Leita í fréttum mbl.is

Ég má ekki ţú.

Fyrirbrigđi ţađ í fjölmiđlaheiminum, sem kallar sig Stundina birtir í gćr grein eftir ritstjórann ţar sem amast er viđ tjáningarfrelsi Douglas Murray ritstjóra "The Spectator" og ţeirra sem standa ađ ţví ađ hann tali á fundi í Kaldalóns sal Hörpu kl. 20 á fimmtudagskvöldiđ. En miđa á viđburđinn má kaupa í gegn um tix miđasölukerfiđ undir ađrir atburđir.  

Blađiđ fer rangt međ ţađ hverjir standa fyrir fundinumţ Ţađ rétta er, ađ  ţađ ţađ er félagiđ Tjáningarfrelsiđ, sem stendur líka ađ útgáfu bókar Douglas Murray í íslenskri ţýđingu og fundurinn er til ađ kynna bókina og gefa fólki tćkifćri til ađ spyrja höfundinn til ađ eđlileg skođanaskipti geti átt sér stađ. 

Douglas Murray er af Stundinni kallađur ný-íhaldsmađur eins og ţađ sé skammaryrđi, en hann er félagi í Íhaldsflokknum í Bretlandi. Ţeir sem sagđir eru standa fyrir fundinum eru kallađir ţjóđernissinnar. Var ekki alveg eins hćgt ađ segja föđurlandsvinir? Ţeir sem eru félagar í tjáningarfrelsinu hafa mismunandi skođanir til margra hluta og félagar tilheyra a.m.k.5 mismunandi stjórnmálaflokkum í landinu.

Hvađ sem ţessu líđur og rangfćrslum Stundarinnar, ţá er eitt athyglisvert. Ţetta blađ hefur stađiđ í málaferlum í meir en ár til ađ fá ađ birta illa fengin gögn frá Glitni og fariđ mikinn í fordćmingu á ţeim sem vildu ađ mati blađsins hefta tjáningarfrelsi ţess. Nú bregđur svo viđ, ţegar um er ađ rćđa skođanir sem eru blađinu ekki ţóknanlegar, ţá heimtar ritstjóri blađsins ađ ţćr skođanir fái ekki ađ heyrast. 

Til upplýsingar fyrir ađstandendur Stundarinnar ţá er lýđrćđiđ fyrir alla og tjáningarfrelsiđ líka? Ţannig lítur ţađ greinilega ekki út frá sjónarhóli Stundarinnar en skv. ţeim fjóshaug er tjáningarfrelsiđ bara fyrir Stundina og ţá sem hafa svipađar eđa sömu skođanir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig stendur á ţví ađ Lilja Alfređsdóttir leggur sig í líma ađ fá ríkisfé til ađ bjarga 50 milljóna gjaldţroti Kjarnans? Hvernig standa fjármál Stundarinnar? Skuldar hún ekkert? Hvar fást upplýsingar um ţađ?

Vćri ţađ ţá ekki í fyrsta sinn sem fjármál vćru í lagi hjá erkifeđgunum Jóni Trausta og Reyni?

Siđferđi er afstćtt Jón minn. Ţórhildur Sunna má kalla Ásmund Friđriks ţjóf á grundvelli tjéningarfrelsis síns. Ég má ekki segja álit mitt Á Ţórhildi Sunnu ţví ţá yrđi mér líklega stefnt fyrir meiđyrđi ţar sem hćgri menn njóta ekki tjáningarfrelsis um vinstri menn. 

Halldór Jónsson, 21.5.2019 kl. 15:00

2 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Grein Stundarinnar er skrítin. Murray er sakađur um kvenhatur og erkiíhaldsstefnu, en rótin ađ gagnrýni hans á Islam er einmitt fólgin í frjálslyndum viđhorfum hans.

Douglas Murray er hins vegar ekki ritstjóri Spectator. Hann skrifar aftur á móti í blađiđ. Ritstjórinn heitir Fraser Nelson.

Ţorsteinn Siglaugsson, 21.5.2019 kl. 19:28

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir örfáum árum hvarflađi ekki ađ nokkrum manni á Íslandi ađ reyna ađ koma í veg fyrir ađ fólk gćti sótt fundi og hlustađ á erindi. 

En ţá gerđist eitthvađ sem full ţörf er á ađ rannsaka. Fólk úr ýmsum róttćkum samtökum, ritstjórar og aktivistar reyndi ađ koma í veg fyrir ađ "sumir" fengju ađ halda erindi á Íslandi. Fólkiđ lagđi mikiđ á sig til ađ koma í veg fyrir ađ almenningur hlustađi á sama fólkiđ og gefur út bćkur og allir hafa ađgang ađ í bókabúđum og youtube, gćti hlustađ á sama fólkiđ í fundarsal á Íslandi. 

Af hverju? Vill ţađ banna bćkur og koma á allsherjar ritskođun á netinu? Annađ hvort er svariđ já eđa nei. Mig grunar ađ svariđ sé ekki já, heldur sé ţetta erlend hefndarađgerđ.

Hverjir svara kallinu? Hverjir láta sig hafa út í slíka vitleysu, ađ koma í veg fyrir fundi, sem nota bene á sér engin fordćmi á íslandi? Sem engin hefđ er fyrir og engin pólitísk hreyfing hefur nokkru sinnu stutt?

Líkleg skýring á ţessu óíslenska athćfi er ađ fólkiđ sem ţiggur "hjálp" frá einhverjum gjöfulum en hefnigjörnum sponsor sé ađ ţakka fyrir sig.  

Benedikt Halldórsson, 21.5.2019 kl. 21:22

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Oriđ popúlismi er vinsćlt ađ nota í meiningunni rangar skođanir. Hafir ţú svo rangar skođanir er bein tenging ţar yfir í fasisma og jafnvel nasisma, rasisma og fóbíur ímisskonar. 

Borgin fékk um daginn 400 milljóna styrk frá ESB til "rannsókna" á popúlisma. Tvćr manneskjur á vegum hennar sjá um verkefniđ ţótt ekki sé borgin rannsóknarstofnun per se. Hvađ ţessar rannsóknir eiga ađ fyrirstilla er óljóst. Eins hvađ gert verđur međ niđurstöđuna. Útekt á röngum skođunum er ekki lítiđ djobb. 

Á sama tíma er ESB ađ ráđast "til baráttu gegn popúlisma og falsfréttum. Falsfréttir ţá oftast ćrlegur sannleikur sem undanskilinn er málfrelsi. Popúlistarnir eru "andstćđinga ESB" eins og ţeir orđa ţađ. Andstćđingar eru sjálfkrafa međ rangar skođanir neikvćđ skrif um sambandiđ falsfréttir.

Ekki hefur veriđ minnst einu orđi á alvöru falsfréttir sem vinstriliggjandi fjölmiđlar jusu út í tvö ár um ađ Trump vćri rússnenskur agent. Ţótt ţađ hafi veriđ hrakiđ međ ítarlegri og hlutlausri rannsókn fyrir 40milljón dollara ţá hafa menn ekki látiđ af enn.

Orwell hlýtur ađ snúa sér viđ í gröfinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2019 kl. 23:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 1234
  • Sl. viku: 1556
  • Frá upphafi: 2293024

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1413
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband