Leita í fréttum mbl.is

RÚV virkið

Sérstakt að fylgjast með einhliða og neikvæðri umfjöllun í fréttum og Kastljósi, Ríkissjónvarpsins síðustu tvö kvöld um fyrirtæki sem starfrækt er á Grundartanga í Hvalfirði. Af umfjölluninni að dæma mátti ætla að það væru meiriháttar embættisafglöp starfsfólks eftirlitsaðila að hafa ekki lokað fyrirtækinu fyrir löngu.

Litlar varnir voru færðar fram og forustumenn fyrirtækisins gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari einhliða umfjöllun RÚV um málið til að byrja með.

Skýringin á þessum fréttaflutningi kom síðar í ljós. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Eyþór Arnalds, sem ekki alls fyrir löngu hafði forgöngu um skýrslugerð skv. beiðni menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri ekki allt eins og best væri á kosið og nauðsynlegt væri að taka rækilega til hjá RÚV.

Það er greinilega meira en RÚV arar geta sætt sig við og þeir eru staðráðnir í að verja sitt RÚV og breyta engu hvað sem tautar og raular og ata þá auri sem gera athugasemdir við starfsemi RÚV með réttu eða röngu.

Fyrir löngu varð ljóst að RÚV arar vöruðust að taka viðtöl við eða fá álit þeirra sem hafa efasemdir um ríkisrekinn fjölmiðil.

Nú er baráttan tekin á annað plan og þeir atyrtir og ataðir auri,  sem leyfa sér að gagnrýna stofnunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv mætti vera duglegra við að finna góðar fréttir og hugsa í lausnum.

Allt of mikil tími fer  í að beina kastljósinu að ógæfu-atburðum.

Jón Þórhallsson, 19.2.2016 kl. 11:02

2 identicon

Gátu þeir ekki borið hönd fyrir höfuð sér?

Það kom fram a.m.k. tvisvar að þeir vildu ekki veita viðtal.

Jón (IP-tala skráð) 19.2.2016 kl. 12:23

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv mætti gjarnan gera einhversknar skoðanakönnun á meðal íslendinga um það hvaða útvarpsþættri þeir vilja halda í og hvað mætti missa sín.

Jón Þórhallsson, 19.2.2016 kl. 14:29

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta en RÚV er orðin andþjóðfélagslegur fjölmiðill. Tökum sem dæmi hvernig þeir nota öll tækifæri að rakka niður Ríkisspítalanna og það kæmi mér ekki á óvart að fólk sé að hætta þar án þess að við heyrum um það. Ég bað um símaskrá starfsmanna fyrir jólin en þá var engin símaskrá yfir starfsmenn. Málið var að ég var að gera starfsmanna talningu en hef grun að það séu fleiri en getfið er upp s.s. verktakar og aðrir sem koma ekki fram. Þetta þarf að rannska,

Valdimar Samúelsson, 19.2.2016 kl. 19:30

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekki nógu gott ef að gaypride-fólkið er búið að ná undirtökunum í RÚV-virkinu og auglýsir sinn boðskap þaðan á kostnað sann-kristinna skattborgara.

Mér hefur sýnst að páll óskar hafi verið óþarflega  fyrirferðar-mikill hjá rúv-sjónvarpi  undanfarið með sýna caos-hegðun.

Jón Þórhallsson, 19.2.2016 kl. 19:42

6 Smámynd: Már Elíson

Eyþór Arnalds..?...Gat nú verið að einhver úr "þessum röðum" færi að reyna að gera stofnum sem er ekki "flokknum" þóknanleg, grunsamlega um einhvern tilbúinn glæp. - Þvílíkur "Davíðsbragur" og hefndarþorsti úr röðum þessa nú hraksmáða og óvinsæla flokki. - Og síðan finnur þú út, Jón, að RÚV hafi snúist til varnar ? - Snýst þú ekki til varnar þegar ráðist er ómaklega á þig ? - Eða læturðu vaða yfir þig..?  - Hættu Jón, að "kóa" þennan flokk þinn og gæðinga hans. - Þetta er búið spil, það hafa allir séð í gegnum stefnu hans og ómennsku gagnvart minni máttar, láglaunafílki, öldruðum og öryrkjum í þessu þjóðfélagi. - Þú meira að segja veist það - Ég skynja það allavega.

Már Elíson, 19.2.2016 kl. 21:18

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rúv andskotast út í stóriðju, fiskveiðar-og vinnslu, landbúnað og ferðamennsku og bara allt sem þjóðin byggir sína auðsæld á.

Það er engu líkara að rúv haldi að verðmætin verði til á fréttastofum, göngum ráðuneytanna og í eftirlitsiðnaðinum.

Sama eða svipað er upp á teningnum hjá meirhluta borgarstjórnar nema hvað þeir samþykkja að byggingaspekúlantar sjái um skipulagsmál höfuðborgarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.2.2016 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1092
  • Sl. sólarhring: 1244
  • Sl. viku: 6737
  • Frá upphafi: 2277375

Annað

  • Innlit í dag: 1026
  • Innlit sl. viku: 6264
  • Gestir í dag: 964
  • IP-tölur í dag: 937

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband