Leita í fréttum mbl.is

Dularklæði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi, hefur ítrekað þá skoðun,að banna eigi konum að klæðist búrkum á almannafæri og telur það andstætt hugmyndum um kvenfrelsi og jafnstöðu kynjanna

Vissulega er það rétt að reglur karlaveldisins í Arabíu sem heltekið hefur hinn Íslamska heim fyrirskipar ákveðinn klæðaburð kvenna, sem sýnir í öllum tilvikum veikari stöðu kvenna en karla, en íslamski heimurinn er ekki með sambærilegt "dess code" eða einkennisbúning fyrir karla.

Frjálslynt fólk vill að ríkið hafi sem minnst afskipti af borgurunum og við Þorgerður Katrín eigum það sameiginlegt að deila þeirri skoðun. Það þarf því mikið til að koma til að réttlæta afskipti opinberra aðila af  klæðaburði einstaklinga.  Slík réttlæting kemur m.a. til á grundvelli öryggissjónarmiða.

Á grundvelli öryggissjónarmiða á því að banna að fólk gangi um á almannafæri í dularklæðum. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða búrkur, blæjur eða grímur. Það er öryggisatriði í nútíma samfélagi að fólk gangi ekki um í dularklæðum.

Þorgerður Katrín og aðrir sem kunna að verða kosnir þingmenn í lok þessa mánaðar ættu því að bera fram frumvarp til laga um að bannað væri að klæðast dularklæðum á almannafæri með undantekningum eins og t.d. þegar um grímuball eða þess háttar atburði er að ræða. Banninu væri þá ekki beint að neinum sérstökum hópi heldur næði til allra þjóðfélagsborgara jafnt og hinn oft á tíðum furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu gæti þá ekki sett út á slíka lagasetningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Línan er hárfín og vandasamt að draga hana. Þegar ég ek um á vespuhjólinu mínu með lokaðan hjálm og sólgleri innan í honum fyrir andlitinu er ég strangt tekið "í dularklæðum."

Ómar Ragnarsson, 12.10.2016 kl. 12:57

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

When clothing becomes a license to encourage harassment.....then it’s no longer a private choice. That’s what the burka is. That’s what the hijab is. And that’s what the burkini is.

6.9.2016 | 14:07

Their own religion tells us exactly why they wear them. 
“O Prophet! Tell your wives and your daughters and the women of the believers to draw their cloaks (veils) all over their bodies that they may thus be distinguished and not molested.” (Koran 33:59) 

Jónas Gunnlaugsson, 12.10.2016 kl. 14:37

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar á vespunni þinni með hjálminn ertu að gæta eigin öryggis. En ef þú ert stoppaður t.d. af lögreglu eða ferð inn í hús þá tekur þú hjálminn niður. Slíkt yrði ekki ólöglegt þó lög eins og ég er að tala um tækju gildi.

Jón Magnússon, 12.10.2016 kl. 17:20

4 identicon

Jón Magnússon: Þar er nákvæmlega það sem kona, sem er með burku, mun gera ef lögreglan stoppar hana. Við sjáum fullt af kinverjum og Japanir hér sem eru með gríma vegna kvef, hvað á að gera við svona fólk?

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 17:55

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Jón.

Er ekki í lögum í dag að það sé bannað að hylja andlit sitt ef ætlun viðkomandi er sú að koma í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á hann?

Sindri Karl Sigurðsson, 12.10.2016 kl. 22:03

6 Smámynd: Jón Magnússon

Salman vona að því batni alveg eins og konunum sem klæðast þessum klæðnaði kvennakúgunarinnar þ.e. Búrkum. Ertu ekki sammála mér að það sé andstætt hugmyndum um jafnrétti kynjanna að krefjast þess að konur klæðist þessum heilsuspillandi og niðurlægjandi klæðnaði sem Búrkur eru? En segðu mér líka mega konur í Búrkum fara úr þeim ef lögreglan krefst þess og þá í öllum tilvikum?

Jón Magnússon, 12.10.2016 kl. 23:43

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann að vera Sindri ég þekki ekki til slíkra reglna og það er búið að taka það burtu úr lögreglusamþykkt Reykjavíkur.

Jón Magnússon, 12.10.2016 kl. 23:47

8 Smámynd: Jón Magnússon

https://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/logregla/logr_samth/nr/866

Þetta er slóðin inn á lögreglusamþykktina.

Jón Magnússon, 12.10.2016 kl. 23:48

9 Smámynd: Salmann Tamimi

Jón það er andstætt hugmyndum um mannréttindi að krefjast konur að klæðast búrku eða krefjast  þær að klæðast það ekki:  konur og karlar eiga að ráða því hvað á að klæðast sjálfir. Það er lygi og hræsni að segja að ég trú á jafréti og mannrétti og samtímis banna fólk að klæðast eða afklæðast eins og þeim dettur í húg. Ef við byrjum á þessi braut , þá erum við ekki betri en S.A eða Iran. 

Salmann Tamimi, 13.10.2016 kl. 03:10

10 identicon

Jón það er andstætt hugmyndum um mannréttindi að krefjast konur að klæðast búrku eða krefjast  þær að klæðast það ekki:  konur og karlar eiga að ráða því hvað á að klæðast sjálfir. Það er lygi og hræsni að segja að ég trú á jafnrétti og mannrétti og samtímis banna fólk að klæðast eða afklæðast eins og þeim dettur í húg. Ef við byrjum á þessu braut , þá erum við ekki betri en öðrum ríkim sem kúga fólk til að vera í vissum klæðum. 

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1704
  • Frá upphafi: 2291594

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1530
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband