Leita í fréttum mbl.is

Brennur Borgarinnar

Í gær birtist vörpulegur borgarstarfsmaður á skjánum og sagði frá starfi borgarinnar við að gera brennur víðsvegar um borgina.

Sú var tíðin að Reykjavíkurborg kom þetta óverulega við. Þá var borgin bara með eina brennu þar sem nú er Kringlan. Á þeim tíma voru krakkar að hamast í frítíma frá skólanum við að búa til brennur. Undirbúningurinn tók allan desember og það var bankað upp á í hverri íbúð og víðar og sníktur eldsmatur.

Við krakkarnir lærðum mörg nauðsynleg handbrögð við undibúning brennunar bæði að hlaða með réttum hætti, byggja frumstæð hífingartæki, aga, samvinnu o.fl. o.fl. Allt var það af hinu góða og ungdómurinn lærði handbrögð og útsjónarsemi sem hefur reynst mörgum ómetanlegt veganesti í lífinu.

Óneitanlega vorum við sem tilheyrðum ungdómnum í nágrenni Ægissíðunnar í Reykjavík vestur á þeim tíma ánægð með það þegar okkar brenna sló út einu borgarbrennuna að stærð og var sú stærsta í borginni.

Áratugum síðar sat ég í stjórn íþróttafélags í síðasta þorpi Reykjavíkur "Árbæjarhverfinu" og varð undrandi þegar formaðurinn mæltist til þess að við stjórnarmenn færum að ganga frá brennu á svæði félagsins. Mér varð á orði en krakkarnir. Nei sagði formaðurinn þeir koma ekki nálægt því það er allt og hættulegt og þau geta það ekki.

Nú enn nokkrum áratugum síðar er þetta líka fyrir bí. Borgin sér um þetta. Borgarstarfsmenn safna í brennur og ganga frá þeim að öllu leyti frá upphafi til þess að þær verða eldinum að bráð og í þeim slokknar allt á kostnað skattgreiðenda.

Æskileg þróun?

Alla vega læra krakkarnir ekki vinnu- og handbrögð og kynnast ekki þeim aga sem þarf til að búa til góða brennu. Sýndarveruleiki tölvuleikjanna er tekinn við- hann er sjálfsagt ekki eins hættulegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef velt þessu fyrir mér einnig.  Ein hugsanleg skýring sem gæti komið til greina er eitthvað á þessa leið.  Þegar ég var að safna í brennu á árunum 1972-76 var töluvert um innflutnings- og iðnaðarfyrirtæki þar sem brennan var staðsett og þar af leiðandi töluvert um eldsmat, þ.e.a.s. trékassar, viðarplötur og plankar. Þegar ég horfi á þetta sama svæði 40 arúm seinna, er þarna fullt af gistihúsum, skrifstofum, fasteignarsölum og veitingahúsum. Með öðrum orðum er eldsmaturinn ákaflega lítill og lítilfjörlegur. Auk þess hafa íbúðarhús þrengt mjög að þessu svæði þar sem brennan var haldinn.  Þessi óbyggðu tún sem einkenndu æskuár mín eru eins sjaldgæf, virðist mér, eins og hvítir hrafnar.

Hilmar Thor Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 11:48

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þó ég sé aðeins yngri en þú þá man ég samt eftir því þegar það mátti safna í brennur og ekkert var eins skemmtilegt að horfa á sína brennu með öllum áhorfendum. Í þá daga máttu krakkar líka selja dagblöð í miðbænum.

Mér finnst einmitt þetta og fleira vanta í samfélagið en sennilega kemur þetta eitthvað "barnaþrælkun" og "öryggissjónarmiðum" við. Nú orðið telst þú barn þar til þú ert orðinn 18 ára og þangað til í "vernduðu" umhverfi nema gegn ofbeldisfullu afþreyingarefni í gegnum tölvur og sjónvarp. Ég ólst upp við að vera kominn í fullorðinna tölu við fermingu en í dag er sá áfangi eiginlega bara orðinn "hefð" til þess að fá auka gjafir.

Sumarliði Einar Daðason, 30.12.2015 kl. 12:02

3 identicon

Ég held reyndar að borgin hafi ákveðið að taka þetta alveg að sér einmitt vegna agaleysis brennuhafa.

Það er nefnilega þannig að með breyttum tímum, náttúruvernd og mengunarvarnir og þess háttar, að nú má bara ekki setja hvað sem er á þessar brennur.

Ég man bara eftir því á Patreksfirði, þar sem ég er fæddur og ólst upp, að brennurnar voru oftar en ekki aflagðir fiskibátar og bara allskonar úrgangur, dekk og allur fjandinn var brennt með þúsundir lítra af olíu sem safnað var fyrir í bænum.

Agaleysið lýsti sér þannig, að þeir sem stóðu fyrir þessum brennum voru ekkert að spá í því hvað fólk var að setja á þessar brennur, ég varð t.d vitni að því að einhver setti gaskút í brennuna, og svo sprakk þetta með látum og skapaði mikla slysahættu.

Annar held ég að þessar brennur séu barn síns tíma og alveg á mörkunum að borgin eigi að leifa þetta, og eins með flugeldana, alveg spurning hvort að borgin eigi ekki bara að vera með eina veglega flugeldasýningu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 15:04

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hlutirnir breytast vissulega Hilmar Þór, samt sem áður er enn pláss fyrir frjálst framtak í þessum efnum. En það þarf í dag ótal leyfi fyrir brennum og sú skriffinska er ekki til að stuðla að því að aðrir en fulltrúar almannavalds standi fyrir þessu.

Jón Magnússon, 30.12.2015 kl. 17:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sumarliði ég minnist þess að hafa helst verið að safna í brennur þegar ég var í barnaskóla og byrjun gagnfræðaskóla en síðan tóku næstu árgangar við. Minnist þess ekki að hafa verið í söfnun í brennu eftir 13 ára aldur.

Jón Magnússon, 30.12.2015 kl. 17:43

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg laukrétt hjá þér Helgi, en það hefði mátt gera það öðruvísi af því að það voru margir sem pössuðu vel upp á sína hluti.

Jón Magnússon, 30.12.2015 kl. 17:44

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er auðvita alltaf til einhverjir klikkaðir einstaklingar sem þekkja ekki mun á að brenna við og setja dekk, eldsneyti eða gas í brennuna. Fullorðna fólkið á þeim tíma einmitt sáu um að ekkert slíkt gerðist. (Eins og við í dag.)
En þemað að safna rusli hingað og þangað og kveikja í báli um áramót er ákveðin upplifun.
Ps. ég er ekki að vinna hjá slökkviliðinu og er ekki brennuvargur. En á þessum tíma skynjaði maður að við búum við búum við eitt hættulegasta efni í heiminum sem kallast súrefni. Það varð nokkrum geimförum til bana þegar þeir fylltu "óvart" klefann af súrefni undir þrýstingi þegar óvart kom neisti. En nú er ég kominn út fyrir efnið en það sem ég er að benda á er að það getur stundum verið heppilegt að leyfa börnum að taka þátt í fullorðinshlutum svo þau átti sig á hvernig eðlisfræði og efnafræði virkar áður en halda að þetta sé eitthvað sem maður pantar af Internetinu.

Sumarliði Einar Daðason, 31.12.2015 kl. 00:03

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru allskonar ESB-reglugerðir í gangi núna, sem banna þetta í dag, bæði hvað brennt er og einnig stærð brenna.

Hér á Reyðarfirði er þetta orðið eins, engir krakkar mega koma nálægt þessu og er safnað í brennuna af hálfu bæjaryfirvalda. Björgunarsveitin er svo með allt utanumhald á gamárskvöld. Nú er brennan sunnan við fjörð í um 3-4 km akstursfjarlægð frá þorpinu. Áður var hún við hliðina á bryggjunni.

Ekki er langt síðan að brennan var minnkuð um helming og þá aðallega á hæðina, því ESB reglan tilgreinir hæðina og eins gott að fara eftir því surprised

Ég er samt á því að það þarf að hafa gott eftirlit með því hvað brennt er því allskyns óþverri getur gufað upp af sumum efnum en að öðru leiti er reglugerðarfarganið allt líf í krökkum og unglingum að drepa. Krakkar eru ofverndaðir í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2016 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 584
  • Sl. sólarhring: 898
  • Sl. viku: 6328
  • Frá upphafi: 2278079

Annað

  • Innlit í dag: 533
  • Innlit sl. viku: 5839
  • Gestir í dag: 508
  • IP-tölur í dag: 494

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband