Leita í fréttum mbl.is

Varast ber presta og lögfrćđinga

Svo mjög hefur löggjafarstarfsemi Alţingis ţróast í áranna rás, ađ forseti ţingsins telur heillavćnlegast ţegar upp koma meintar misgjörđir samţingmanna hans, ađ setja máliđ í nefnd. Klausturmáliđ svokallađa hefur legiđ ţungt á forsetanum og hefur hann fariđ mikinn í vandlćtingu sinni. 

Samhljómur virđist um ţađ međal ráđandi afla á löggjafarţinginu ađ velja ţá helst til nefndarstarfa,sem lítt kunna skil á lögum, en hafa lesiđ sér meira til í miđaldasiđfrćđi. Lögfrćđingar, prestar eđa lćknar eru ţví ekki tćkir í nefndina enda kunna ţeir vart skil á ţví ađ mati forseta, međ hvađa hćtti ber ađ haga sér í meetoo ţjóđfélagi 21.aldarinnar

Forseti löggjafarţingsins telur auk heldur, ađ allt önnur sjónarmiđ en lög landsins eigi ađ gilda ţegar fjalla skal um meintar ávirđingar samţingmanna hans. 

Forsetinn hefur góđa reynslu af ţví ađ siđfrćđingar skili honum ţeirri niđurstöđu sem hann helst óskar sbr. siđanefndina sem starfađi í skjóli rannsóknarnefndar Alţingis. Ađrir ćttu ađ hafa ţá nefnd, sem víti til varnađar, til ađ komast hjá ţví, ađ ţjóđfélagiđ hverfist um sleggjudóma, vanţekkingu og vanhugsađar ályktanir.

Svo mjög hefur menningu vorri og siđum fleytt fram síđustu 2000 árin, ađ nú skulu siđfrćđingar fjalla um meintar ávirđingar fólks, en ekki dómarar og ekki prestar.

Lögfrćđingar og dómarar eru varhugaverđir ţví ađ ţeir mundu leggja lagalegt mat á máliđ ţađ gengur ekki fyrir löggjafarţig ađ skipa slíkt fólk til nefndarstarfa, ţví hér skal ekki fariđ ađ lögum.

Prestarnir eru enn varhugaverđari ţví ađ ţeir gćtu lagt áherslu á kristilegan kćrleiksanda, sem svífur ekki beinlínis yfir umrćđum og áherslum Alţingis Íslendinga.  Verst vćri ţó, ef geistlegir nefndarmenn mundu komast ađ niđurstöđu, sem vćri í samrćmi viđ 1-6 vers,sjötta kapítula Galatabréfs Páls postula. Slík kristileg niđurstađa yrđi forseta Alţingis síst ađ skapi. 

Upphaf fyrsta vers kapítulans hljóđar svo: Brćđur. Ef einhver  misgjörđ kann ađ henda mann, ţá leiđréttiđ ţér sem andlegir eruđ ţann mann međ hógvćrđ.

Skyldi engin andlegur mađur sitja á Alţingi?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 926
  • Frá upphafi: 1550386

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband