Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra boðar lakari lífskjör

Á fundi VG og verkalýðshreyfingarinnar í dag var athyglisvert að heyra, að forsætisráðherra segir að hagvaxtarstefnan sé að líða undir lok og horfa þyrfti til jafnvægis umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Þá sagði forsætisráðherra að við gerð kjarasamninga þyrfti að hafa í huga hvernig ætti að takast á við loftslagsbreytingar.

Boðskapur forsætisráðherra er athyglisverður. Boðuð eru versnandi lífskjör og efnahagskerfinu sem hefur bætt lífskjörin hvar sem er í heiminum er hafnað. Hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og hagvaxtar er úrelt að mati forsætisráðherra. Nú skal takast á við loftslagsbreytingar og launþegar verða að axla ábyrgð á því og þola versnandi lífskjör þar sem að hagvaxtarstefnan hefur runnið sitt skeið á enda. 

Í fréttum af fundinum kemur ekki fram hvernig verkalýðsleiðtogarnir tóku þessum heimspekilegu vangaveltum forsætisráðherra, en miðað við það sem sagt er af ræðu formanns Eflingar þá rímar hún ekki við stöðnunarhjal forsætisráðherra. Sólveig sagði að samið yrðu um krónur og aura og af sjálfu leiðir að fleiri krónur og aurar koma ekki í launaumslag launþega nema fylgt sé stefnu hagvaxtar. Svo einfalt er það. 

Vinstri Græn þurfa að útfæra þá stefnu sem er að taka við af hagvaxtarstefnunni að mati formanns þeirra. Einkum verður  fróðlegt að fá að vita með hvaða hætti VG sér að hægt sé að bæta stöðu fólksins í landinu með stefnu stöðunar, minnkandi framleiðslu, auknum sköttum og ríkisstyrktu grænu hagkerfi. 

Fróðlegt væri einnig að fá að vita hvort verkalýðsleiðtogunum, sem hlustuðu á þennan boðskap forsætisráðherra hafi fundið einhvern samhljóm með skoðunum hennar og séu tilbúnir til að sætta sig við að félagsmenn þeirra þurfi að búa sig undir versnandi lífskjör í framtíðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jón og þarfur og góður pistill.

Hitt er svo annað mál, hvort þeir sem ættu

að lesa hann, lesa hann.?

Það virðist því miður, að hvað sem almúganum

finnst, þá er eins og það komi þessu fólki á

Þingi ekkert við. Það er eins og það lesi ekki

fréttir og er alltaf jafn hissa þegar þeim er bent

á þau ömurleg heit sem margi þurfa að búa við.

Þetta á við alla stjórnmála-embættis stéttina

eins og hún leggur sig. Nýjasta nýtt, er svo

þessi fáránlega hótun fjármálaráðherra með

mengun og loftlagsbreytingar..??

Er maðurinn að grínast, svo vægt sé til

orða tekið..?? Veit hann ekki að budda Jóns

og Gunnu, hefur ekki efni á einkabílstjóra

fram og til baka úr vinnu.??

Ekkert smá spor í því að lækka kolefnisspor okkar

ráðherra ef þeir færu á eigin vegum ef ekki á

hjólum í vinnuna. Sýnið þá frumkvæði, en ekki

ætlast endalaust til þess að aðrir geri það.

Fáránlegasta við þetta allt saman, er svo útreikningur

þeirra, sem styðja skattníðingstefnu umhvefissinna.

Íslendingum er deilt í fjölda þeirra fluga sem

staldra hér við í skiptiflugum, og útkoman verður þannig

að við þær kenningar sem þeir/þau nota, þá verður

Ísland einn mesti umhverfissóði í Evrópu.!!

Hvernig væri að deila í fjölda þeirra farþega sem

hér fara um..?? Það er stór munur á rúmum

2 milljónum og 350.000

Hentar bara  ekki rétttrúnaðinum.

Með þeirra reikningsaðferð, þá verður jafnframt fljótlega,

talin flug yfir Ísland til að réttlæta þessa endemis vitleysu.

Algjör snilld þeirra sem endilega vilja auka á,

og gera tilvist þeirra verst stöddu að helvíti.

Hvenær ætlar þetta fólk sem á Alþingi setur, að

gera sér grein fyrir því, að við erum bara rúmar

350.000 hræður sem búar hér, og það á eyju sem

vindar blása svo hratt að allur mælikvarði fyrir þessa

endemisvitleysu gengur aldrei upp.

Eitt gos, og allar mælingar farnar fjandas til.

Nær væri fyrir Bjarna, konungs afskrifta, að hjálpa einu

sinni Jón og Gunnu, sem eru að borga þær afskriftir

sem hans ætt fékk. Jafnframt að hætta að nota þennan óþverra

sem rétttrúnaðurinn lifir á í dag, með mengun og

kolefnisspor, bara til að réttlæta hærri skatta svo

hægt sé að fjölga í hringleikahúsi fáránleikans

við Austurvöll með aukningu á aðstoðarmönnum.

Svei öllu þessu fólki. Það er ekki að þjóna

hagsmunum almennings.

Svo einfallt er það.

 

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2018 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 2291582

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband