarpsins ( hjón með tvö lítil fyrirtæki ) fyrir þjónustu sem við aldrei notum. Mér skilst að þjónustusamningur við "RÚV" renni út fljótlega og er það kjörið tækifæri að skera verulega niður hjá  "RÚV" og gefa okkur kost á að velja hvort við viljum ákrift. Held þó að þessi menntamálaráðherra muni gera lítið í þeim efnum.

Auðun Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 483
  • Sl. sólarhring: 939
  • Sl. viku: 6227
  • Frá upphafi: 2277978

Annað

  • Innlit í dag: 451
  • Innlit sl. viku: 5757
  • Gestir í dag: 438
  • IP-tölur í dag: 427

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband