Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt einelti RÚV gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni

Áhugi fréttstofu Ríkisútvarpsins og þess vegna krakkafrétta á því að koma ákveðnum áróðursboðskap á framfæri verður stöðugt meira áberandi. En það er ekki bara áróður á hugmyndafræðilegum grundvelli sem heltekur þess fréttaveitu. Fréttastofan mismunar fólki eftir skoðunum og leggur einstaka einstaklinga í einelti. Um þessar mundir og síðustu misseri hefur krossferð RÚV gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrum forsætisráðherra verið áberandi.

Sá sem þetta ritar er ekki stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og hefur aldrei verið en það breytir því ekki að málefnalega hefur Sigmundur Davíð oft borið af í pólitískri umræðu og verið óhræddur við að taka fyrir málefni sem eru andstæð hugmyndum samræmdra skoðana meginstefnu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þessvegna telur fréttastofa RÚV sér skylt að leggja þennan stjórnmálamann í pólitískt einelti. Svona skoðanir eru skaðlegar, þegar kemur að þeim pólitísku trúarbrögðum, sem einkennir um margt fréttaveituna sbr. t.d. málefni ólöglegra innflytjenda og meinta hamfarahlýnun.

Í gær setti þessi fréttastofa nýtt met í furðulegheitum og tilraunum til að koma höggi á stjórnmálamann:

Fyrir nokkrum dögum varaði Petteri Taalas yfirmaður alþjóða veðurfræðistofnunanarinnar (WMO)við öfgafólki í umræðunni um loftslagsmál. Hann nefndi sem dæmi sænska unglinginn Gretu Thunberg, Al Gore o.fl. sem segja að hamfarahlýnun sé í gangi. Hann hefði eins getað nefn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Það skiptir RÚV engu máli. RÚV fannst engin ástæða til að minnast á, að Katrín Jakobsdóttir er í þeim hópi, sem Taalas skilgreinir í umfjöllun sinni sem öfgafólk í loftlagsmálum. Af einhverjum ástæðum fór það alveg framhjá fréttaveitunni.

Eftir að sótt hafði verið að Taalas þá birti hann viðbótaryfirlýsingu þar sem segir að hann styðji loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hann telji að hluti af hlýnun undanfarinna ára sé af mannavöldum. Þessi yfirlýsing varð tilefni til þess, að RÚV birti frétt, þar sem vísað var til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði í raun farið með fleipur eitt þegar hann í þingræðu vísaði til ummæla Taalas.

Fréttastofan gekk svo langt að spyrja Taalas beint að því hvort að þessi málflutningur Sigmundar væri ekki algjör afbökun á því sem hann hefði sagt. Taalas gerði sér greinilega grein fyrir því hverskonar viðundur í líki fréttafólks það voru sem spurðu með þessum hætti og svaraði af hógværð, að hann fylgdist ekki náið með umræðum á Alþingi. 

Í frétt RÚV er samt sem áður látið að því liggja að Sigmundur Davíð hafi snúið út úr orðum Taalas og farið með fleipur í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi.

Skoðum það nánar:

Taalas sagði m.a.að veðurfræðingar væru alvöru vísindamenn og væru orðnir þreyttir á dómsdagsspámönnum í loftslagsmálum eins og Gretu Thunberg og Al Gore og hann nefndi fleiri til. Ef svo hefði viljað til að hann hefði fylgst með umræðum á Alþingi þá hefði hann vafalaut bætt Katrínu Jakobsdóttur við. Þessu til viðbótar sagði hann að spár væru túlkaðar til að þjóna þeiri bókstafstrú sem öfgafólkið aðhylltist og spár og útreikningar varðandi loftslagshlýnun væru ekki nógu nákvæmar.

Allt það sem Taalas sagði hefði því átt að vera efni í frétt hlutlægrar fréttastofu um það, að umræðan um loftslagsmál væri orðin öfgakennd og röng og gera grein fyrir því hvers vegna þessi vísindamaður lýsir því yfir. Jafnvel að fá Katrínu Jakobsdóttur í viðtal vegna ummæla Taalas. En nei það passaði ekki inn í pólitíska öfgatrú forsvarsmanna fréttastofunnar. Þess í stað var reynt að koma höggi á pólitískan andstæðing fréttastofunnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir það eitt að greina frá ummælum Taalas.

Þessi vinnubrögð eru vægast sagt ógeðfelld í lýðræðisríki, þar sem þessi fréttaveita er kostuð af skattfé landsmanna og ber skv. lögum að gæta hlutlægrar framsetningar á fréttum.

Hvað mundi fólk segja ef lögreglan mundi haga sér með svipuðum hætti gagnvart borgurum þessa lands, að leggja suma stjórnmálamenn í einelti eins og fréttastofa RÚV gerir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

OMEGA, sjónvarpsstöð, gefur sig ekki út fyrir
að vera neitt annað: trúboðsstöð.

Hvers vegna í ósköpunum fer RÚV, útvarp og sjónvarp,
ekki beint á fjárlög sem lífsskoðunarfélag?

Það er áhyggjuefni hvað varðar Sigmund Davíð að
svo virðist sem fleiri en einn til þessa dags hafi
lifibrauð af því einu að koma honum út úr íslenskum
stjórnmálum í eitt skipti fyrir öll.

Bestu þökk fyrir þennan frábæra pistil þinn.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 12:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Húsari. Þetta er góð ábending um RÚV sem lífsskoðunarfélag.

Jón Magnússon, 14.9.2019 kl. 13:17

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Seljum RUV málið leyst, væri það ekki fullkomin kaldhæðni ef SDG myndi kaupa RUV ? :)

Emil Þór Emilsson, 14.9.2019 kl. 14:19

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir góðan pistil, Jón.

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2019 kl. 19:21

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir að nenna að skrifa þennan pistil. Í mörg ár hefur RÚV gengið fram af fólki. Það líður varla sá dagur að þeir verði sér ekki til skammar. En RÚV laðar til sín fólk sem notar stofnunina sem er allra landsmanna til áróðurs fyrir ákveðin öfl sem mikill meirihluti fólks er andsnúin. 

Benedikt Halldórsson, 14.9.2019 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 790
  • Sl. sólarhring: 810
  • Sl. viku: 1204
  • Frá upphafi: 2292580

Annað

  • Innlit í dag: 714
  • Innlit sl. viku: 1086
  • Gestir í dag: 680
  • IP-tölur í dag: 668

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband