Leita í fréttum mbl.is

Rök og rökleysa

Nokkru fyrir frestun funda Alþingis var til afgreiðslu frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Sigríður Andersen benti við það tækifæri á, að líklega væru fá dæmi um grófari mismunun gagnvart einstaklingum, en slík lagasetning þar sem nokkrum eintaklingum væri með þessum hætti hleypt framhjá almennum reglum um veitingu ríkisborgararéttar.

Þess hefði mátt vænta að málefnaleg athugasemd Sigríðar yrði til þess að alþingi hætti að rugla í biðröðinni.

Í stað málefnalegrar umræðu um athugasemd Sigríðar tók til máls tilfinningaþrunginn Pawel Bartoszek sem þakkaði fyrir að hafa fengið ríkisborgararétt með þessum hætti 19 árum áður. Á grundvelli persónulegra sérhagsmuna fyrir 19 árum taldi þingmaðurinn réttlætanlegt að mismunun einstaklinga héldi áfram.

Þessi ummæli Pawel eru ámóta og mannsins sem vildi ekki leyfa frjálsan innflutning á bifreiðum af því að hann naut fyrirgreiðslu ákveðins þingmanns til að geta ásamt örfáum flutt inn bíl vegna fyrirgreiðslu þingmannsins.

Þá er þessi rökleysa Pawel með sama hætti og fullyrt væri að óréttlæti væri fólgið í því að almennar lánareglur giltu í fjármálastofnunum og það ættu að vera sérreglur fyrir suma. Slík þjóðfélagshugsun sérhyggju og mismunar fólks er andstæð inntaki hugmynda um jafnræði borgaranna.

Nú hefði mátt ætla að fjölmiðlar hefðu gert málefnalegri athugasemd Sigríðar góð skil en það var ekki. Hún gleymdist. Þess í stað varð aðalfrétt þeirra hin tilfinningaþrungna rökleysa Pawel Bartoszek, sem hafði ekkert málefnalegt gildi varðandi þá athugasemd Sigríðar Andersen, að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.  

Pawel sem iðulega hefur ritað góðar og markvissar greinar um þjóðfélagsmál, ætti að gaumgæfa að gerast aldrei talsmaður fyrir þeirri meginreglu einræðisins, sem greinir m.a. í bókinni Animal Farm: Að öll dýr væru jöfn, en sum dýr væru jafnari en önnur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við megum ekki gleyma ráðherranum sem gaf íslenskan borgararétt til væntanlegan kærasta dóttur sinnar.

Þessi ráðherra sagði þjóðinni að halda nú bara kjafti og að þeim kæmi þetta bara ekkert við og að það væri hún sem væri ráðherra.

Valdimar Samúelsson, 29.12.2016 kl. 14:05

2 Smámynd: Jón Magnússon

Rétt Valdimar en það var Framsóknarráðherra sem þannig hagaði sér. Við erum líka með ráðherra sem lét ná í Albanskar fjölskyldur sem voru hér á fölskum forsendum og var vísað úr landi og veitti þeim ríkisborgararrétt og helsti sporgöngu aðili þess var Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður. Það asnaspark kostar skattgreiðendur milljarða.

Jón Magnússon, 29.12.2016 kl. 17:44

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

asnar sparka- þeir eru á alþingi  !

ÞEIR SPARKA EKKI Í ÚTLENDINGA !

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.12.2016 kl. 19:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að veita Bobby Fisher ríkisborgararétt var undantekning sem hefði átt að sanna þá reglu að mismuna ekki á þennan hátt. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 21:03

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég skil ekki alveg Ómar hvað þú átt við.

Jón Magnússon, 29.12.2016 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2492
  • Frá upphafi: 2291475

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2267
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband