Leita í fréttum mbl.is

Þingið og fólkið

Í nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stórblaðið "The Daily Telegraph" kemur fram, að 54% kjósenda í Bretlandi styðja áform forsætisráðherra landsins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyrir að þingmenn stoppi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 

Í þessari sömu skoðanakönnun kom einnig fram, að níu af hverjum 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sambandi við almenning í landinu og 89% telja að flestir þingmenn virði ekki óskir kjósenda sinna en fari sínu fram í Brexit málum. 

Það er skaðlegt þegar fulltrúalýðræðið er komið á það stig, að meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna. Afleiðing þess er sú, að fólkið á ekki annann kost en að velja sér nýja fulltrúa eða flokka, sem það telur líklega til að samsama sig með því.

Fróðlegt væri að fá sambærilega könnun á Íslandi um afstöðu fólks til þingmanna og hvort það telji að þingmenn og/eða stjórnmálaflokkar virði skoðanir kjósenda sinna. Þetta væri einkar fróðleg könnun einmitt nú þegar til stendur að troða Orkupakka 3 upp á þjóðina þvert á vilja stórs hluta kjósenda. 

Þingmenn eru ekki bundnir af vilja kjósenda og eiga að fara sínu fram skv. eigin samvisku. En lýðræðið felst ekki bara í kosningum á 4 ára fresti. Lýðræðið felst m.a. í því að tekið sé tillit til vilja fólksins í landinu enda sækja þingmenn vald sitt til þess. þegar á það skortir myndast gjá á milli þings og þjóðar eins og nú í Bretlandi og slíkt er alltaf skaðlegt fyrir lýðræðið. 

Til að tryggja virkt lýðræði er m.a. þessvegna mikilvægt að ákveðnar reglur séu til um að ákveðinn minni hluti þjóðþingins og/eða ákveðinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Í Sviss þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði í meir en 100 ár,liggur fyrir að þar sem þjóðina og þingið hefur greint á, þá hefur í ljósi sögunnar komið fram að þjóðin hafði undantekningalaust rétt fyrir sér en þingið ekki. Það sama gerðist hér í Icesave málinu. 

Má þá ekki ágætu þingmenn sýna lýðræðinu þá virðingu að spyrja kjósendur um það hvort þeir vilji samþykkja Orkupakka 3 eða ekki í stað þess að troða því ofan í kjósendur hvað svo sem þeir vilja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Til að tryggja virkt lýðræði er m.a. þessvegna mikilvægt að ákveðnar reglur séu til um að ákveðinn minni hluti þjóðþingins og/eða ákveðinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Í Sviss þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði í meir en 100 ár,liggur fyrir að þar sem þjóðina og þingið hefur greint á, þá hefur í ljósi sögunnar komið fram að þjóðin hafði undantekningalaust rétt fyrir sér en þingið ekki. Það sama gerðist hér í Icesave málinu. 

Má þá ekki ágætu þingmenn sýna lýðræðinu þá virðingu að spyrja kjósendur um það hvort þeir vilji samþykkja Orkupakka 3 eða ekki í stað þess að troða því ofan í kjósendur hvað svo sem þeir vilja?"

Þarn er vel mælt vinur Jón.

Telurðu líkur á því Jón að þetta náist einhvern tímann í gegn? Eru fulltrúarnir yfirleitt lýðræðislega sinnaðir þegar þeir eru komnir inn í öruggt skjól Þinghússins? Þú ættir að vita það hafandi verið þar sjálfur:

 

Halldór Jónsson, 15.8.2019 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband