Leita í fréttum mbl.is

Fréttin bakvið fréttina

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar greint frá því að hersveitir  "stríðsherrans" Khalifa Haftar hershöfðingja sæki að Trípolí höfuðborg Líbýu og berðjist gegn löglegri ríkisstjórn landsins. Þessi frétt er eins röng og misvísandi og mest má vera. 

Ríkisstjórninni í Trípolí var komið á fót fyrir 3 árum með aðstoð Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Hún hefur ekkert lýðræðislegt umboð. Henni var ætlað að koma á friði og lýðræði. Það hefur henni gjörsamlega mistekist. Íslamskir öfga- og glæpahópar, sem fá m.a. tekjur af því að selja Afríkubúum (svonefndum flóttamönnum) far til Evrópu, hafa hreiðrað um sig í Trípolí. Stjórnun fjármála og viðskipta er í ólestri. Kílómetra langar biðraðir við banka og víðar bera því glöggt vitni.

Íslamískar vígasveitir ráða því hvaða upplýsingar erlent fjölmiðlafólk fær og þær stjórna mikilvægum ráðuneytum ríkisstjórnarinnar m.a. leyniþjónustu og öryggismálum. Kílómetra löngu biðraðirnar eru því aldrei sýndar á fréttamiðlum.

Dæmi um völd og áhrif Íslamistanna á ríkisstjórnina er m.a. að bresk yfirvöld hafa ekki fengið framselda aðila sem tengjast hryðjuverkinu sem unnið var í Manchester þar sem mikill fjöldi fólks lét lífið, án þess þó að forsetafrú Íslands sæi ástæðu til að ganga um  höfuðkirkjur Manchesterborgar berfætt með höfuðklút í samúðarskyni við fórnarlömbin. 

Haftar hershöfðingi er höfuðandstæðingur Íslamskra öfga- og vígasveita í landinu og ástæða sóknar hans gegn Trípolí kemur til fyrst og fremst vegna þess að svokölluð ríkisstjórn landsins í vörslu vinstri sósíalistans Antonio Guterres framkvæmdastjóra SÞ hefur hvorki getu né vilja til að stemma stigu við þessum glæpahópum Íslamista. 

Haftar hershöfðingi hefur upprætt hópa Íslamista í suðurhluta Líbýu og telur nauðsyn bera til að ljúka nú þegar upplausnarástandi í landinu. Sú er ástæða sóknar hans gegn duglausri spilltri ríkisstjórn í Trípolí, sem stjórnar þó ekki einu sinni höfuðborginni nema að hluta.

Lýðræðisríki vesturlanda ættu að styðja baráttu Haftar hershöfðingja og vinna í samráði við hann að því að öryggi, festu og lýðræðisþróun verði komið á.

Af þessu tilefni sagði dáðlaus framkvæmdastjóri NATO,sósíalistinn Jens Stoltenberg "ég hef miklar áhyggjur" vegna ofbeldisins og hvatti alla hlutaðeigandi til að hætta bardögum. Mikill stuðningur það eða skilningur á vandanum.

Sama segir vinstri sósíalistinn Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem ber hvað mesta ábyrgð á innflytjendavandamálum Evrópu í seinni tíð.

Fjölmörg Arabaríki sem þekkja til óstjórnar og hryðjuverka Íslamista, skynja ástandið betur en sósalistarnir Guterres og Stoltenberg og styðja Haftar og hvetja hann til að ljúka því verki sem hann er byrjaður á.

Er ekki rétt að gefa sósíalistunum Stoltenberg og Guterres frí í bili og leyfa fólkinu í þessum heimshluta að koma á eðlilegri stjórnun og hrekja burt Íslamistana?

Fréttin bakvið fréttina er sú, að Haftar hershöfðingi sækir að höfuðborginni Trípolí til þess að koma dáðlausri spilltri ríkisstjórn og herflokkum Íslamista frá völdum til þess að koma á eðlilegu ástandi í Líbýu og þróun í átt til lýðræðis.

Hvað gengur Stoltenberg og Guterres til að vinna gegn því? Hvað gerist ef þeim tekst það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 449
  • Sl. sólarhring: 961
  • Sl. viku: 6193
  • Frá upphafi: 2277944

Annað

  • Innlit í dag: 422
  • Innlit sl. viku: 5728
  • Gestir í dag: 411
  • IP-tölur í dag: 401

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband