Leita í fréttum mbl.is

Roe v. Wade

Sá dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem hefur valdið mestum deilum og umtali er dómurinn í máli Roe v. Wade. Dómurinn hafði þau áhrif að fóstureyðingar urðu löglegar í Bandaríkjunum.

Óháð skoðunum á fóstureyðingum þá er dómurinn lögfræðilega vafasamur auk þess sem að dómstóllinn tók sér vald til lagasetningar í miklu deilumáli, sem hefur valdið því að málið er ekki enn afgreitt eða útrætt í Bandaríkjunum, ólíkt því sem er víðast í Evrópu m.a. hér á landi.

Konan Jane Roe,sem fékk rétt til að láta framkvæma fóstureyðingu  þrem árum eftir fæðingu dóttir sinnar, hét ekki Jane Roe. Hún hét Norma Leah Nelson og síðar Norma McCovey og er nýlátin 69 ára að aldri.

Norma McCovey(Jane Roe) átti langa sögu um misnotkun, áfengis-og vímuefna. Hún hafði átt tvær dætur sem hún lét frá sér áður en hún varð ófrísk í þriðja sinn og gat ekki hugsað sér að eiga fleiri börn. Fóstureyðingar voru ólöglegar í Texas, en  Norma bjó í Dallas.

Lögmennirnir Sarah Weddington og Linda Coffee, sem leituðu að umbjóðanda til að fara í mál við Texas fylki vegna fóstureyðingabannsins fundu hana og tóku mál hennar að sér árið 1970 og stefndu Henry Wade lögmanni Dallas í nafni Jane Roe, tökunafn Normu og þess vegna er heiti málsins  Roe v. Wade.

Þegar dómur Hæstaréttar féll árið 1973 var barn Normu orðið 3 ára og hún hafði ættleitt það eins og fyrri börn sín tvö. Norma öðru nafni Jane Roe kom aldrei fyrir dóm.

Jane þ.e. Norma varð hetja þeirra "frjálslyndu", sem börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum, en nokkru eftir að dómur Hæstaréttar féll, snéri Norma við blaðinu. Hún gaf út ritið "Won by Love" árið 1998 þar sem hún segir, að fóstureyðingar snúist um það að drepa börn í líkama móður.

Árið 2009 var hún handtekin ásamt 26 öðrum í háskólanum í Notre Dame í Indiana, þar sem hún mótmælti því að Obama kæmi í Háskólann.( Fréttastofa RÚV sagði aldrei frá mótmælum gegn Obama ólíkt því sem gerist með Trump)

Þannig geta hlutirnir snúist og hin svonefnda baráttukona fyrir frjálsum fóstureyðingum Jane Roe þ.e. Norma McCovey varð hatrammur andstæðingur fóstureyðinga og gekkst aldrei sjálf undir fóstureyðingu. Ekki er vitað til þess að hinn aðili dómsmálsins Henry Wade hafi haft ákveðnar skoðanir á efnisatriðum málsins.

Roe v. Wade umtalaðasta dómsmál Hæstaréttar Bandaríkjanna var mál þar sem aðilar málsins áttu enga hagsmuni og Roe varð síðar hatrammur andstæðingur eigin málsstaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1661
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband