Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni enn

Enn eitt hryðjuverk Íslamista var framið í Orlando í Banaríkjunum í gær. Hryðjuverkamaðurinn réðist þar að hinsegin fólki vegna þess að hann telur að það sé brotlegt við lög Allah og hafi hvorki mannréttindi né tilverurétt. Þessi morð á samkynhneigðum eru ekkert einsdæmi. Vítt og breitt um hinn Íslamska heim hafa verið framin hryðjuverk og fjöldamorð á hinsegin fólki.

Þegar Obama segir það nú einu sinni enn að þetta hryðjuverk hafi ekkert með Íslam að gera þá hljómar hann eins og maðurinn sem endurtekur stöðugt sömu mistökin og heldur að niðurstaðan breytist. Þetta hefur allt með Íslam að gera þó að því miður séu til örlitlir vanmáttugir öfgahópar annarra trúarbragða sem eru haldnir sömu fordómunum. Munurinn er sá að þeir eru fordæmdir af nánast öllum trúbræðrum sínum. Íslamistarnir sem ráðast gegn hommum og lesbíum er hins vegar hampað sem hetjum víða í hinum Íslamska heimi og jafnvel í einstaka moskum Evrópu.

Fyrir nokkru var greint frá því að Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur hefði tekið þá geðþóttaákvörðun að bjóða safnaðarheimili Fríkirkjunnar, kristins safnaðar, til afnota fyrir  öfgafyllsta trúarhóp Íslamista á Íslandi "Menningarsetur múslima"  Salman Tamimi sem ekki kallar nú allt ömmu sína í boðun Múhameðstrúar hefur lýst áhyggjum vegna þessa safnaðar og segir hann fjármagnaðan frá Saudi Arabíu, þar sem kirkjur eru bannaðar og fólk jafnvel fangelsað fyrir að vera með jólatré.

Imamin eða trúarleiðtogi gistivina Hjartar Magna er Ahmad Seddeq, sem vakti athygli á því fljótlega eftir að hann hóf hina trúarlegu boðun hér á landi að "samkynhneigð stuðlaði að barnsránum og að þau börn væru síðan seld á mörkuðum". Gæti þetta verið fordómar gagnvart samkynhneigðum Hjörtur Magni. Það hefur e.t.v. farið framhjá þér.

Imamin Seddeq hefur einnig lýst nauðsynlegu að konur séu með hulið hárið utandyra til að koma í veg fyrir framhjáhald. Orsakasamhengið liggur að vísu ekki í augum uppi nema menn trúi þeim kennisetningum í öfga Íslam sem stuðlar að kvennakúgun.

Hjörtur Magni virðist ekki átta sig á að það fer fram barátta milli hins kristna menningar- og trúarbragðaheims og hins Íslamska. Hann virðist ekki átta sig á að þeir sem hann hefur boðið velkomna í safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðar eru andstæðingar kristi og kirkju, en ekki nóg með það þeir eru á móti þeim sjónarmiðum Upplýsingastefnunnar sem mótaði Evrópska menningu, lýðræði, mannréttindi og hófsamleg kristin gildi.

Hjörtur Magni hagar sér með sama hætti og hefði Rauðhetta boðið Úlfinum að dvelja hjá henni og ömmu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gòđ grein hjà þèr Jòn.

Þessi yfirhylming og međvirkni okkar Vesturlandabùa viđ öfga Islam og hrođalegar afleiđingar þessa òskapnaďar fyrir lìf okkar og samfèlög virđast engan endi ætla ađ taka.

Þessi sorgarsaga minnir æ meir à meďvirka og illa farna ađstendur alkohòlista, sem gera sèr enga grein fyrir hrođalegum afleiđingum af notkun ađstandenda þeirra à vìmuefninu (trùarbrögďum friďarins)

Alltaf er forđast ađ horfast ì auga viđ vandann og sjàlft vìmuefniđ. Eins og Obama og Merkel tuđa aftur og aftur eftir hvert vođaverkiđ à fætur öďru; "Ja þetta hefur ekkert meď trùarbrögđin ađ gera" -Trù friđarins, segja þau svo !

Æ fàđu þèr bara ì ađra svona friđarpìpu ! Og stinga svo hausnum enn og aftur dýpra ì sandinn og Median fagnar vìsdòmi þeirra enn og aftur !

Gunnlaugur I., 13.6.2016 kl. 22:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Væri Hjörtur Magni myndlistarmaður, væri hann líklega naívisti af einföldustu gerð, eins og hann er líka varðandi málefni islams og islamista.

Hvernig ætli kristnir meðlimir Fríkirkjusafnaðarins kunni við, að safnaðarheimili þeirra er nú orðið að miðstöð svona öfgastefnumanna og trúboðsstaður fyrir islam í miðbænum?

En heilar þakkir, nafni, fyrir góðan pistilinn.

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 09:37

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar meiri upplýsingar berast um þetta mál er margt sem bendir til þess að þessi tilræðismaður hafi sjálfur verði samkynhneigður og að hann hafi verið tíður gestur á staðnum sem hann réðst á. Staðurinn hafi því verið valinn fyrst og fremst vegna þess að þar þekkti hann til. Það hefur enn ekkert komið fram sem bendir til þess að hann hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa. Þetta er því væntanlega bara enn eitt dæmið um fjöldamorð byssumanna í Bandaríkjunm sem eru allt of algengt fyrirbrigði en flestir gerendurnir eru kristnir.

Hvað varðar ofsóknir gegn samkynhneigðum þá eru þær að aukast í hinum kristna heimi fyrst og fremst vegna þess að ofgatrúarhópar eru að ná meiri ítökum í samfélögunum. Það eru margir trúarhópar í Bandaríkjunum og Evrópu sem breiða út hatursáróður gegn samkynhneigðum þar með talið  hér á landi. Og þessar auknu ofsóknir eiga sér stað bæði í Evrópu og Afríku. Í Evrópu er ástrandið verst í Rússlandi en einnig víða í austur Evrópu en í Afríku er það verst í Uganda, Nígeríu, Belis og einnig er ástandið að versna í Kenya. Þetta er afleiðing af því að kristnum bandarískum öfgatrúarhópum vex ásmegin í þessum löndum. Hér má sjá grein um þetta.

http://www.latimes.com/opinion/op-ed/la-oe-kaoma-uganda-gays-american-ministers-20140323-story.html

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2016 kl. 16:35

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Gunnlaugur.

Jón Magnússon, 14.6.2016 kl. 19:59

5 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Jón Valur. Ég velti því fyrir mér á hvaða leið íslenska kirkjan er fyrst engin kirkjunnar þjónn sér ástæðu til að andmæla þessu.

Jón Magnússon, 14.6.2016 kl. 19:59

6 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður þú ert greinilega með allt aðra fréttastofu heldur en ég og þetta er ekki í samræmi við  það sem lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum segja. Maðurinn hrópaði auk heldur Allah Akhbar ítrekað eins og aðrir hryðjuverkamenn Íslamista.

Jón Magnússon, 14.6.2016 kl. 20:00

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Getur þú komið með tengingar í þá frétt að hann hafi hróðap Allag Ahkbar? Reyndar þýðir þetta orð "guð er mikill" á arabísku og er líka notað af kristnum aröbum.

En allavega er flest sem bendir til þess að hér sé aðeins um einn mann sem var veikur að geði eins og flestir byssumennirnir. Engin tengsl við hryðjuverkasamtmök hafa komið fram við rannsókn málsins. Hins vegar virðist sem þessi maður hafi viljað að menn héldu að svo væri enda hringdi hann í neyðarlíkuna og sagði það. En maður sem getur fengið sig til þess að myrða saklaust fólk er líka fær um að ljúga og blekkja.

Sigurður M Grétarsson, 16.6.2016 kl. 10:48

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

https://www.facebook.com/fusionmedianetwork/?fref=nf

Sigurður M Grétarsson, 16.6.2016 kl. 13:18

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eins og sjá má á þessari frétt þá hefur CIA ekki fundið nein tengsl milli árásarmannsins og hryðjuverkasamtaka.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/06/16/engin_bein_tengsl_vid_hrydjuverkasamtok/

Sigurður M Grétarsson, 16.6.2016 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 603
  • Sl. sólarhring: 1172
  • Sl. viku: 2133
  • Frá upphafi: 2293601

Annað

  • Innlit í dag: 552
  • Innlit sl. viku: 1943
  • Gestir í dag: 535
  • IP-tölur í dag: 523

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband