Leita í fréttum mbl.is

Kynbundiđ ofbeldi eđa pólitískt samsćri?

Í gćr var Alex Salmond fyrrum fyrsti ráđherra Skotlands og ţáverandi formađur Skoska ţjóđarflokksins sýknađur af ákćrum um nauđgun, kynferđslegt áreiti og ósćmilega hegđun gagnvart konum. Saksóknari höfđađi máliđ gegn Salmond vegna meintra brota gagnvart 13 konum.

Ţađ tók kviđdóminn, sem var ađ meirihluta til skipađur konum, ekki langan tíma ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Salmond vćri ekki sekur um ţćr ávirđingar sem bornar voru á hann. 

Ţessi niđurstađa sýnir ein međ fleirum hversu svona mál eru vandmeđfarin og hversu auđvelt er ađ nota ávirđingar af ţessu tagi gagntvart mönnum,ekki síst ţeim sem eru í pólitík, ţó ţeir hafi ekkert til saka unniđ. Alex Salmond telur ađ málatilbúnađurinn gagnvart sér sé af pólitískum rótum runniđ og svo virđist sem mikiđ sé til í ţví.

Ţá sýna ţessi réttarhöld og niđurstađa ţeirra hversu glórulaus sú krafa öfgafemínista er, ađ ţeim mun fleiri konur sem komi fram og saki karlmann um kynferđislegt áreiti eđa eitthvađ ţađan af verra, ţá hljóti stađhćfingar ţeirra ađ vera réttar. 

Salmond var sýknađur af kröfum og ávirđingum 13 kvenna. Svo fjölmennur hópur hefđi samkvćmt kenningunni átt ađ vera yfirdrifinn til ađ Salmond yrđi dćmdur án laga og réttar. Sem betur fer lifum viđ í réttarríki og máliđ fékk eđlilega umfjöllun og í stađ sakfellingar almenningsálitsins kom sýknudómur hlutlauss dómstóls eftir ađ máliđ hafđi fengiđ eđlilega réttarfarslega umfjöllun.

Fyrir nokkrum árum gerđi Donald Trump tillögu um ađ Brett Kavanaugh yrđi skipađur Hćstaréttardómari í Bandaríkjunum. Ţá kom fram kona ađ nafni Christine Blasey Ford og sakađi hann um kynferđislega áreitni. Fljótlega bćttust fleiri konur í hópinn. Öfgafemmínistar og Demókratar settu ţá fram ţá kenningu,ađ ţegar margar konur ásökuđu mann um ósćmilega kynferđislega hegđun ţá skyldi taka ţađ sem heilögum sannleik. Rannsókn lögreglu sýndi hinsvegar fram á, ađ ávirđingarnar á hendur Brett Kavanaugh voru gjörsamlega tilhćfulausar. Algjör tilbúningur. Ţćr voru settar fram til ađ koma höggi á hann og ađ sjálfsögđu Trump í pólitískum tilgangi.

Í báđum tilvikum urđu ţeir Brett Kavanaugh og Alex Salmond fyrir verulegum persónulegum álitshnekki,áđur en ţeir gátu sýnt fram á sakleysi sitt.

En síđan er hin hliđin á ţessu makalausa réttleysisfari, ţar sem menn geta átt ţađ á hćttu, sérstaklega ef ţeir eru áberandi, ađ vera stimplađir glćpamenn á samfélagsmiđlum án ţess ađ geta rönd viđ reist fyrr en síđar, ţó ekkert sannleikskorn sé í ávirđingunum.  Ţá er spurningin hvađa refsingu fá ţeir sem bera fram rangar sakir og valda fólki miklu tjóni og mannorđsmissi. Engar.

Á sama tíma og ţađ er og var mikilvćgt ađ vekja athygli á og bregđast viđ kynbundnu ofbeldi sem bitnar í yfirgnćfandi tilvika á konum og koma lögum yfir ţá sem gerast sekir um slíkt, ţá verđur samt alltaf ađ hafa í huga grunnreglur réttarríkisins og hvika ekki frá ţeim eins og öfgafemínistarnir hafa ţó ítrekađ krafist ađ verđi gert.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Resingaleysiđ fyrir ljúgvitni er undarlegt. Ţađ er varla hćgt ađ kalla ţetta annađ grundvallarglćp, sem vitađ er frá örófi ađ sundri ekki einungis lífi einstaklinga og ađstandenda, heldur samfélaginu. Af ţeirri ástćđu er ţetta 8. bođorđiđ í Biblíunni. Ţú skalt ekki bera ljúgvitni gagnvart náunga ţínum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2020 kl. 23:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

8. bođorđiđ talar ekki um ađ ţađ sé almennt bannađ ađ segja ósatt eđa ljúga, en ađ ljúga sök upp á ađra er ein af höfuđsyndunum. Ekki í nútima réttarríkinu ţó, nema í orđi, ef eitthvađ er.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2020 kl. 23:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţeim var ek verst er ek unna mest

Halldór Jónsson, 25.3.2020 kl. 00:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 916
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2293946

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband