Leita í fréttum mbl.is

Einn fyrir þig og nítján fyrir mig.

"Ef fram heldur sem horfir mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir marga tugi og jafnvel hundruði milljarða króna á komandi árum og áratugum. Þessi útgjöld munu með einum eða öðrum hætti leggjast á íslenskan almenning og fyrirtæki"

Þetta segir Jón Ágúst forstjóri Klappa hugbúnaðarfyrirtækis, sem býður upp á sérfræðiþekkingu til að auðvelda fyrirtækjum að fást við vandamálið.

Þessi gríðarlega skattlagning sem Jón Ágúst talar um er vegna trúarbragðanna um hnattænra hlýnun af mannavöldum. Ætlum við virkilega að gera fólkinu í landinu þetta. Ætlum við að rýra lífskjör komandi kynslóðar verulega? Það er glapræði og ástæðulaust. Í þau 30 ár sem þessi áróður hefur staðið og krafa um loftslagsksatta, hefur engin marktæk breyting orðið á hitastigi og öll spálíkön og spár hlýnunartrúboðsins reynst röng. 

Ætlum við samt að halda áfram út í fen ofurskattheimtu á fölskum forsendum, fé sem allt verður greitt úr landi. 

Á sínum tíma gerðu Bítlarnir lagið og ljóðið um skattheimtumanninn: "Taxman"  og framsýnir voru þeir:

"If you get too cold I´ll tax the heat" og síðar "Don´t ask me what I want it for" Sniðið fyrir skattlagningarfursta trúboðsins um hnattræna hlýnun ort fyrir hálfri öld.

Í lokin segir skattheimtumaðurinn sem tók 19 krónur af 20 í lagi Bítlana: 

"Þú vinnur ekki fyrir neinn nema mig"  

Magnaður spádómur? Er það svona þjóðfélag ofurskattheimtu sem við viljum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hljómsveitirnar flýðu umvörpun frá Bretlandi á þessum tíma og íþróttastörnurnar frá Svíþjóð. Mamma línu skrifaði grein sem lækkaði fylgi Kratana svo að þeir voru ekki með í næstu ríkisistjórn. En hvað getum við gert í dag?

Eru ekki öll lönd að borga þennan fjandans skatt sem engin veit hvert fer

Grímur Kjartansson, 9.12.2020 kl. 21:37

2 identicon

Ég á ekki orð yfir því hvað landsmenn láta bjóða sér. Sérfræðingar segja að stöðva flugflotann geri nánast ekkert fyrir loftslagsmálin. Hvað á þá að gera? Bara borga. En geggjaðasta skattheimtan eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru búnir að komast upp með það að taka sparifé fólksins með valdi í áratugi. Eignarrétturinn á að vera heilagur en er það ekki. Að það skuli vera hægt komast upp með þetta segir mér að fólk sé algjörlega varnarlaust gagnvart opinberri valdníðslu.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2020 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 312
  • Sl. sólarhring: 759
  • Sl. viku: 2698
  • Frá upphafi: 2294249

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 2456
  • Gestir í dag: 282
  • IP-tölur í dag: 274

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband