Leita í fréttum mbl.is

Öryggisráðið.

Nýr utanríkisráðherra mun berjast fyrir því að íslendingar fái kjörinn fulltrúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Til hvers vita bara innvígðir og innmúraðir stjórnmálamenn. Þá segist hún ekki ætla að fjölga sendiráðum. Það er út af fyrir sig. En var ekki spurningin um að fækka þeim? Er bruðlið ekki orðið nógu víðfemt í utanríkisþjónustunni. Þá er spurning hvort formaður Samfylkingarinnar ætlar að styðja það að NATO verði áfram í Afghanistan og íslenskir "friðargæslumenn" verði þar áfram. NATO var og á að vera varnarbandalag og dugði vel sem slíkt meðan það hélt sér innan þeirra marka.

En hvað segir utanríkisráðherra sem hefur marsérað undir kjörorðinu Ísland úr NATO og hvað með listann um viljugu ríkin sem eru siðferðilegur stuðningur við innrásina í Írak. Er það í lagi núna?

Fróðlegt að vita hvað Samfylkingarfólk segir um nýa stefnu flokksins í utanríkismálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki spyr ég að. Þeim finnst gaman að eyða peningum. Búin að hlakka svo lengi til að komast í ríkisstjórn.

Sigurður Þórðarson, 29.5.2007 kl. 01:15

2 identicon

Það er út af fyrir sig ...hvað? Í lagi eða ekki í lagi Jón minn?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 11:27

3 identicon

Þetta með að komast í öryggisráðið er náttúrulega út í hött. En mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga.

Hvað viltu gera gagnvart Afghanistan? Þar er möguleiki á framförum þar með núverandi aðgerðum. Viltu yfirgefa landið og leyfa öfgaöflunum og stríðsherrunum að ná aftur stjórnartaumunum?

Varðandi Írak. Hefur þú einhverjar hugmyndir um að bæta fyrir skaðann sem Íslendingar hafa unnið þar? Svíar hleyptu inn 35.000 flóttamönnum eftir fyrri Flóabardaga. Hvernig væri að Íslendingar tækju við 1.000 Írökum núna?

Þú hefur boðið Ómari Ragnarssyni til samstarfs. Hvernig viltu skaffa olíu fyrir ferðamálahugmyndirnar hans? Frá Súdan, Nígeríu, Íran, Írak?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 13:42

4 identicon

Við í Samtökum hernaðarandstæðinga, sem beitum okkur gegn hernaðartilburðum á Íslandi eða í nafni Íslands, spurðum einmitt flokkana um afstöðu þeirra til mála eins og Íslensku friðargæslunnar nú fyrir kosningarnar. Því miður bárust okkur ekki svör frá Frjálslynda flokknum. Ef þú hefur tíma, Jón, væri fróðlegt að vita hvernig þú svarar þessum spurningum. Þær, ásamt svörum fjögurra stjórnmálahreyfinga við þeim, má finna á vefsíðunni okkar (http://fridur.is/).

Haukur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:06

5 identicon

Afsakiði en

Ég vil spyrja þig á móti Haukur. Hvers vegna í ósköpunum auglýsið þið kökusölu til styrktar glæpagengisnu sem barðist um Ungdomshuset á fridur.is?

http://fridur.is/2007/03/11/froðleg-mynd/

Nú er hamingjusamlega komin ný stjórn hér í Svíþjóð sem er opnari gagnvart inngöngu í NATÓ til að geta tekið ábyrgari afstöðu til friðsamlegra verkefna eins og uppbyggingarinnar í Afghanistan. Vona að Íslendingar fari sömu leið.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:23

6 identicon

Sæll, Gaui. Gaman að þú skulir hafa skoðað vefinn okkar. Það er nú aðallega Andspyrna sem er með þessar heimildamyndir og selur veitingar en við sjáum fyrir húsnæði. Ég sá ekki nema brot úr þessari mynd og veit lítið um málið svo að ég er sennilega ekki heppilegasti maðurinn til að svara þér. Ekki held ég þó að 'glæpagengi' sé besta orðið til að lýsa þessu fólki .

Haukur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:24

7 identicon

Þarna bar klaufskan mig ofurliði og ég sendi athugasemdina áður en ég hafði lokið við hana. Ég ætlaði að bæta við að bloggið hans Jóns er sennilega ekki besti vettvangurinn fyrir umræðu um heimildamyndir sýndar í Friðarhúsi en ég svara glaður tölvupósti.

Haukur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:29

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju er verið að tala um íslenzkan móral yfir því að hafa stutt innrásina í Írak ? Breytir það einhverju núna ? Við stóðum að þessu og okkar kjörnu fulltrúar samþykktu þetta. Við verðum að standa við ábyrgðina, hún fer ekki neitt.

Innrásin sjálf og borgarastríðið núna eru óskyldir hlutir. Ef ekki væri fyrir trúarvingl Írakana sjálfra, þá væri allt komið í lag í því landi. Því miður hefur þetta fólk sannað að því hæfa ekki annarskonar stjórnendur en Saddam, sem hélt þessu öllu niðri með  meiri villimennsku. 

 Og Saddam var í rauninni alls ekki ómerkur maður í alla staði. Hann gerði margt fyrir landið á fyrri árum sínum og bætti hag fjöldans á margan hátt.  Hann var hinsvegar auli í utanríkismálum eins og Hitler og líklega of auðtrúa þegar hann hélt að hann gæti treyst á Kanann í stríði gegn Iran. ég held að þeir hefðu betur sett hann aftur til valda heldur en að hengja hann.

Nú eru múllarnir í Iran að búa til kjarnorkubombur handa okkur villutrúarmönnum. Ef við gerum ekkert þá verða þeir með þær klárar innan tíðar. Eftir því sem maður telur sig vita um mentalítet Khomeinis og hans legáta, þá efast fáir um að þeir skirrist lengi við að nota þær. Klerkarnir  eru einskonar börn með eldspýtur á benzínstöð. Það verður óþolandi fyrir Vesturlönd  að vita af þeim með þetta undir höndum.  Því finnst mér ekki ólíklegt að Íslendingar verði beðnir um að samþykkja árás á Íran innan tíðar. Hvað gerum við þá ?

Mér finnst það afleit hugmynda að gæla  við að taka við flóttamönnum frá þessum músímaríkjum.  Við höfum nákvæmlega ekkert við slíkt fólk að gera hérna í okkar þjóðfélagi. Mér sýnist vera ærið ógert hjá okkur í sjálfstjórn þó að þetta kæmi ekki til. 

Hvað myndu Súnníar og Sjítar halda lengi friðinn á Íslandi ? Eða halda menn að þúsundir af þessu fólki hérlendis færi umsvifalaust að lesa þjóðleg fræði á íslenzku ?

Halldór Jónsson, 2.6.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1691
  • Frá upphafi: 2291581

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1518
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband