Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Bandaríkin en ekki Belgía?

Á hverjum degi frá morgni til kvölds færa allar tiltækar fréttastofur okkur fréttir af Covid 19. Nokkra furðu vekur, að flestar eiga það sammerkt að tiltaka sérstaklega í hvert skipti hvað magir hafi smitast í Bandaríkjunum og hvað margir hafi dáið þar. Þessar ávirku fréttir virðast hafa þann tilgang, að koma því inn hjá fólki að ástandið í þessum málum sé verst í Bandaríkjunum og iðulega er vikið að því hver fari þar með æðstu stjórn mála og nánast sett samansem merki þar á milli. 

Er það svo að tölur séu ekki jafntiltækar frá öðrum löndum. Getur verið að dreifing C-19 sé meiri í Bandaríkjunum en annarsstaðar eða eitthvað sé sérstaklega fréttnæmt hvað varðar faraldurinn þar í landi. Eftir því sem næst verður komist þá er ekkert slíkt til staðar. 

Það land sem hefur orðið verst úti t.d. hvað dauðsföll varðar miðað við íbúafjölda heitir Belgía. Aldrei er vikið að því í fréttum. Ekki er gerð tilraun til að reyna að finna skýringu á því af hverju Belgía verður svona miklu verr úti en t.d. nágrannalöndin, Holland og Lúxemborg. Hvernig skyldi standa á því. Nú gæti það verið mikilvæg lýðfræðileg stúdía að átta sig á hvernig dreifing C-19 er einmitt í Belgíu. En það vekur ekki áhuga fréttamanna, ef til vill vegna þess, að þar er enginn óvinur við stjórnvölin, sem þarf að koma höggi á. 

Mat á hvað er frétt og hvað ekki og hvað er sagt og hvað ekki víkur æði oft fyrir pólitísku mati fréttaelítunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Rétt hjá þér Jón. Því miður.

Haukur Árnason, 10.8.2020 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 59
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1720
  • Frá upphafi: 2291610

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1545
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband