Leita í fréttum mbl.is

Samband við kjósendur og kröfusamkomur

Vilmundur heitinn Gylfason tók upp það nýmæli í kosningabaráttu fyrir margt löngu að fara á vinnustaði og vera í lifandi sambandi við kjósendur. Aðrir tóku þetta upp en svo breyttist þetta og var stofnanavætt.

Stofnanavæðing vinnustaðafundanna er sú, að nú eru það nær eingöngu hagsmunahópar sem boða einn frá öllum flokkum til sín til að fá þá til að lofa auknum fjárframlögum í sína þágu.

Forsvarsfólk þrýstihópsins eða stofnunarinnar flytur ræðu  og krefst skýrra svara frá stjórnmálamönnum um stóraukin framlög. Stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum í algjörum pópúlisma, keppast við, að lofa meiri peningum frá skattgreiðendum. Sá fær hæst klappið sem mestu lofar. 

Á fundunum kynna stjórnmálaflokkarnir ekki stefnu sína eða baráttumál heldur úða út peningaloforðum í algjöru glóruleysi. Kröfugerðarhópurinn minnir síðan stöðugt á loforðin. 

Stjórnmálamenn eru því ekki lengur að flytja fólki sinn boðskap heldur að láta hrekja sig út í að vera talsfólk sérhagsmuna. 

Loforðin sem hagsmunahóparnir kreista fram  verða bara framkvæmd með peningum frá skattgreiðendum. Auknar millifærslur og fleiri bótaþegar kosta mikið og draga á endanum úr almennri velmegun.

Frambjóðendur ættu að hætta að mæta á þessu kröfugerðarfundi og snúa sér beint til kjósenda. Hlusta á kjósendur á vinnustöðum, verslunarmiðstöðum, sjúkrastofnunum og mannamótum og segja þeim í einlægni fyrir hvað þeir standa án þess að lofa því að misfara með peninga skattgreiðenda. Það er mun betra samband við hinn almenna kjósenda en stofnanavæddu kröfugerðarfundirnir þar sem milljarðar fjúka í loforðum.

Mér telst til að einn frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi þegar lofað yfir 20 milljarða útgjaldaaukningu á kröfufundum í yfirboðskapphlaupinu. 

Vonandi linnir þessum dáraskap með því að ábyrgir stjórnmálaflokkar hætti að elta þá óábyrgu í yfirboðunum, en átti sig á að velferðin er mest þar sem fólkið sjálft fær sem mest að vera sínir gæfu smiðir án aðkomu stjórnmálafólks og skattlagning er í lágmarki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, þetta sýnir okkur hvað pólitíkin er skrýtin tík.

Ég er alltaf svolítið hissa á fólki sem trúir pólitíkus!

Við vitum báðir að stjórnmálamenn og konur geta ekki staðið við öll þessi loforð sem þau lofa!

Ekki satt?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 902
  • Sl. viku: 2399
  • Frá upphafi: 2293950

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2180
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband