Leita í fréttum mbl.is

Sokkabuxur og tollskrá

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er fyrirsögnin "Sokkabuxnakonan er komin og þá bregðast konurnar við".

Þá rifjaðist upp fyrir mér sagan af því þegar Ólafur Björnsson hagfræðiprófessor og þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist hvað harðast fyrir viðskiptafrelsi og afnámi tolla og sagði að tolltekjur ríkisins mundu ekki minnka þó tollar af vörum eins og t.d. nælonsokkum mundu verða lækkaðir.

Ári síðar sá þingmaður Framsóknarflokksins Skúli Guðmundsson þingmaður Vestur Húnvetninga ástæðu til að koma í ræðustól á Alþingi til að benda á að Ólafur Björnsson hefði haft algjörlega rangt fyrir sér. Tollar og innflutningur á nælonsokkum hefði gjörsamlega hrunið þrátt fyrir að tollar á nælonsokkum hefðu verið lækkaðir verulega.

Ólafur fylgdist betur með undirfataklæðnaði kvenna en kollegi hann úr Vestur Húnavatnssýslu og benti á að það væri rétt að tolltekjur af nælonsokkum hefði hrunið. En benti þingmanninum á að skoða næsta tollflokk þar sem um væri að ræða gríðarlega aukningu og meiri en sem hefði numið öllum tolltekjum af nælonsokkum. Þar væri um sokkabuxur að ræða og Ólafur sagði.

Nú er nefnilega svo komið háttvirti þingmaður að konur ganga í sokkabuxum.

Það skiptir máli að skoða hlutina áður en geipað er með vitleysu  og þvert á það sem Skúli taldi sig geta sannað þá gat Ólafur bent á yfirburði markaðshagkerfisins með einföldum samanburði og réttmæti þess sem hann hafði áður haldið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er svona að kjósa sauðnaut á þing- eða þannig sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.9.2016 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 2291620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 753
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband