Leita í fréttum mbl.is

Vel hæfur fyrrum viðskiptaráðherra og spámaður í föðurlandi

Nefndin til að meta hæfi umsækjenda um störf Seðlabankastjóra er skipuð með miklum endemum. Bankaráðsmaður í Landsbankanum situr í nefndinni sem áður hefur verið bent á. Annar nefndarmaður er bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands og á að dæma um hæfi sambankaráðsmanns síns Gylfa Magnússonar fyrrum ráðherra. 

Í áliti þessarar sérkennilega skipuðu hæfisnefndar, sem sýnir slappa stjórnsýslu í landinu eru fjórir einstaklingar taldir vel hæfir og hæfari en hinir umsækjendurnir. 

Einn þeirra vel hæfu er bankaráðsmaðurinn í Seðlabankanum Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra skv. umsögn og áliti sambankaráðsmanns síns. 

Það kemur nokkuð á óvart að hæfisnefndin skuli komast að þeirri niðurstöðu að Gylfi Magnússon sé vel hæfur til að vera Seðlabankastjóri þegar afskipti hans af opinberum málum til nokkurs tíma eru skoðuð. 

Í fyrsta lagi gaf Gylfi Magnússon mjög ógætilegar yfirlýsingar fyrir bankahrun, sem voru til þess fallnar að gert yrði áhlaup á viðskiptabankana. 

Í öðru lagi gerði viðskiptanefnd Alþingis undir forsæti Lilju Mósesdóttur alvarlegar athugasemdir og bar  Gylfa Magnússon þá viðskiptaráðherra þungum sökum í nóvember 2009 vegna þess að ekki hefði verið farið að lögum um endurskipulagningu fyrirtækja.

Í þriðja lagi fullyrti Gylfi að efnahagur þjóðarinnar mundi verða rústir einar ef Ísland samþykkti ekki fyrstu drög Icesave samningsins og sagði þá þau fleygu orð, að Ísland yrði þá Kúba norðursins.

Í fjórða lagi hafði Gylfi þá viðskiptaráðherra engan viðbúnað vegna gengislána þó að fyrir lægi lögfræðiálit í ráðuneyti hans frá 2009 um að gengislánin kynnu að vera ólögmæt.

Í fimmta lagi gerði Gylfi þá viðskiptaráðherra samráðherrum sínum ekki grein fyrir hugsanlegu ólögmæti gengislánana, leitaði ekki til Neytendastofu með málið eða aflaði sjálfstæðs lögfræðiálits eða hafði uppi nokkurn viðbúnað vegna þess sem að síðar varð að veruleika. 

Í fimmta lagi gaf Gylfi þá viðskiptaráðherra Alþingi rangar upplýsingar um gengislánin og svaraði fyirispurn þar að lútandi með röngum hætti. Þannig gaf Gylfi Alþingi rangar upplýsingar og sagði ekki satt.

Í framhaldi af því þurfti Gylfi að segja af sér sem viðskiptaráðherra.

Vegir hæfisnefndarinnar og ályktanir um afburðahæfi, hæfi og vanhæfi eru greinilega byggðar á sérstæðum forsendum fyrst framantalin atriði í ferilsskrá umsækjenda skipta engu máli varðandi mat nefndarinnar á hæfi.  

Það skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í sjöunda lagi stóð hann vandræðalega á gati þegar hann sem þáverandi viðskiptaráðherra var spurður á borgarafundi í Iðnó um gengislánin, hvernig tiltekin fyrirtæki sem voru meðal þeirra sem veittu flest slík lán hefðu getað komist upp með það þrátt fyrir að skorta beinlínis heimildir til þess að eiga viðskipti með gengisbundna pappíra samkvæmt starfsleyfum sínum frá Fjármálaeftirlitinu.

Er svo núna talinn hæfur til að stjórna stofnun sem á að taka við verkefnum Fjármálaeftirlitsins.

Hvað er það eiginlega annað en rökleysa???

Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2019 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 1682
  • Frá upphafi: 2291572

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1510
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband