Leita í fréttum mbl.is

Andlitsgrímur.

Austurríki skyldar fólk til að vera með andlitsgrímur í stórmörkuðum og í þýsku borginni Jena er skylt að vera með andlitsgrímur í búðum flugvélum, lestum og strætisvögnum. Tékkar, Slóvakar og Bosnia Herzegovinia ganga enn lengra og skylda fólk til að nota andlitsgrímur á almannafæri. 

Skv nýrri rannsókn sem Daily Telegraph vitnar til í dag kemur fram að noti fólk sem er sýkt af C-19 eða álíka veirum andlitsgrímu, þá dregur það verulega úr fjölda sýkinga sem berast út í andrúmsloftið.

Á sama tíma bendir þýskur sérfræðingur í veirufræðum prófessor Hendrik Streeck á, að það sé í lagi að fara á hárgreiðslustofu eða til rakara, Covid 19 smit berist ekki eins auðveldlega og fólk haldi.

Prófessor Streeck bendir á, eftir rannsókn á heimili sýktrar fjölskyldu hafi ekki verið hægt að finna lifandi C-19 veiru á neinu yfirborði m.a. símum og hurðarhúnum. Þá bendir hann á, að fyrsti C-19 smitaði Þjóðverjinn hafi smitað þá sem voru að borða með henni, en ekki aðra gesti í matsalnum eða á hótelinu. 

Hann segir að C-19 hafi dreifst á fótboltaleikjum,kúbbum og börum og ennfremur "Við vitum að það er ekki um snertismitun að ræða þegar fólk snertir hluti, heldur smitast fólk vegna nándar hvort við annað eins og t.d. á dansgólfinu, fótboltaleikju, skíðabrekkum og við hátíðarhöld.

Þetta tvennt er athyglisvert og hafi Streeck rétt fyrir sér eins og rannsóknir hans sýna, þá hefur spritt- og hanskanotkun sáralitla jafnvel enga þýðingu til að draga úr smiti, þó hvorutveggja stuðli að almennu hreinlæti.

Það er hinsvegar nánd fólks sem skiptir máli við útbreiðslu C-19. Tveggja metra fjarlægðin er því skynsamleg og til þess fallin að koma í veg fyrir smit. En þá skiptir máli líka, að fólk noti andlitsgrímur úti við til að forðast að dreifa smiti. 

Væri ekki eðlilegt að Veirutríóið tæki það til alvarlegrar skoðunar miðað við það sem komið hefur í ljós, að skylda fólk eða alla vega mæla með að fólk væri með andlitsgrímur í stórmörkuðum, almenningsfarartækju og við  ýmis önnur tækifæri.

Þó ég viðurkenni, að ákveðin hjarðhegðun sé nauðsynleg við aðstæður eins og þessar sbr. "ég hlýði Víði," þá er nauðsynlegt í lýðræðisríki að ræða hlutina og komast jafnan að bestu niðurstöðunni miðað við þekkingu okkar hverju sinni. Því enn gildir það, að mennirnir eru ekki Guðir og enginn er óskeikull.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 5802
  • Frá upphafi: 2277553

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 5364
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband