Leita í fréttum mbl.is

Þá verð ég ofboðslega reiður og þú munt finna fyrir því.

Leiðtogar Tyrkja og ýmissa Arabaríkja, hafa stundað það að hóta Vesturlöndum með því að geri þau ákveðna hluti muni þeir verða ofboðslega reiðir og grípi til hefndaraðgerða.

Evrópa og Bandaríkin hafa látið þetta yfir sig ganga oftar en ekki og látið undan ógninni í stað þess að standa með sjálfum sér. Vesturlönd eru dæmi um eitt alvarlegasta METOO fórnarlambið aðili, sem unir endalausri ósæmilegri áreitni, hótunum og ógnunum, án þess að bregðast við með viðeigandi hætti.

Erdogan Tyrklandsforseti hótar að opni Evrópusambandið ekki fjárhirslur sínar upp á gátt til að senda meiri peninga til Tyrkja þá muni "flóttamenn" streyma til Evrópu frá Tyrklandi sem aldrei fyrr.  Merkel fer síðan í samningaviðræður við ógnvaldinn í stað þess að loka landamærunum til Tyrklands, sem væri það eina rétta og segja þeim að sjá sjálfir um sína "flóttamenn".

Fyrir skömmu ákvað Bandaríkjaforseti að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ekki stóð á hótunum frá Erdogan, Hamas, Al Fatah og Arabaleiðtogum, sem hótuðu öllu illu kæmi til þess að Bandaríkin nýttu þann rétt sem þau eiga skv. alþjóðalögum. 

Bandaríkjamenn létu ekki undan ógninni að þessu sinni. Evrópusambandið boðaði þá til neyðarfundar til að játast undir ógnina og lýsa vanþóknun sinni á því að Bandaríkin skuli enn haga sér sem frjálst og fullvalda ríki.

Neyðarfundur var boðaður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki horfði friðvænlega á svæðin. Raunar hefur ekki verið friðvænlegt á þessum slóðum í árþúsundir, en það er annað mál.

Arabar á Gasa og Vesturbakka Jórdanárinnar hafa síðan sýnt fram á það hvað þeir eru óskaplega reiðir með óeirðum og fjöldamótmælum þó það skaði þá meira en nokkra aðra. Hin meðvirka Evrópa fordæmir sjálfsákvörðunarrétt Bandaríkjanna og svokallað félagshyggjufólk á Vesturlöndum lýsir stuðningi við og skilningi á aðgerðum ofbeldismanna og hryðjuverkahópa.

Evrópa mælist síðan til þess að allir aðrir en Arabaar sýni skilning og umburðarlyndi og sendir kveðjur til Hamas liða, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum. Ekki bara þeim sem eru í Ísrael heldur öllum Gyðingum. Slíkt Gyðingahatur gengur lengra en hjá stjórnendum þursaveldis Nasismans. Á sama tíma og Evrópa fordæmir kynþáttahatur og fjöldamorð fyrir miðja síðustu öld á Gyðingum játast hún undir ok þeirra sem vilja ganga enn lengra í aðför að Gyðingum en nasistar nokkru sinni

Hvar skyldi nú vitræna samhengið vera í þessu öllu? Erum við virkilega orðin að Evrarabíu í undirlægjuhætti okkar við ógnina? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel mælt (ritað) Jón. Undirlægjuháttur félagshyggjumanna í Evrópu þar sem þeir beygja sig og bugta unir ægivald íslams er ótrúlegt. Ótti Evrópu við íslam leiðir hana í snöru sem mun bara herða að losi hún sig ekki við þá fjötra fyrr en síðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2017 kl. 16:34

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Tómas.

Jón Magnússon, 11.12.2017 kl. 21:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður, nafni, sem oftar!

Alveg er hún makalaus þessi árátta sumra að snúa allri ábyrgð frá þeim sem fremja glæpina, jafnvel fjölda hryðjuverka!

Ef framið verður eitt slíkt meiri háttar gegn Ísrael, ætli þessir léttvægu asnar kenni þá ekki frekar Trump um eða Ísraelum heldur en sjálfum MORÐINGJUNUM?!

Svo er látið sem Ísrael sé helzti ófriðarvaldur í Mið-Austurlöndum, en ekki er það með loftárásir á saklausa borgara í Jemen.

Tíundað er smá-mannfall á Gaza í gagnaðgerð vegna flugskeytaárásar Hamasliða, en gleymt virðist hitt, að fyrir innan við þremur vikum frömdu öfgamúslimar fjöldamorð á öðrum múslimum á N-Sínaíslaga, ekki allfjarri: a.m.k. 305 drepnir, þar af 27 börn! -- https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2207020/

Jón Valur Jensson, 12.12.2017 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 347
  • Sl. sólarhring: 1044
  • Sl. viku: 6091
  • Frá upphafi: 2277842

Annað

  • Innlit í dag: 329
  • Innlit sl. viku: 5635
  • Gestir í dag: 324
  • IP-tölur í dag: 317

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband