Leita í fréttum mbl.is

Líkt hafast menn að.

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku yfirvöld í þáverandi Sovétríkjum upp á því að senda stjórnarandstæðinga á geðveikrahæli. Það vakti ekki eins mikla eftirtekt og þegar þau voru send í hinar alræmdu fangabúðir kommúnista í Gúlaginu. Auðveldara var síðan fyrir stjórnvöld að bregðast við ef gagnrýnin varð mikil eins og Tom Stoppard gerir svo einstaklega góð skil í leikriti sínu "Every good boy deserves favour." 

Nú hefur dómsmálaráðherra brugðist við eins og þeir í Sovét forðum með því, eftir að hafa kiknað í hnjáliðunum vegna mótmæla við dómsmálaráðuneytið, að láta stjórnvöld sem undir hana heyra senda ólöglegan innflytjenda á barna og ungliðageðdeild til þess eins og Sovétherrarnir forðum að komast hjá gagnrýni fyrir lagabrot. 

Skyldi það fornkveðna eiga við að margt sé líkt með skyldum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Einstaklega ósmekkleg samlíking og þér til vansa.

FORNLEIFUR, 17.2.2020 kl. 10:47

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður hver að meta það fyrir sig Fornleifur. En óneitanlega er þetta svolítið skondið Fornleifur að kerfið skuli leysa vandamálin með sama hætti og þeir í Sovét forðum.

Jón Magnússon, 17.2.2020 kl. 11:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Get nú eiginlega ekki annað en tekið undir með síðuhafa. Þetta er í meira lagi undarlegt útspil unglingsins í Domsmálaráðuneytinu, en að sama skapi mjög þægilegur millileikur af hennar hálfu.

 Tvö inngrip í meðferð hælisumsókna á innan við einni viku, þvert á lagalegt umhverfi, af hendi dómsmálaráðherra, lítur ekki vel út. 

 Hvaða brottvísun ætli verði tekin fyrir á morgun og hvað gerir óharðnaði unglingurinn þá, með ´´cand jur´´ upp á vasann?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.2.2020 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 381
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 2767
  • Frá upphafi: 2294318

Annað

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 2524
  • Gestir í dag: 348
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband