Leita í fréttum mbl.is

Þróunaraðstoð, kapítalismi, fátækt og framfarir.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði þegar hún varð forsætisráðherra að ósigur kapítalismans væri algjör og Steingrímur J. tók undir. Fullyrðingar Jóhönnu og Steingríms um andlát kapítalismans var röng.  Vinstra fólk básúnar oft fullyrðingar eins og þessar, en skoðar ekki samtímaheimildir hvað þá söguna.

Frá því að Kína tók upp markaðshagkerfi hafa 300 milljónir manna komist frá fátækt til bjargálna á rúmum áratug. Allan tímann sem Maó og hans nótar ríktu dóu milljónir Kínverja úr hungri og skorti á brýnustu lífsnauðsynjum öðrum. Fátækt var landlæg.

Í grein sem Fraser Nelson skrifaði í Daily Telegraph annan í jólum "Capitalism is another good news story at Christmas" bendir hann á auglýsingar um að malaría drepi einn einstakling á mínútu í Afríku og áskorun til fólks að hjálpa. Nelson segir m.a. að það sem auglýsingarnar segi ekki sé hvernig Afríkubúar séu að hjálpa sér sjálf. Malaría sé á hraðara undanhaldi en nokkru sinni áður og dauðsföll af hennar völdum helmingur þess sem var í byrjun aldarinnar. Sömu sögu er að segja um  vannæringu. Vannæring hefur aldrei verið minni í Afríku.

Árið 2015 hefur verið sérstakt ár fyrir Afríku. Engin nýgengni lömunarveiki hefur verið tilkynnt í ár. Aids smit eru helmingi færri en fyrir 15 árum. Stuðningur erlendis frá hefur haft mikla þýðingu en það gleymist, að mikilvægasta aflið á bak við þessa jákvæðu þróun er aukin markaðshyggja. Viðskipti færa mun meiri peninga, velmegun og hreinlæti til Afríku en þróunaraðstoð.

Viðskipti milli landa Afríku hefur fimmfaldast á 15 árum, farsímar eru eins algengir í Nígeríu og Suður-Afríku og í Bretlandi. Velgjörðaraðilar og þróunarstofnanir segja ekki þessa sögu og hafa ekki sömu sýn á nútímann og t.d. Bill Gates sem segir að þróist hlutirnir með sama hætti næstu 20 árin og frjálst markaðshagkerfi ríki og frjáls viðskipti þá verði engin fátæk lönd lengur í heiminum. Leiðin til bætra kjara er með sjálfshjálp og frjálsum viðskiptum á grunvelli markaðshyggjunnar ekki sósíalismans, sem Evrópuríki eru svo upptekin við að gera að sínum veruleika í dag.

Margir geta sagt að Bill Gates sé full bjartsýnn, en séu skoðaðar hagtölur þá benda þær allar til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Eða eins og Nelson segir í lok greinar sinnar:

"Þetta er saga sem ekki er sögð mjög oft. Hún er samt saga aldarinnar. Alþjóðavæðing dreifir hugmyndum, lyfjum og auði. Hún dregur úr misrétti og færir fólk nær hvert öðru. Með aukinni markaðshyggju gæti fátækt heyrt sögunni til eftir allt saman."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 471
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 2857
  • Frá upphafi: 2294408

Annað

  • Innlit í dag: 437
  • Innlit sl. viku: 2604
  • Gestir í dag: 421
  • IP-tölur í dag: 410

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband