Leita í fréttum mbl.is

Falsfréttir. Ekki fréttir og hálfsagðar fréttir

Fáir fréttamiðlar eru eins natnir við að tína allt til, sem getur orðið Donald Trump Bandaríkjaforseta til ófrægjingar og fréttastofa RÚV. Donald hefur verið fastur liður í nánast öllum fréttatímum stofnunarinnar síðustu 3 árin.

Fréttastofa RÚV hefur sagt ítarlegar fréttir af ummælum sendiherra Breta í Washington um að Trump væri óhæfur og hann hefði sagt upp samningi við Íran til að ná sér niðri á Obama. Auk þess hafa sérstakir fréttaskýringaþættir verið um málið. 

Samt er bara hálf sagan sögð. Fréttin er því í besta falli hálfsannleikur og gefur ekki fullnægjandi yfirlit um það sem um ræðir. 

Þess er t.d. ekki getið að það var kosningaloforð Trump að segja upp samningnum við Íran. Þá er ekki sagt frá því, að umræddur fyrrum sendiherra Breta var eindregið á móti því að samningnum við Írani yrði sagt upp. Sendiherrann gekkst fyrir fundum auk annarra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að Trump segði samningnum upp. Vissulega atriði sem skiptir máli þegar fjallað er um málið. Fréttastofu RÚV sást yfir þessar staðreyndir bæði í fréttum og fréttaskýringum, sem og afstöðu sendiherrans í Brexit málum, sem skipta máli þar sem Donald hefur blandað sér heldur betur í þau mál.

Hvað veldur því að ekki er getið um jafn mikilvæg atriði í fréttunum? Í besta falli er það vegna þess að fréttamennirnir sem vinna fréttina eru ekki starfi sínu vaxnir og kynna sér ekki staðreyndir. Hinsvegar getur komið til að viðkomandi fréttamenn þegi vísvitandi um staðreyndir. En þá eru þeir í pólitík en ekki í fréttamennsku.  

Uppljóstranir um skrif sendiherrans eru fyrst og fremst fréttnæm fyrir þá sök, að þær sýna hve langt opinber starfsmaður er tilbúinn að ganga þegar hann er í pólitískri andstöðu við viðkomandi þjóðhöfðingja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

RÚV er hætt að ganga fram af mér.Hvenær sem ég les eða heyri þar eitthvað um Trump geng ég útfrá því að það sé í besta falli skrumskæld frétt ef ekki bara hrein lygi

Halldór Jónsson, 16.7.2019 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband