Leita í fréttum mbl.is

Góðærin eru tekin að láni.

Grein sem Víglundur Þorsteinsson skrifar í Morgunblaðið í dag um peningastefnuna vekur athygli. Víglundur  hefur lengi verið í forustu íslenskra iðnrekenda og víðar og forustumaður í  Sjálfstæðisflokknum. Hann gefur peningastefnunni þá einkunn að hún hvetji til skammsýnna aðgerða. Góðærin eru tekin að láni. Á sama tíma lenda samkeppnis- og útflutningsgreinar í aðstæðum sem leiðir til samdráttar  hjá þeim og þvingaðar til spákaupmennsku og erlendrar lántöku til að fjármagna viðskiptahallann.

Harðari dóm yfir peningastefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka hef ég ekki séð úr röðum Sjálfstæðismanna. Hvað sem því líður þá er allt satt og rétt sem Víglundur Þorsteinsson segir í ágætri grein sinni í Morgunblaðinu. Fölbleikt sólarlag Geirs og Ingibjargar gæti því komið fyrr en sumir hafa spáð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, þú hlýtur að hafa sjálfur einhverja sjálfstæða skoðun á því hvað veldur þessa svokallaða "góðæri" á Íslandi.

Ég hef sjálfur talið að þetta sé að stærstum hluta lánsfjársukk, upprunnið hjá tiltölulega nýeinkavæddum bönkum, sem standa þarf skil á þótt síðar verði. Við erum í botnlausri eyðslu framtíðartekna.

Hvar er annars hin eiginlega verðmætasköpun sem stendur undir þessu? 

Haukur Nikulásson, 22.5.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, þú hlýtur að hafa sjálfur einhverja sjálfstæða skoðun á því hvað veldur þessa svokallaða "góðæri" á Íslandi. Ég hef sjálfur talið að þetta sé að stærstum hluta lánsfjársukk, upprunnið hjá tiltölulega nýeinkavæddum bönkum, sem standa þarf skil á þótt síðar verði. Við erum í botnlausri eyðslu framtíðartekna.

Haukur Nikulásson, 22.5.2007 kl. 14:56

3 identicon

Fjármálaeftirlitið brást löngu fyrir einkavæðingu bankanna. Það brást með tilkomu FBA og sameiningu þess banka við Íslandsbanka. Nú bregst það í nýlegri yfirtöku á Glitni og samruna Byrs (sparistjóða) við Kaupþing. Það er erfitt fyrir son þinn Jón að glíma við þessa ósnertanlegu fjármagnstekjur sirkussjóra sem taka engum sönsum. Vonandi kemur hann samt bráðlega fram með niðurstöður upplýsinga sem honum bárust um eignarhaldið. Ef ekki þá eru allir þessir þrír stórskuldugu bankar á einni hendi, í einum vasa. Þá getum við flutt til Grænlands, loksins.

Hef samt grun um að Ingibjörg vilji alls ekki sjá þetta svona og hef einnig grun um að fyrir Geir sé það ef til vill of sársaukafullt að ræða það. En það kemur í ljós. 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu hef ég skoðun á þessu Haukur og er sammála Víglundi eins og þú getur lesið í pistlinum þar sem ég segi að allt sé satt og rétt sem Víglundur segir. Liggur það þá ekki ljóst fyrir hver mín skoðun er ágæti Þróttari.

Mál Fjármálaeftirlitsins ræði ég ekki vegna tengsla. Ég bendi þér hins vegar á það Jónína að ég hef skrifað oftar en einu sinni um samkeppnismál og bent á að of litlar kröfur væru gerðar hér á landi og samruni heimilaður í of mörgum tilvikum. Þau mál hafa raunar í flestum tilfellum heyrt undir Samkeppnisstofnun. Þá hef ég talið og tel nauðsynlegt að koma fram breytingum á lögum varðandi Samkeppnisstofun og Fjármálaeftirlit til að styrkja þessar stofnanir.

Jón Magnússon, 22.5.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1154
  • Sl. sólarhring: 1218
  • Sl. viku: 6799
  • Frá upphafi: 2277437

Annað

  • Innlit í dag: 1083
  • Innlit sl. viku: 6321
  • Gestir í dag: 1015
  • IP-tölur í dag: 983

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband