Leita í fréttum mbl.is

VG telur lögregluna hættulega

Undanfarin ár hafa talsmenn Vinstri grænna amast við hverju því sem gæti orðið til að styðja og efla lögregluna. VG neita að horfast í augu við þann raunveruleika sem vestræn ríki búa við vegna stefnu þeirra og annarra þeirra líka um takmarkaða löggæslu og opin landamæri.

VG voru á móti því að lögreglan fengi rafbyssur. VG var á móti því að öryggisyfirvöld fengju byssur frá norska hernum. VG amaðist við stofnun og starfrækslu sérsveitarinnar og kölluðu þáverandi ráðherra öryggismála Björn Bjarnason ýmsum ónefnum.

Hryðjuverkaárásir í okkar heimshluta eru nánast daglegt brauð. Þrátt fyrir það finnst þingmönnum VG það slæmt að lögregla skuli gæta almannahagsmuna með þeim hætti sem nauðsynlegt er og hafi varnarviðbúnað við hæfi ef á þarf að halda. Þeir tala um að það eitt sé ógn við almannaöryggi.

Þegar lögreglan hafði viðbúnað vegna mannssafnaðar í miðborginni talaði einn þingmaður VG um hallæri í löggæslumálum. Annar sagði að með því að lögreglan væri sýnileg með vopn á almannafæri þá væri verið að skapa hættulegt sýndaröryggi og fráleitt að almenningur fengi ekki upplýsingar um það fyrirfram hvar lögreglan væri með vopn sín og verjur.

Formaður VG Katrín Jakobsdóttir krafðist í framhaldinu fundar í Þjóðaröryggisráði vegna vopnabúnaðar lögreglu. Það gefur tilefni til að ætla að formaður VG og fylgiliðar hennar telji lögregluna helstu ógnina við þjóðaröryggi sérstaklega ef hún sést vopnum búin á almannafæri. Alla vega ef hún lætut ekki vita af því fyrirfram.

Þetta er framhald af amasemi VG gagnvart öryggisyfirvöldum. Í nóvember 2014 lagði formaður VG fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra í 14 liðum varðandi vopnabúnað lögreglunnar og í 9 liðum varðandi vopnabúnað landhelgisgæslunnar.

VG telur lögreglu og önnur öryggisyfirvöld mestu ógn við öryggi almennings og hæðist að þeim sem telja nauðsynlegt að við höfum varnar- og öryggisviðbúnað gagnvart þeirri ógn sem steðjar að almennum borgurum þ.e. hermdarverkum Íslamista.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir leggur mál sitt fyrir í þjóðaröryggisráðinu. Ræða Katrínar þar gæti verið á þessa leið:

"Góðir hálsar sú vá sem að okkur steðjar getur þetta virðulega ráð ekki látið fram hjá sér fara. Nú er svo komið að vopnaðir lögreglumenn á almannafæri ógna öryggi borgaranna. Bara það eitt að þeir skuli sjást vopnaðir er ógn við öryggi venjulegs fólks. Þá ber lögreglunni að tilkynna fyrirfram hvar lögreglumenn eru að störfum hverju sinni svo að fólk verði ekki hrætt við þennan voðamannskap."

Þeir í þjóðaröryggisráðinu munu vafalaust taka þessum fagnaðarboðskap formanns VG með viðeigandi hætti og án allrar meðvirkni.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diddi Siggi

Jón heldur þú að allir löggæslumenn séu hæfir til að bera skotvopn. Hvað með fangavörðin sem var dæmdur fyrir að misþyrma fanga og sparka í höfðið á honum og ný frétt um þann sem sprautaði úr slökkvitæki á mann.Væru þessir menn á lífi ef byssur hefðu verið til staðar. Eða eigum við kanski bara að taka upp siði amerískra lögreglumanna sem skjóta 12 ára blökkumenn í bakið að því að þeir eru með innkaupapoka.

Diddi Siggi, 12.6.2017 kl. 15:33

2 Smámynd: Elle_

VG telur lögreglu og önnur öryggisyfirvöld mestu ógn við öryggi almennings og hæðist að þeim sem telja nauðsynlegt að við höfum varnar- og öryggisviðbúnað

Já það er óskiljanlegur hugsanagangur. Og Birgitta barðist gegn vopnun lögreglu. Við megum ekki verja okkur samkvæmt þessu, landhelgisgæsla og lögreglumenn verða að verjast með höndunum einum saman. Ættum við nokkuð að vera með landhelgisgæslu og lögreglu?

Elle_, 12.6.2017 kl. 21:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snilldarleg greining, nafni, kryfur þessa kjána alveg inn að þeirra innstu, vitlausustu fordómum.

Það er gott að eiga þig að með þína sögulegu þekkingu á birtingarmyndum þessarar naívu hugmyndafræði íslenzks sveitamennsku-pacifisma.

Jón Valur Jensson, 13.6.2017 kl. 03:17

4 identicon

 Ég segi það sama. Mér finnst líka makalaust, að svona margir kjósendur skuli styðja slíkan flokk, ef hægt er að marka skoðanakannanir. Þetta er samkvæmt síðustu skoðanakönnun næststærsti flokkur landsins! Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - enn að minnsta kosti. Svo er að sjá, hvað kemur út úr næstu kosningum. Ég yrði mjög hissa, ef VG myndi fá svona mikið út úr kosningunum á næsta ári - borgar- og sveitastjórnakosningum, enda eru þeir samárbyrgir fyrir ruglinu og vitleysunni, sem hefur viðgengist hér í borginni síðustu átta árin okkur íbúunum til lítils fagnaðar, og enn meiri vitleysa á leiðinni. Þegar Samfó er á útleið, þá virðist þetta vera vonarpeningurinn, samstarfsflokkurinn í borgarstjórn, sem er engu skárri. Sveiattan, segi ég nú bara. Ég vona, að okkur borgarbúum beri gæfa til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn til valda í kosningunum á næsta ári, enda hafa þessir krakkar gott af því að vera í stjórnarandstöðu einu sinni með sína útópíu. Það er kominn tími til að viti borið fólk fari að stjórna borginni. Þetta vinstra lið er gjörsamlega glatað, eins og það er. - Segir gömul vinstri kona, og þá er eitthvað mikið að, þegar gömlu vinsta fólki blöskrar og þykir nóg um.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 10:18

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir innleggin. Það skortir á að einhver taki upp hanskann hér fyrir VG. Vonandi eru sem fæstir á þeirri línu.

Jón Magnússon, 13.6.2017 kl. 11:14

6 Smámynd: Merry

Sæll Jón

Mér finnst það léttara fyrir hryðjuverkamenn að nota bílar til að keyra á fólk og siðan að nota knivar- svo kallað lágtæknivopn, af því að skotvopn verður erfið að fá á Íslandi.

Mér finnst það mjög gott að lðgreglunn sýna sig með byssur - til að láta hugsanlega hryðjuverkamenn að það verður ekki létt.  Annað er að þessi fífl eru alveg sama um þetta - og vilja deyja og komma í blaðið og sjónvarpið.

Merry, 13.6.2017 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 554
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 2940
  • Frá upphafi: 2294491

Annað

  • Innlit í dag: 516
  • Innlit sl. viku: 2683
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 477

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband