Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir hlé á viðræðum.

Það er sérkennilegt að forustumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins skuli hafa gert hlé á viðræðum sínum.  Slíkt orðalag er helst þekkt við kjarasamninga þegar aðilar telja örvænt um að þeir nái saman og tilgangslaust sé að halda áfram að sinni.  Það á þó sennilega ekki það sama við hér miðað við yfirýsingar þeirra um að þau muni halda áfram og engin sérstök ágreiningsmál séu uppi.

Hvað sem líður fullyrðingum þeirra Geirs og Ingibjargar þá virðist einhver fyrirstaða vera sem flokksformennirnir telja nauðsynlegt að unnið sé úr áður en lengra er haldið. Annars þyrfti ekki að gera hlé. Svona hlé eru notuð til að tala við þingflokkana og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi viðræðum. Fróðlegt að vita hvað er að.

 


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Jæja! Þungar áhyggjur? Er þetta ekki eðlilegt verklag við þessar aðstæður, þar sem ekkert liggur á og Samfylkingin er með partí í kvöld? Hvusslags ert þetta eiginlega ...

Herbert Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má nú taka einhvern tíma að skúra burtu uppsafnaðan ágreining því af nógu er að taka

Haukur Nikulásson, 21.5.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru þau ekki bara orðin þreytt á að brosa?

Jón Valur Jensson, 21.5.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Hér er ég sammála, annars hef ég tekið eftir því að það er ekkert að marka það sem þátttakendur í stjórnarmyndun láta frá sér fara. Eitthvað voru þau nú vandræðaleg að mínu mati í síðustu tilsvörum sínum varðandi gang mála.  Á morgun verður hvítt svart eða svart hvítt ekkert að marka þetta fólk, pókergame. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 21.5.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já hlé heitir það að virðist. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2007 kl. 00:41

6 identicon

Það getur hver maður áttað sig á því að þetta er eingöngu til þess að bera málefnasamninginn sem er nánast tilbúinn undir þingflokkana. Þetta er allt að klárast hjá þeim. Þingvallahelgin hefur nýst þeim vel.

Þýðir ekki að reyna að búa til svona, þrátt fyrir að fá ekki að vera með í þessum viðræðum Jón. 

Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 46
  • Sl. sólarhring: 1204
  • Sl. viku: 5790
  • Frá upphafi: 2277541

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 5352
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband