Leita í fréttum mbl.is

Leiðindi á pallborði stjórnmálanna.

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins segir í grein í Fréttablaðinu, að krafan um að hlutir séu skemmtilegir til að geta talist áhugaverðir sé meira nútímafyrirbrigði. Greinin heitir raunar pópúlismi eða alvörugefin pólitík, en þá má ætla, að greinarhöfundur telji pópúlismann skemmtilegann og andstæðu hans alvörugefna póitík.

Margir sem hafa fylgst hvað lengst með stjórnmálum eru sammála um að pólitíkin hafi verið til muna skemmtilegri þegar greinarhöfundur sat sjálfur á þingi, eða jafnvel fyrr. Sagan sýnir, að fjarri fer því að hægt sé að setja samasem merki á milli leiðinda og alvörugefinnar pólitíkur hvorki þá né síðar. Nægir að benda á Abraham Lincoln og Winston Churchill svo dæmi séu tekin af erlendum vettvangi.

Stjórnmálamennirnir Ólafur Thors, Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen voru alvörugefnir stjórnmálamenn og sinntu störfum sínum af gjörhygli. Samt voru þeir skemmtilegir og ræður þeirra leiftrandi. Sama má segja um Bjarna Benediktsson, sem með skarpri meitlaðri rökhyggju gerði andstæðinga sína iðulega hlægilega þegar hann sýndi fram á málefnasnautt gaspur þeirra. 

Samasemmerki á mill þess að vera skemmtilegur og vondur stjórnmálamaður eða leiðinlegur og góður stjórnmálamaður er ekki til staðar.

Margir forustumenn af vinstri vængnum, áður fyrr, voru miklir húmoristar. Því miður virðist húmorinn þó að mestu hafa yfirgefið þennan hóp stjórnmálamanna einkum þó og sér í lagi Samfylkinguna. Eini húmoristinn sem eitthvað hvað að í þeirra röðum Össur Skarphéðinsson er ekki lengur á þingi fyrir flokkinn, sem varð við það jafnleiðinlegasti stjórnmálalflokkur landsins. Systurflokkur Samfylkingarinnar, Viðreisn, sem greinarhöfundur þekkir vel til virðist ætla að feta dyggilega í fótspor Samfylkingarinnar að þessu leyti sem öðru.  

Ef illa fer í íslenskri pólitík þá gæti það orðið til myndunar  leiðinlegustu ríkisstjórnar í sögu landsins með atbeina Viðreisnar og Samfylkingar.

Guð forði okkur frá þeirri ógæfu og bið ég þó almættið afsökunar á því að leggja nafn þess hér við þvílíkan hégóma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn og aðrir gera ýmislegt til að ná athygli eða gera innkomu sína inn á sviðið eftirtektarverða einsog allir leikarar reyna að gera.

Mun erfiðara er samt að halda athyglinni og hefur sennilega aldrei verið eins erfitt og í dag  þegar allir eru með GSM við hendina.

Líkleglegast er sennilega til árangurs að þylja upp það sem fólk VILL heyra líkt og Spaugstofna gerði hér um árið

Grímur (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 16:05

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sjaldan hef ég betri pistil lesið, Jón Magnússon.

 Svei fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, sem aldrei virðist hafa verið Sjálfstæðismaður og gefur að öllu jöfnu skít í popúlisma, blessaður anginn. Yfirleitt á miðlum afsjálfstæðissinna. Hokinn í herðum af móttöku opinberra eftirlauna og bitlinga, sem yfirleitt gagnast þeim einum, sem runnu gegnum Alþingi og uppskera nú gulltryggða tékka frá hinu opinbera til dauðadags, óháð árangri, eða skemmtilegheitum. 

 Uppskafningur er það fyrsta sem mér dettur í hug, um þennan fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, en ég hef nú fram að þessu ekki verið talinn beittasti hnífurinn í skúffunni, svo álit mitt getur trauðla talist mikilsvert.

 Pistillinn snilld.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2020 kl. 00:23

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður hafa þingfréttir verði svo lélegar undanfarin ár Grímur, að fyrrverandi þingfréttaritari RÚV taldi það eina fréttnæmt af Alþingi þegar eitthvað kjánalegt upphlaup var í gangi eða einhver sagði rassgat eða annað álíka gáfulegt. Aldrei var sagt frá þingmannafrumvörpum óháð því hvað vel þau voru unnin eða annað. 

Jón Magnússon, 10.4.2020 kl. 11:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór. Þakka þér fyrir hrósið. En ég er ósáttur við það þegar menn gera lítið úr sjálfum sér og þú átt það ekki skilið ekki frekar en þá einkunargjöf sem þú gefur sjálfum þér. Ég hef ekki orðið var við annað en þú fylgist vel með og gerir alla vega að mínu viti mjög góðar athugasemdir 

Jón Magnússon, 10.4.2020 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 857
  • Sl. viku: 2443
  • Frá upphafi: 2293994

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 2223
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband