Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur sigur Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds vann glæsilegan sigur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fékk rúm 60% greiddra atkvæða. Sá frambjóðandi sem næstur kom, sitjandi borgarfulltrúi til margra ára fékk um 20% atkvæða. Ekki fer á milli mála hver vilji kjósenda er. 

Eyþór er vel að þessum sigri kominn. Hann hefur sýnt það þar sem hann hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum, að þar fer traustur,duglegur maður, sem kann að vinna. Ég óska Eyþóri alls velfarnaðar í kosningabaráttunni sem framundan er. 

Vilji Sjálfstæðisfólks í Reykjavík stendur augljóslega til algjörrar endurnýjunar á framboðslista flokksins.

Kjörnefnd er nokkur vandi á höndum, en verður að horfast í augu við þá staðreynd að til að skapa trúverðugt framboð þá verður að koma til algjör endurnýjun og velja samhentan hóp fólks sem veit fyrir hvað það stendur og stendur saman sem órofa fylking til sigurs í kosningunum.

Takist kjörnefnd að leiða verkefni sitt farsællega til lykta þá á Sjálfstæðisflokkurinn möguleika á að auka fylgi sitt verulega. 

Það er áhyggjuefni að ekki skuli fleiri en tæp fjögurþúsund taka þátt í prófkjörinu. Á árum áður tóku að jafnaði yfir 10 þúsund manns þátt í prófkjörum flokksins í Reykjavík. Þetta sýnir að nauðsynlegt er að taka félagsstarfið til gagngerrar endurskoðunar og gleyma því ekki, að það verður að gera útrás á grundvelli nýrra tíma,hugmynda, hugsjóna og nýrra samskiptamöguleika. 

Vert er að óska Eyþóri Arnalds til hamingju með góðan sigur og skora á hann að gera sitt til að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu í Reykjavík og helst að vinna aftur meirihlutann í borginni. Til þess liggja öll málefnaleg rök og spor vinstri meirihlutans hræða. Það er mikil vinna framundan.

Verkamennirnir e.t.v. fáir en uppskeran ríkuleg ef fólk stendur saman og vinnur saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Af hverju kusu 3800 núna en 5075 fyrir fjórum árum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 28.1.2018 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aldrei í sögu prófkjara Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið jafn lítill áhugi og jafn lítil þátttaka.

Innan við 4000 tóku þátt og aldrei hefur nokkur frambjóðandi þar haft jafn fá atkvæði að baki sér.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist búinn að vera í Reykavík

Jón Ingi Cæsarsson, 28.1.2018 kl. 16:12

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það skyldi þó aldrei vera, Jón Ingi, að ástæðan sé sú að þarna var um leiðtogaprófkjör að ræða með örfáum frambjóðendum, en ekki venjulegt prófkjör þar sem vinir og fjölskyldur tuga þátttakenda koma á kjörstað til að styðja sitt fólk. Þú dregur þá ályktun að tölur um þátttöku sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í Reykjavík. Það er eflaust það sem þú óskar þér, en gleymir því að óskhyggjan er besti vinur andvaraleysisins. Það hafa margir mátt naga sig í handarbökin fyrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.1.2018 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 408
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 2794
  • Frá upphafi: 2294345

Annað

  • Innlit í dag: 381
  • Innlit sl. viku: 2548
  • Gestir í dag: 369
  • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband