Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn er sagna verstur

Amineh Kakabaveh er 47 ára Kúrdi frá Íran og hún barðist í röðum Peshmerga. Þessi kona er ekki líkleg til að vera hægri sinnaður pópúlisti, rasisti og á móti Íslam(Íslamophope)

Hún var dæmd til dauða í heimalandi sínu og flúði til Svíþjóðar 1992. Hún var ólæs þegar hún kom til Svíþjóðar, en fór í skóla m.a. háskóla og gekk í Vinstri flokkinn í Svíþjóð. 

Saga hennar er saga um innflytjenda sem gekk frábærlega vel í framandi landi. Hún varð þingmaður Vinstri flokksins (sem er lengst til vinstri)En þarf nú á lögregluvernd að halda allan sólarhringinn vegna hættu sem henni stafar af trúarsystkinum sínum og vinstri öfgahópum.

Glæpur Kakabaveh var sá að gera athugasemdir við þöggunina um innflytjendamál í Svíþjóð. Hún hefur gagnrýnt það hvernig Svíar hafa tekið á móti 400.000 þúsundum hælisleitenda frá 2012 og segir að Svíþjóð hefði haft innflytjendavandamál í 20 ár og þetta fjölmenningarsamfélag hafi leitt til aðskilnaðar og hliðstæðra samfélaga, sem lifa hvert út af fyrir sig.

Kakabaveh bendir á að umræðan um fjöldainnflutning fólks sé sjúkleg og raunar megi ekki ræða um málið og þess vegna séu Svíþjóðardemókratar hetjur almennings af því að þeir segi það sem aðrir flokkar þora ekki að segja þrátt fyrir að milljónir fólks hafi áhyggjur af þessum málum. 

Hvernig brást svo Svíþjóð við þessum orðum konu, sem er vinstri sinnuð,femínisti og innflytjandi? Allt í einu varð hún úrhrak vinstri elítunnar og er ógnað af Íslamistum. Vinstri flokkurinn hafnaði því að setja hana á lista flokksins af því að þeir telja hana vera rasista.

Athyglisert,að Kúrdi frá Íran, sem gagnrýnir innflytjendastefnu Svía  og er vinstri sinnaður femínisti skuli allt í einu vera orðin hægri öfgamaður vegna þess eins að hún gagnrýnir innflytjendastefnu Svíþjóðar. 

Saga Kakabaveh sýnir vel hversu sjúk umræðan um innflytjendamálin eru í Svíþjóð.

Það er nauðsynlegt að Íslendingar bregðist við og láti ekki það sama henda sig og Svía, að brennimerkja sannleikann sem lygi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jón og takk fyrir þarfan og góðan pistil til að

vekja athygli á þessari ógn sem steðjar að okkar

vestrænu samfélögum, í boði vinstri elítunar.

Því miður, miðað við það ástand í okkar þjóðfélagi,

þá mun Ísland falla í þessa gryfju, vegna populisma

sem þetta minnihluta lið telur er sig vera að gera

í anda opins samfélags og að allir geti lifað í sátt

í frumskóginum.

Þannig er það bara ekki og verður aldrei.

Skiptir engvu máli hversu oft þú hendir grænmeti

fyrir ljónin, þau verða alltaf kjötætur.

En þessu trúir þetta lið, og á meðan þessi einfalda

staðreynd er ekki viðurkennd, þá fer allt

til andskotans.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.9.2018 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 116
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 4352
  • Frá upphafi: 2291371

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 4011
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband