Leita í fréttum mbl.is

Evrópskur lífsstíll hvað er það?

Ursula von der Leyen tekur við forsetaembætti Evrópusambandsins í lok október n.k. Hún hefur þegar hafið undirbúning og m.a. skipað Margaritis Schinas til að gæta að því að vernda evrópskan lífstíl. Evrópskur lífsstíll hefur leitt til mestu framfara,frelsis,mannréttinda sem í heiminum og bestu lífskjara. 

Skoðað í þessu ljósi er fátt eðlilegra en að gæta og vernda þann lífsstíl og hugmyndafræði, sem skóp þessi bestu lífskjör á jörðinni. En svo er ekki. Jean Claude Juncker sem fljótlega lætur af embætti forseta Evrópusambandsins, gagnrýnir eftirmann sinn heiftarlega fyrir að vilja með þessu segja að innflytjendur séu ógn við evrópskan lífsstíl og fer eins nálægt því að kalla Ursulu fasista án þess að gera það. En það eru aðrir í hans hópi sem gera það og leggja hart að henni að breyta stöðuheiti viðkomandi embættismanns. Evrópskur lífsstíll er eitur í beinum þess fólks.

Þegar stöðuheiti "til verndar evrópskum lífsstíl" er talið mjög móðgandi og vísi til andtöðu við innflytjendur og sé í raun kynþáttahyggja og fasismi þá er heldur betur um að ræða sérkennilega hluti. Af hverju má ekki vernda evrópskan lífsstíl. Er arabískur lífsstíll kynþáttahyggja og fasismi eða kínverskur, indverskur eða japanskur. Sennilega mundi engum í Kína, Japan,Indlandi eða Arabíu halda því fram. En Evrópa er greinilega annað mál.

Af hverju  má ekki vernda það frjálslyndi og víðsýni sem hefur gert Evrópu að fremstu álfu veraldar. Hvernig í ósköpum getur það verið fasismi eða anstaða við innflytjendur þegar t.d. það er skoðað að það er engin álfa í heiminum sem tekur við eins mörgum innflytjendum og sem fólk sækist eins mikið að komast til.

Eigum við ekki að vaðveita það sem best er í heiminum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekkert að því að tileinka sér erlendar stefnur og strauma EF AÐ ÞÆR LEIÐA TIL FRAMÞRÓUNAR  FYRIR OKKAR SAMFELAG.

En það þarfað greina kjarnann frá hisminu.

Kristni, skátar, jóga og karate eru dæmi um erlend áhrif sem að gætu leitt til framþróunar fyrir okkar samfélag.

Múslimasiðir og brasilískar gaypride-göngur eru t.d. skref afturábak í  allri mannlegri þróun og leiða til hnignunar á okkar samfélagi.

Jón Þórhallsson, 13.9.2019 kl. 10:22

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég er sammála þér, við vorum að gera eitthvað gott en virðist sem við séum að gera verra í dag sem endar eflaust ekki vel fyrir afkomendur okkar.

En það virðist sem margir haldi að sósíalismi sé það sem leysi öll vandamál heimsins, en virðast hafa gleymt því að það verður alltaf svo mikið mannfall, 100milljónir í Sovíet, 45 mílljónir í kína

Emil Þór Emilsson, 13.9.2019 kl. 14:30

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við þurfum nú alltaf að gera greinarmun á 

YFIRVEGUÐUM JAFNAÐARMANNA-FLOKKUM Á NORÐURLÖNDUNUNM 

og svo sovjet, kína og þriðja-heimslöndum.

Jón Þórhallsson, 13.9.2019 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 513
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6257
  • Frá upphafi: 2278008

Annað

  • Innlit í dag: 467
  • Innlit sl. viku: 5773
  • Gestir í dag: 453
  • IP-tölur í dag: 441

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband