Leita í fréttum mbl.is

Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?

Hér á landi hefur þess verið vandlega gætt, að engin umræða fari fram um samning Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn og innflytjendur, sem stendur til að undirrita í Marrakech í Marokkó 10-11 desember n.k. 

Upprunalega var skilgreiningin á hugtakinu flóttamaður, einstaklingur sem var ofsóttur persónulega í heimalandi sínu. Síðan var skilgreiningin rýmkuð þannig að hún náði til allra sem flýja undan stríði þó þeir búi ekki á átakasvæðum.

Nú ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma á enn rýmri skilgreiningu hvað varðar réttindi fólks og möguleika til að setjast að þess vegna á Íslandi. 

Samningur Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga "Global Compact for Safe,Orderly and Regular Migration" fjallar m.a. um skuldbindingar ríkja til að taka við innflytjendum og ekki verður annað séð þegar samningurinn er lesinn, að Vesturlönd verði að vera reiðubúin til að taka á móti milljónum velferðar innflytjenda þ.e.a.s. fólk sem vill koma til þess að fá betri lífskjör. Reynt er til hins ítrasta að þurrka út mun á þeim sem eru ofsóttir persónulega í heimalandi sínu, flóttamenn frá stríðshrjáðum ríkjum og velferðarinnflytjendum.

Í löndum þar sem umræða hefur verið um samninginn hefur það verið fært fram af stuðningsmönnum hans, að hann sé ekki bindandi að lögum, en það er ekki nema að hluta til rétt. Þegar ríkisstjórnin hefur skrifað undir samninginn þá gildir hann varðandi lögfræðilegt mat og skilgreiningar og meðferð dómstóla í málefnum innflytjenda. 

Samningurinn er athyglisverður m.a. fyrir þá sök, að ekki er með einum eða neinum hætti vikið að þeim vandamálum sem þessar skuldbindingar valda ríkjum sem taka við innflytjendum. Samningurinn fjallar nánast eingöngu um þær skuldbindingar sem við þurfum að taka á okkur með því að opna landamærin fyrir innflytjendum. 

Þessi samningur er gerður af fólki sem aldrei hefur verið kjörið í lýðræðislegum kosningum. Samningurinn var síðan til umræðu á ráðstefnu í New York árið 2016 og þá áttu þjóðkjörnir fulltrúar að sjálfsögðu að beita sér fyrir lýðræðislegri umræðu um hann. En um samninginn hefur verið þagað þunnu hljóði í einshverskonar hópeflisatferli stjórnmálaelítunnar nánast allsstaðar. En þar sem hann hefur komið til umræðu hefur það leitt til þess að þjóðirnar hafa ákveðið að samþykkja  hann ekki. 

Bandaríkin munu ekki samþykkja samninginn og segja hann brjóta gegn fullveldisrétti Bandaríkjanna. Til upplýsingar fyrir þá,sem halda að þarna hafi Donald Trump ráðið ferðinni þá er það misskilningur það er almenn samstaða um þessa afstöðu. Á það má líka minna að fyrir nokkru sagði helsti andstæðingur hans Hillary Clinton að Evrópa þyrfti að herða reglur til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjöldainnflutning fólks til Evrópu. 

Í framhaldi af því að við samþykktum ein vitlausustu lög sem er að finna í heiminum varðandi réttindi útlendinga jókst straumur velferðarfarþega hingað til lands og stjórnvöld varast sem mest má vera að gefa upp réttan kostnað vegna þess. Ljóst má þó vera að aukningin er slík að það kostar á annan tug milljarða að taka á móti fólki, sem flest hefur engan rétt til að  koma hingað eða vera hér. Þær flóðgáttir munu opnast enn frekar verði samningurinn undirritaður í Marokkó í desember n.k. 

Ég er lýðræðissinni og tel það miklu skipta að öll þau mál sem varða þjóðina fái eðlilega lýðræðislega umfjöllun, en sé ekki smyglað bakdyramegin inn í löggjöfina og skattgreiðendur sitji síðan uppi með aukna skattbyrði og þjóðin með skerta velferð.

Þess vegna er það krafa lýðræðissinna, að íslenska ríkisstjórnin skrifi ekki undir innflytjendasamning Sameinuðu þjóðanna í desember n.k. heldur beiti sér fyrir víðtækri lýðræðislegri umræðu um málið þar sem fólkið fái að segja til um það hvort það vill þetta eða ekki. 

Nú þegar hafa fjölmörg þjóðlönd lýst því yfir að þau muni ekki undirrita samningin þ.á.m. Bandaríkin, Sviss, Ástralía, Pólland, Króatía, Ungverjaland, Austurríki og Tékkland svo nokkur séu nefnd. Í Þýskalandi og Danmörku hefur málið verið tekið til umræðu þó ríkisstjórnir þeirra landa hafi reynt að þegja málið í hel. 

Nú er spurningin sú hvort við íslendingar ætlum sem þjóð að afsala okkur fullveldisrétti hvað varðar það hverjum við tökum á móti og teljum að eigi rétt til að koma til landsins og búa hér eða stöndum sem sjálfstæð þjóð og höfnum því að framselja fullveldið í þessum málum til forustufólks Sameinuðu þjóðanna, sem aldrei hefur verið kjörið af íslensku þjóðinni til að annast um íslensk málefni eða fullveldisrétt Íslands. 

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að afgreiða þetta mál án allrar umræðu og án þess að Alþingi hafi fjallað ítarlega um málið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Skrifi Guðlaugur Þór undir téð gögn hlýtur það að vera á ábyrgð hans og allra ráðherra þessarar ríkisstjórnar að taka á móti "flóttamönnum" sem koma í leit að betri kjörum, hýsa það og fæða. Launahækkanir sem þau hafa fengið ætti að hjálpa þeim til þess arna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.11.2018 kl. 11:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    • Vonandi gerir hún það ekki,en mikið eigum við ykkur að þakka sem fylgist með lymskulegri þöggun þessarar einkennilegusamansettu ríkisstjórn. 

    Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2018 kl. 17:13

    3 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Þakka þér mjög góðan, upplýsandi pistilinn, Jón.

    Ítölsk stjórnvöld hafna því að samþykkja þetta nema þingið geri það fyrst.

    Danski þjóðarflokkurinn neitar að styðja fjárlögin ef ríkisstjórnin keyrir á að samþykkja þennan samning.

    Eistland er búið að hafna þessu, sem og Króatía.

    Okkar eigin ríkisstjórn myndi endanlega sanna það að hún er í bandi Brusselvaldsins, ef hún skrifar upp á þessa lönguvitleysu.

    Jón Valur Jensson, 28.11.2018 kl. 20:00

    4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Þakka góða grein Jón Magnús son og þakka að láta okkur vita en eins og þú sagðir þá hefir þessu verið haldið leyndu fyrir okkur þegnunum. Þetta lýsir enn og aftur hrossakaupum Alþingis eins og kom fram í þessar hræðileg upptöku sem allir vita um þar sjást hrossakaup alþingis í hnotskurn.

    Valdimar Samúelsson, 29.11.2018 kl. 12:47

    5 Smámynd: Tryggvi Helgason

    Þetta mál, að Ísland taki þátt í þessum Marokkó fundi Sameinuðu Þjóðanna, er þess eðlis, að það verður að koma í veg fyrir þetta. Að samþykkja þetta þýðir það sama og það, að Ísland missi sjálfstæði sitt, missi öll tök á sínum eigin landamærum, og neyðist til þess að hleypa ótakmörkuðu flæði múslima inn í landið.

    Þarna verður að grípa inn í, ... þetta verður að stöðva. Ísland verður að segja sig frá þessum Marokkó fundi Sameinuðu Þjóðanna, og taka alls ekki þátt í þessum fundi.

    Nú á 100 ára afmæli fullveldis íslendsku þjóðarinnar, þá verður ríkisstjórnin og Alþingi að bregðast við, og taka á þessu máli með óskorað fullveldi þjóðarinnar að leiðarljósi.

    Framtíð Íslands og fullveldi, verður að vera sett framar öllu öðru. Stöndum öll með sjálfstæði og fullveldi Íslands, á sjálfu aldar afmæli fullveldis hinnar íslendsku þjóðar.

    Tryggvi Helgason, 2.12.2018 kl. 02:13

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Jón Magnússon
    Jón Magnússon

    Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

     

    Eldri færslur

    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.4.): 1146
    • Sl. sólarhring: 1148
    • Sl. viku: 1560
    • Frá upphafi: 2292936

    Annað

    • Innlit í dag: 1043
    • Innlit sl. viku: 1415
    • Gestir í dag: 993
    • IP-tölur í dag: 968

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband