Leita í fréttum mbl.is

Hvað svo?

Í dag segir breska stórblaðið the Daily Telegraph, að bókanir í ferðir með skemmtiferðaskipum árið 2021 hafi tekið kipp þrátt fyrir hryllingssögur af skemmiferðaskipum í sóttkví vegna C-19. Áhugi fólks á ferðalögum í framtíðinni hefur því ekki minnkað. 

Við ættum því ekki að örvænta hvað varðar íslenska ferðaþjónustu.

Miklu skiptir hvernig heimurinn bregst við á næstunni. Athyglisvert er að sjá hvernig Hong Kong brást við. Hong Kong er í nágrenni við Guangdong í Kína,sem varð illa úti vegna C-19. Faraldurinn náði sér samt ekki á strik í Hong Kong. Einn fremsti veirusérfræðingur Þýskalands Alexander Kekulé bendir á, að þeir hafi byrjað að nota andlitsgrímur fljótlega eftir að fréttist af sjúkdómnum. Hann segir að þær skipti litlu máli úti, en innandyra skipti þær miklu máli. Vígorð hans er "Kein Held ohne Maske" enginn hetja sem er án grímu. 

Mikilvægt er að þjóðfélagið komist sem fyrst í eðlilegt horf, þó brýnt verði áfram fyrir áhættuhópa að gæta sín sérstaklega. Ríkisstjórnin verður að meta heildarhagsmuni í því sambandi og getur ekki endalaust framselt vald sitt til sérfræðinga á afmörkuðum sviðum. 

Af hverju leggja yfirvöld ekki áherslu á að nægt framboð sé af andlitsgrímum og skyldi fólk til að vera með þær t.d. í verslunum og leyfi rökurum og hárgreiðslumeisturum og fleiri þjónustustéttum að vinna vinnuna sína, en skylda þá og viðskiptavinina til að vera með andlitsgrímur meðan smithætta er enn fyrir hendi. 

Mikilvægt er að þjóðfélagið komist sem fyrst í samt lag. Krafa um að fólk sé með andlitsgrímur innandyra í fjölmenni er ekki of hátt verð fyrir það. 

En hvar fáum við fullnægjandi andlitsgrímur í dag? Er það e.t.v. yfirsjón af hálfu þeirra sem öllu ráða, að hafa ekki tryggt fólki nauðsynlegan aðgang að þeim?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Get nú ekki að því gert, en mér þykja útskýringar um tilgangsleysi andlitsgríma heldur léttvægar. Liggur við að okkur sé ætlað að trúa að þær séu verri en ekki neitt.

 Er ekki alveg að kaupa þetta. Vel má vera að skortur á grímunum sé ástæða þess að okkur er talin trú um þetta. Vissulega eiga hjúkrunarstéttir að ganga fyrir, en hvers vegna halda þeir sem allt vita best því að okkur, að frussvörnin í einni grímu hafi ekkert að segja? Þegar frussað er út í loftið, hnerra, hósta eða öðru, skiptir andlitsgríma þá engu? Er ekki alveg að ná þessu en ég er nú sennilega ekki sá eini sem ekki skilur, frekar en aðrar einfaldar sálir.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2020 kl. 02:23

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Thetta hefur ekkert med andlitsgrímur ad gera, nema ad littlu leyti.  Hong Kong lokadi á Kína, en fékk ekki ad loka öllum hlidum. Af theim sökum, slapp ekki Hong Kong alveg eins og their höfdu vonast til.

Hong Kong, eru ekki kommúnistar en thurfa ad búa vid yfirrád kommúnista sem reyna ad berja Hong Kong búa til hlýdni. En Hong Kong, vild gera eins og Taiwan ... Taiwan hefur farid best út úr thessu vegna thess ad their treystu ekki Kínverskum kommúnistum og lokudu á allt frá Kína ... strax.

En kommúnistar íslenskra dagblada, thar á medal moggin (hvad hefur komid yfir Davíd Oddson, ad predika kommúnisma beint eda óbeint?), hafa í öllum greinum sínum reynt ad hylma yfir thessari stadreynd. Ef Trump hefdi farid ad rádum CNN og annar fjölmidla Bandaríkjann, en ekki ad rádi Taiwan ... vaeru nú thegar, hundrudir thúsunda látnir í Bandaríkjunum. En Bandaríkin eru smitud af A-veirunni, sem er sama veira og var framleidd af Kínverska hernum ... en ekki stökkbreiting á henni, sem smitadi baedi Wuhan og Ítalíu.

Örn Einar Hansen, 14.4.2020 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 752
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband