Leita í fréttum mbl.is

Virðing Alþingis. Virðing þjóðar.

Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir sættir sig ekki við ráðherralaunin og hefur því hafið fyrirsætustörf fyrir tískuvörumerkið Galvan í London. Ráðherranum finnst það sæma sitja fyrir og auglýsa vörurnar með upptökum úr þingsal Alþingis lýðveldisins Íslands. 

Skrifstofustjóri Alþingis segir, að þetta komi sér mjög á óvart, en strangt til tekið sé þetta ekki brot á reglum skv. því sem haft er eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Reglurnar segir skrifstofustjórinn samt vera þær að myndatökur í einkaþágu séu óheimilar í þingsal. Erfitt er að átta sig á því fyrst myndatökur í einkaþágu séu óheimilar í þingsal, að það sé ekki brot, að Björt Ólafsdóttir láti taka af sér auglýsingamyndir í þingsal. 

Nú er spurning hvort aðrir ráðherrar fara að dæmi Bjartar og drýgi ráðherralaunin með sama hætti. Þá gæti Bjarni Benediktsson auglýst Armani föt og Benedikt Jóhannesson Rolex úr. Já og Þorgerður Katrín Channel ilmvötn og samgönguráðherra Toyota. Já og allt með upptökum úr þingsal Alþingis, þar sem strangt til tekið er það ekki brot á reglum þó myndatökur í þingsal í einkaþágu séu óheimilar.

Var einhver að tala um virðingu Alþingis og virðingu þjóðar þegar ráðherra og/eða ráðherrar landsins misnota stöðu sína með þeim hætti sem Björt Ólafsdóttir gerir í tekjuöflun sinni fyrir erlent "gróðafyrirtæki" eins og hún og flokksmenn hennar hafa iðulega talað um með mikilli fyrirlitningu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Virkileg ástæða til að minna á að óvirðing við Aþingi verður ekki liðið. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2017 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 518
  • Sl. sólarhring: 644
  • Sl. viku: 2904
  • Frá upphafi: 2294455

Annað

  • Innlit í dag: 482
  • Innlit sl. viku: 2649
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 447

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband