Leita í fréttum mbl.is

Dauðans alvara þegar fréttamiðlar stunda hatursáróður.

Varla hefur liðið sá frétttími í fjölmörgum fréttamiðlum í henni Ameríku án þess að andskotast væri út í Donald Trump og allt sem hann gerir og stendur fyrir. Garmurinn hann Ketill íslenska Ríkisútvarpið hefur fylgt dyggilega eftir þessum hatursáróðri, sem nú er farinn að taka á sig hættulega,  grafalvarlega og andlýðræðislega mynd.

Fyrir nokkru var Ted Cruz öldungardeildarþingmaður frá Texas, sem var helsti andstæðingur Trump í forkosningum Repúblikana fyrir síðustu kosningar á veitingastað ásamt konu sinni þegar hópur fólks veittist að þeim fyrir það eitt, að Ted Cruz hafði greitt atkvæði með staðfestingu dómarans Brett Kavanaugh í embætti Hæstaréttardómara. Hjónin þurftu á vernd lögreglu að halda þegar þau yfirgáfu veitingastaðinn. 

Öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Maine í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur orðið fyrir ítrekuðu aðkasti undanfarið vegna þess að hún greiddi líka atkvæði með staðfestingu Brett Kavanaugh Hæstaréttardómara. Veitingahúsakeðja í Texas hefur hætt að kaupa skelfisk frá Maine og segist gera það til að refsa fylkinu fyrir að hafa Senator sem greiðir atkvæði með þessum hætti.

Ekki nóg með það. Öldungardeildarþingmaðurinn frá Maine, Susan Collins hefur fengið hótanir og í gær var lögreglan kvödd að heimili hennar í öryggisskyni vegna haturspósta og grunsamlegra sendinga.

Þessi tvö dæmi er það nýjasta af röð þess, sem að öfgafullir Demókratar hafa staðið fyrir, þar sem þeir hika ekki við að ráðast að fólki sem hefur aðrar skoðanir. Þessir Demókratar virða ekki það sjónarmið sem talsmenn lýðræðis, lýðfrelsis og hugmyndafræði upplýsingaaldarinnar færa fram um að allar skoðanir skipti máli og fólk hafi rétt til að tjá skoðanir sínar hversu vitlausar sem okkur þykja þær þó vera. 

Þegar vikið er frá þessu grundvallaratriði réttarríkisins og fasisminn tekur völdin og krest þess að fólki verði refsað vegna skoðana sinna þá er hætta á ferðum í lýðræðisríki. 

Sök þess fólks sem staðfesti tilnefningu Brett Kavanaugh í embætti Hæstaréttardómara var að greiða atkvæði með því að óumdeilanlega mjög hæfur lögfræðingur með óaðfinnanlegan feril sem dómari settist í Hæstarétt Bandaríkjanna. 

Demókratarnir veitast að fólki sem greiddi þessum hæfa dómara atkvæði sitt vegna þess að það hafnaði honum ekki vegna ósannaðara og upploginna saka sem á hann voru bornar.

Forusta Demókrataflokksins ætti að fordæma þetta athæfi öfgafullra flokkssystkina sinna og Ríkisútvarpið á Íslandi ætti að sjá sóma sinn í að flytja sannar hlutlægar fréttir af því sem gerist án þess að setja fram dóma. Væri e.t.v. ekki við hæfi að kalla þessa öfgafullu Demókrata sem hér er á minnst, "öfgavinstri" fólk. Það hugtak virðist ekki til á fréttastofu RÚV en "öfgahægri" að jafnaði fjórum sinnum í viku eða oftar. 

Það er dauðans alvara í orðsins fyllstu merkingu að vera í pólitík ef fréttamiðlar og skoðanafasistarnir hvaðan sem þeir koma heimila einstaklingum ekki að fylgja sannfæringu sinni án þess að þeir eigi það á hættu að vera úthrópaðir og hvatt til árása á þá vegna skoðana þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir allt það sem fram kemur í þessari grein þinni, Jón Magnússon!

Jón Valur Jensson, 17.10.2018 kl. 18:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Yfirvegaður og góður pistill. Athyglisvert að öll þau fúkyrði  sem dembt er yfir Trump á íslenskum síðum, óopinberum sem í fréttum þykja í lagi. Enda er það víst í samræmi við bandarískar réttarvenjur að svívirðingum um forsetann sé ekki hægt að mótmæla því þær tilheyri starfina að þola.

Halldór Jónsson, 19.10.2018 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.3.): 142
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 1064
  • Frá upphafi: 1496494

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband