Leita í fréttum mbl.is

Allir tala um veðrið en engin gerir neitt.

Á sínum tíma sagði spakur maður að það væri merkilegt, að allir væru að tala um veðrið en enginn gerði neitt í því. Svo kom að því að hópur fólks í leit að baráttumálum fann upp, að maðurinn réði veðrinu. Sú hugsun hverfðist m.a. um það að taka á vondu iðnveldunum þ.á.m. Íslandi með ötulli aðkomu Vinstri grænna og þau mundu umfram aðra þurfa að herða á takmörkunum á koltvísýringslosun en öðrum eins og Indlandi, Indónesíu og Kína gefnar frjálsar hendur. M.a. þessvegna er Bretland að borga miklar fjárhæðir til Kína árlega svo þeir geti komið sér upp fleiri vindmyllum.

Í aðdraganda Parísarsamkomulagsins var deilt um hvað draga þyrfti koltvísýringlosun mikið saman til að hitastig á jörðinni hækkaði ekki nema í mesta lagi um 1.5. stig þessari öld. Spekingarnir reiknuðu þetta út af "vísindalegri" nákvæmni sjálfsagt eins og þáverandi seðlabankastjóri á mesta verðbólgutíma Íslandssögunnar reiknaði út gengið með þremur aukastöfum til að allrar sanngirni væri gætt. 

Fulltrúar íslensku þjóðarinnar á Parísarráðstefnunni unnu sér það helst til frægðar að gæta ekki að einu eða neinu hagsmuna Íslands, en ræða um kynræn áhrif á hlýnun jarðar enda fulltrúarnir góðir og gjaldgengir fulltrúar ofsatrúarsamfélags sumra vinstri manna á Íslandi sem byggir m.a. á því að meint hnattræn hlýnun sé að verulegu leyti feðraveldinu að kenna. Þess vegna fannst þessum málssvörum íslensku þjóðarinnar gott á hana að greiða sem mest í sjóði í útlandinu vegna þess hvað hún mengaði mikið og ylli miklum spjöllum á veröldinni, svo ekki sé nú minnst á bévítans feðraveldið.

Þessir klafar sem bundnir voru á íslenska skattgreiðendur nema mörgum milljörðum á ári og takmarka sókn okkar til bættra lífskjara. Við þær aðstæður sem nú ríkja er mikilvægt að hinir betri og gógjarnari menn, sem hafa eðlilega yfirsýn og skynsemi taki af skarið og segi okkur frá Parísarsamkomulaginu og sjái til þess, að Ísland hætti að borga kolefnisskatta til útlanda sem eru eingöngu tilkomnir vegna þess hve illa hefur verið á málum haldið af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnum allt frá Kýótu til Parísar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 861
  • Frá upphafi: 2291627

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 760
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband