Leita í fréttum mbl.is

Öfgamenn með skrýtnar jaðarskoðanir

Guðmundur Andri Þórsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu á Alþingi í gær að öfgamenn með skrýtnar jaðarskoðanir ættu ekki að ráða ferð þegar málefni Ríkisútvarpsins væru til umræðu. Lýðræðishugmyndir þingmannsins eru því þær að aðeins útvaldir með ásættanlegar skoðanir megi hafa skoðun og þeir í Samfylkingunni séu þeir einir sem hafi dómsvald í málinu.

Þessi ummæli þingmannsins eru í samræmi við þá skoðun forustufólks Samfylkingarinnar, að þeir einir séu með ásættanlegar skoðanir og geti því talað úr háhæðum og dæmt alla aðra sem taka þátt í pólitískri umræðu. Samfylkingarfólk telur sig almennt þess umkomið að tala úr hásætum heilagleikans niður til annarra vegna skoðana þeirra.

Ummælin lét þingmaðurinn falla þegar rætt var um frjálsa fjölmiðlun gagnvart ofurvaldi Ríkisútvarpsins. Þingmaðurinn telur ófært, að frjáls samkeppni fái að ríkja á fjölmiðlamarkaði, en skylda skuli alla borgara landsins til að greiða til RÚV. 

Spurning er hvort það eru ekki einmitt öfgamenn með skrýtnar jaðarskoðanir sem afneita frjálsu markaðshagkerfi og heimta að fólk borgi fyrir fjölmiðlun, sem það hefur engan áhuga á og stuðli þannig að fákeppni á fjölmiðlamarkaði. 

Í máli þingmannsins kom líka fram, að mikill meirihluti þjóðarinnar styddi Ríkisútvarpið og vildi hag þess  hinn mestan. Liggur fyrir einhver nýleg könnun á því. En sé svo er þá nokkuð vandamál að veita fólki fjölmiðlafrelsi? Þeir sem vilja greiða fyrir áskrift að RÚV geri það, en þeir sem hafa ekki áhuga á því verði þá lausir undan því oki. Miðað við þróun á fjölmiðlamarkaði er það þá ekki hið eðlilega en frávikin skrýtnar jaðarskoðanir.

Er ekki valfrelsi, frjáls samkeppni og lýðræði það sem almennt er talið hefðbundnar skoðanir í lýðræðisþjóðfélagi? Sé svo þá má spyrja hvort að þingmaðurinn hafi ekki verið að sneiða að sjálfum sér þegar hann talar um öfgamenn með skrýtnar sérskoðanir.

En þó svo sé, þá á slíkt fólk eins og Guðmundur Andri Þórsson sama rétt og aðrir til að halda fram sínum sérskoðunum hversu svo galnar sem einhverjum öðrum kann að finnast þær og reyna að vinna þeim fylgi með lýðræðislegum hætti. Mikið ósköp væri æskilegt að Samfylkingarfólk færi að tileinka sér þessar grunnhugmyndir lýðræðisins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Flestir vilja að ríkið eigi ríkisútvarp;

en það er ekki þar með sagt að það sé á réttri leið í dag.

78% af dagskránni á rúv er bara innihaldslaus vitleyisgangur.

Spurningin er hvort að almenningur þurfi ekki að hafa val um eitthvað hjá ruv, hvort sem að útvarpsstjorinn yrði kosinn af almenningi á 4 ára fresti, að almenningur gæti valið um einhverjar þáttaraðir til sýningar fyrifram með kosningum.

Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 26.9.2018 kl. 09:31

2 identicon

Jón, af hverju kallarðu G. Andra Þórsson? Veistu ekki að hann sonur Thors Vilhjálmssonar rithöfundar? Nafn hans var aldrei borið fram sem Þór, enda var hann barnabarn Thors Jensen.

Og meðan ég man, þá heitir franska skopblaðið sem ráðist var á Charlie Hebdo, ekki Hedbo eins og þú skrifar alltaf. Þetta er stytting á Hebdomadaire=vikublað. Orðið kemur úr grísku, en Frakkar sækja talsvert þangað; hebdomas=vika.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 19:41

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt Samfylkingunni og skoðanabræðrum þeirra er lýðræði það sama og valdboð.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2018 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst allt í lagi að þeir sem vilja hafa ríkisútvarp hafi það og greiði til þess. Einnig að ríkið geri þjónustusamning við þá stofnun um öryggistengda þjónustu og menningartengda og það sama ætti að eiga við um aðra fjölmiðla og við sem viljum hafa frelsi getum þá greitt til RÚV eða sótt fjölmiðlun annað og þá sleptt að borga til RÚV. Ég er ekki að tala um neitt annað en valfrelsi borgarans Jón minn góður. 

Jón Magnússon, 26.9.2018 kl. 23:06

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hélt satt að segja að hann kallaði sig það sjálfur af því að hann vill vera svo alþýðlegur. Ef það er rangt þá er sjálfsagt að taka tillit til þess. 

Varðandi Charlie Hebdoe þá er sú athugasemd þín algjörlega réttmætt. Biðst forláts á þessu. Skal reyna að muna það næst þegar ég nefni það fyrrum merka tímarit Charlie Hebdoe.

Jón Magnússon, 26.9.2018 kl. 23:08

6 Smámynd: Jón Magnússon

Góður Þorsteinn og þeir færast stöðugt í aukana með einokun á rétthugsun og pólitísku nýmáli. Þeir eru að líkjast gömlu arfakóngunum meira og meira. "Vér einir vitum."

Jón Magnússon, 26.9.2018 kl. 23:10

7 identicon

Mér finnst alltaf skrítið að verið sé að fetta fingur ut i jaðarskoðanir, þvi nær allar framfarir og stórstígar jakvæðar breytingar í lífi mannskepnunnar, hefur alltaf byrjað sem jaðarskoðun og alla jafna mætt mikilli mótstöðu ráðandi afla i þjóðfélaginu, enda oft ógnað bæði valdi og fjárhagslegum yfirburðum þeirra sem eru “mainstreem”. 

Hér áður kölluðu vinstri menn slíkar skoðanir róttækar og vildu gjarna kalla sig róttæklinga og kölluðu andstæðinga sinna jaðarskoðana argasta íhald og eða auðvaldssinna  

Öðru Vísi mér áður brá  

Brynjólfur Hauksson (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 12:08

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í mínum huga snýst málið mest um stefnu/dagskrárval

útvarpsstjórans (ábyrgð hans er mikil)

frekar en að stofnun yrði seld á einu bretti

til einhverra kapítalista.

Aðal spurningin ætti að vera hvort að sitjandi menntamálaráðherra sé 100% sátt við stefnu rúv?

Ef ekki hverju myndi menntamálaráðherra vilja breyta í stefnu rúv?

Jón Þórhallsson, 27.9.2018 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 883
  • Sl. viku: 2426
  • Frá upphafi: 2293977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2206
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband