Leita í fréttum mbl.is

Hryllingurinn í Venesúela

Talið er að tvö börn séu drepin á hverri klukkustund í Venesúela.  Fólk leitar að mat í ruslahaugum, verðlag tvöfaldast í hverjum mánuði og þúsundir flýja á hverjum degi frá landinu,sem var auðugasta land í Suður-Ameríku. Lífskjör í landinu eru nú álíka og í Bangla-Desh í Asíu eða lýðveldinu Kongó í Afríku.

Hrunið og ógnaröldin í Venesúela er mesti manngerði hryllingurinn í heiminum í dag. 

Vinstri menn um allan heim fögnuðu þegar sósíalistastjórnin komst til valda í Venesúela og byrjað var að þjóðnýta fyrirtæki. M.a. lofaði Jeremy Corbyn formaður breska Verkamannaflokksins þessa Paradís sósíalismans.

Nú tæpum tveim áratugum síðar er sósíalisminn í Venesúela gjaldþrota með gríðarlegum mannlegum hörmungum. Kosningar eru falsaðar, öryggislögreglan og herinn berjast gegn borgurum landsins til að tryggja völd einræðisstjórnar sósíalista.

Þetta er að gerast fyrir augum heimsins í dag. Enn ein staðfesting þess,sem Margaret Thatcher sagði að sósíalisminn gengi aldrei því að fyrr eða síðar væru sósíalistarnir búnir með peninga annarra.

Maduro forseti í Venesúela hefur tryggt sér völd m.a. með því að bera fé á æðstu stjórnendur hersins, en spurningin er hvað herinn gerir þegar hermennirnir fá ekki lengur nóg að borða.

Þrátt fyrir að sósíalismi hafi verið reyndur í mörgum löndum við mismunandi aðstæður þá er niðurstaðan alltaf sú sama. Lífskjör versna, fólk er svipt frelsi og býr við ógnarstjórn og fangelsanir. Einu kosningarnar sem fólk getur tekið þátt í er að kjósa með fótunum þ.e. flýja land.

Þrátt fyrir þetta er alltaf til fólk sem heldur að þessi stefna geti fært þjóðum hamingju og velsæld. Nú síðast hefur þessu fyrirbrigði skotið upp kollinum á Íslandi í holdgervi Gunnars Smára Egilssonar og formanns Eflingar og meðreiðarfólks hennar.

Sósíalistar víða að úr heiminum hafa í gegn um tíðina farið til landa þar sem sósíalisminn hefur verið reyndur til að hjálpa til við uppbyggingu hans. Íslenskir sósíalistar og kommúnistar fóru  til Sovétríkjanna um og fyrir miðja síðustu öld og síðar til ýmissa kommúnistaríkja Austur-Evrópu. Þeir fóru til Kúbu til að vinna kauplaust á ökrum landsins og áfram má telja.

Einu sósíalistaríkin sem standa sig efnahagslega eru þau sósíalistaríki, sem hafa afnumið sósíalismann að öllu leyti nema í orði. Lönd eins og t.d. alþýðulýðveldið Kína.

Seint á síðustu öld reyndi Mitterand að framkvæma nútímalegan sósíalisma í Frakklandi eins og það hét, en hann hafði þó það vit og framsýni, að snúa þjóðarskútunni í 180 gráður þegar ljóst var að hún stefndi á efnahagslegt sker.

Samt koma alltaf nýir liðsmenn við hugsjón, sem gengur hvergi nema á pappírnum. Hugsjón sem hefur kostað fleira fólk lífið en fasisminn og nasisminn samanlagt, en þar fara raunar náskyldir heildarhyggjuflokkar ríkishyggjunnar.

Á sama tíma og tvö börn eru drepin í Venesúela á hverri klukkustund eru sósíalistar hvergi að skrifa um það á twitter, fésbók eða öðrum alþýðumiðlum. Á sama tíma koma hundruð hatursyrði og fordæmingar daglega í garð Ísrael vegna þess að palestínst barn skuli hafa dáið sem er oft fordæmanlegt, en gerist á stundum vegna þess að foreldrar þeirra hata Ísraelsmenn meira en þeir elska börnin sín. Barnamorðin sem eru afleiðingar af ógnarstjórninni í Venesúela fanga hins vegar ekki huga þessa fólks. Viljandi sér það ekki og heyrir ekki um þann sannleika sem blasir allsstaðar við um sósíalismann.

Allir nágrannar Venesúela, Bandaríkin og Kanada svo og mörg Evrópulönd hafa fordæmt ástandið í Venesúela og gefið ríkisstjórninni falleinkun og lýst stuðningi við leiðtoga andstæðinga sósíalistanna. En aldrei þessu vant er Ísland ekki með. Gæti það verið vegna þess, að Vinstri grænir geti ekki hugsað sér að fordæma sósíalistastjórnina í Venesúela og dæma hana af verkum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var einkennilegt að hlusta á frétt RÚV í kvöld af ástandi mála í Venesúela. Staðhæft var að efnahagsvandi landsins væri einungis til kominn af lækkun olíuverðs. Einnig var staðhæft að stjórnvöld gætu lítið gert til að rétta efnahaginn af. Ég hef sjaldan heyrt jafn gróflega logið í fréttatíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2019 kl. 21:05

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2229452/

(Þar sem orðið Trump er notað í heimsfréttunum um Venezúela, ætti að vera, stjórnsýslan, stórfyrirtækin, New World Order, Federal Reserve sem er í eigu erlendra aðila, ekki Bandaríkjanna. Jg)

... Sú staðreynd að stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar, sýnir greinilega, að þeir hafa ekki áhuga á lýðræði. Þeir hafa aðeins eitt markmið, að koma Maduro forseta frá, og taka völdin. Einkavæða  eignir Ríkisins, einkum kolvetni (jarðolíu og gas) og afhenda það til alþjóðlegra fyrirtækja, aðallega bandarískra, og ná tekjunum frá fólkinu í Venesuela. Þannig ver þetta áður en Chavez forseti tók fyrirtækin eignarnámi. Erlendu fyrirtækin, flest frá Norður-Ameríku, skiluðu engum skattekjum í Venesúela. "...

Egilsstaðir, 25.01.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.1.2019 kl. 21:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Svo sannarlega hefurðu hér lög að mæla, Jón Magnússon! Þetta er hinn bitri sannleikur um sósíalismann, sem einnig ég (ólíkt þér) lét á táningsárunum glepjast, af áróðri, til að aðhyllast, en losnaði undan hugmyndafræði-fargi þess Marxisma í tæka tíð. Aðrir ganga hins vegar enn með það steinbarn í maganum, og enn er Svandís Svavarsdóttir að boða hér stefnu Leníns og Magnúsar Kjartanssonar : "frjálsar" fóstureyðingar fyrir konur, án allra takmarkana og allt inn í sjötta mánuð meðgöngu!!! Og hverja fær hún í lið með sér? Sigurð Inga og Lilju Alfreðsdóttur og sjálfan okkar af sér gengna Sjálfstæðisflokk, flokkinn okkar sem VAR, fremur en ER, enda grasrótin að týnast og happdrætti flokksins fyrir bí, nú er sjálftakan úr ríkissjóði komin í staðinn, eins og það sé hið sjálfsagðasta mál að skekkja þannig aðstöðu nýrra flokka til að berjast gegn gamla bákninu.

En vitaskuld er kapítalismi ótal sinnum betri en sósíalismi í framkvæmd, eins og þú sýndir hér nógsamlega fram á,

Og frábærlega eftirtektarverðar þessar tvær lokasetningar þínar í greininni.

Jón Valur Jensson, 26.1.2019 kl. 05:01

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þorsteinn fréttastofa RÚV er svo ótrúlega mikið pólitísk að þetta kemur ekki á óvart. 

Jón Magnússon, 26.1.2019 kl. 13:22

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón Valur. 

Jón Magnússon, 26.1.2019 kl. 13:22

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við segju ekki að ef einhver segir satt, þá hljóti hann að vera sósíalisti.

 

Hægri og vinstri Akademisk trú, er það að trúa á þrívíðann efnisheim og tíma?

 

Við sem kölluðum okkur ef til vill sósíalista á yngri árum, sem þá þýddi að við trúðum ekki á sköpun, heldur þróun, trúðum ekki á Guð, heldur einhverja tilviljun.

 

Þetta var trú dagsins, nústaðreynda, vísinda trú, og þeir sem flögguðu henni gátu borið höfuðið hátt, þeir voru sko menntaðir.

 

Þá voru Hitler og Músolíni national sósíalistar, Stalín og Maó voru kommúnistar, sósíalistar til vinstri.

 

Þessi sósíalista trú, Akademiska trú, trúði því að hún væri með sannleikann, og beitti sannleikanum óspart.

 

Sósíalistarnir drápu svona 100 til 130 milljónir manna eða meira, allt eftir Akademísku trúnni. (óviss tala) 

 

Ef til vill er þessi tala en þá hærri.

 

Einhversstaðar sá ég að Djengis Kan, hefði drepið fleiri en Hitler, Stalí og Maó drápu til samans.

 

 

Egilsstaðir, 26.01.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.1.2019 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 926
  • Frá upphafi: 1550386

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband