Leita í fréttum mbl.is

Lögreglunám í bođi pólitískra hrossakaupa?

Ţađ kom á óvart ađ menntamálaráđherra skyldi ákveđa ađ pólitískum geđţótta ađ nám lögreglumanna skyldi vera viđ Háskólann á Akureyri, ţrátt fyrir ađ Háskóli Íslands hefđi veriđ talinn bestur skv. könnun ráđherrans.

Vegir skringilegra pólitískra ákvarđana eru oft álíka órannsakanlegir og almćttisins. Stundum er ţó varpađ skímu á hvađ veldur og ţađ hefur rektor Háskólans á Bifröst gert međ athyglisverđum hćtti í viđtali í blađinu Skessuhorn og á sjónvarpsstöđinni Hringbraut. Vilhjálmur rekur ţau undirmál,sem urđu ţess valdandi ađ menntamálaráđhera tók ţessa ákvörđun.

Saga Vilhjálms er ekki falleg um pólitísk undirmál, hrossakaup og tilraunir hins nýja flokkseigendafélags í Sjálfstćđisflokknum til ađ varđa stöđur. Ađstođarmađur Innanríkisráđherra og ađstođarmađur Fjármálaráđherra hafa brugđist hart viđ ummćlum Vilhjálms, en bćđi eru í prófkjörsframbođi í NV kjördćmi og ţykir ađ sér vegiđ. 

Hver er ţá sannleikurinn? Er ţađ rétt eđa rangt sem Vilhjálmur heldur fram?

Vilhjálmur Egilsson hefur hvatt sér hljóđs í ţjóđmálaumrćđunni, sem framkvćmdastjóri Verslunarráđs, alţingismađur, framkvćmdastjóri samtaka atvinnulífsins og nú háskólarektor á Bifröst. Vilhjálmur nýtur ţess álits ađ vera talinn sannorđur og fara ekki međ fleipur.

Svo mćtti minnast ţess fornkveđna ađ sjaldan er reykur ţá engin er eldurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Where there is smoke, there is fire."

Góđur pistill sem jafnan hjá ţér, nafni.

Ekki ađeins betri hćfni og geta Háskóla Íslands til ađ sjá um ţessa kennslu, heldur einnig ţjóđhagsleg hagkvćmni (ekki sízt vegna ferđalaga nemenda norđur) og umhyggja fyrir ţví, ađ kennarar viđ Lögregluskólann megi nýtast til kennslunnar, mćltu móti ţessari undarlegu ákvörđun ráđherra.

Flestir nemendurnir verđa ađ sunnan, ţađ er vitađ mál, og hefđu margir getađ stundađ sitt nám viđ HÍ, eigandi hér heimili á höfuđborgarsvćđinu, og jafnframt hugsanlega tekiđ aukavaktir viđ lögreglustörf, en nú má ţađ ekki nýtast ţeim, af ţví ađ veriđ er ađ hugsa um einhver annarleg kjördćmasjónarmiđ.

Skattborgarinn borgar, ţađ er víst helzta hlutverk hans í augum margra stjórnmálamanna!

Jón Valur Jensson, 30.8.2016 kl. 01:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 2542
  • Frá upphafi: 2291525

Annađ

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband