Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsnefnd á villigötum

Í Noregi er nefnd, sem sér um að úthluta friðarverðlaunum Nóbels. Nefndin hefur unnið að því að koma óorði á friðarverðlaunin, enda hefur sósíalísk nauðhyggja iðulga byrgt meirihluta nefndarmanna sýn á raunveruleikann í heiminum.

SósíalistinnAbiy Ahmed stjórnandi Eþíópíu og sérstakur vinur Kínverja, fékk verðlaunin 2019. Nú herjar hann af mikilli grimmd á Tigray héraðið og hefur stökkt þúsundum fólks á flótta auk þess sem sagnir berast af grimmdarverkum og fjöldamorðum á saklausum borgurum. 

Árið 1991 var Aung San Suu Kyi sæmd friðarverðlaununum, án þess að hafa annað til unnið en að vera í stjórnarandstöðu í Búrma sem nú heitir Mýanmar. Þegar hún varð forustumaður landsins héldu árásir á minnihlutahóp Róingja áfram sem aldrei fyrr og tugum þúsunda þeirra stökkt á flótta eftir fjöldamorð, nauðganir og pyntingar á fólki af þessum kynþætti. Allt þetta afsakar friðarverðlaunahafinn. 

Hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat var sæmdur friðarverðlaunum árið 1994 og skömmu síðar gekkst hann fyrir og magnaði ólgu og árásir á Gyðinga í Gyðingalandi undir heitinu Intifada 2

Bandaríkjaforsetinn Obama fékk friðarverðlaunin 2009 þegar hann var nýr í embætti forseta Bandaríkjanna og hafði ekkert sýnt. Svo virðist sem nefndin hafi talið rétt að sæma hann friðarverðlaunum fyrir það eitt að vera Obama. Þegar leið á embættisferil Obama var ljóst, að hann var ekki sérstakur friðarins maður sbr. stríðið í Afganistan, Írak og Sýrlandi.

Ólíkt Obama og öðrum fyrirrennurum sínum á þessari öld, hefur núverandi Bandaríkjaforseti ekki hafið neina styrjöld eða gert innrás í annað ríki. Ef einhver Bandaríkjaforseti hefur því unnið til friðarverðlauna Nóbels þá er það Donald Trump. 

Árið 2012 fékk Evrópusambandið verðlaunin og er sjálfsagt best að því komið af þeim sem hér eru nefnd, þó bandalagið hefði ekkert til þess unnið það árið. 

En það er annað bandalag, sem hefði átt skilið að fá friðarverðlaun Nóbel,Atlantshafsbandalagið eða NATO. NATO var og er friðar og varnarbandalag. Árangur af því varnarsamstarfi vestrænna þjóða hefur tryggt frið í okkar heimshluta í meir en 70 ár eða lengsta samfellda friðartímabil í Evrópu.

Vinstra fólkinu sem situr í úthlutunarnefnd friðarverðlauna Nóbels mun ekki koma í hug að láta þá sem hafa sérstaklega unnið að friði í heiminum eins og NATO og Trump njóta þeirra starfa sinna, þar sem ímynd sósíalisma og ríkishyggju vinstri sinnaðra stjórnmálamanna umlykja hvorugt þeirra. Þvert á móti hafa bæði NATO og Trump verið sérstakir skotspænir og talin vera ímynd hins illa í hugum vinstra fólks í heiminum þ.á.m. stórs hluta þeirra sem úthluta friðarverðlaunum Nóbels.

 

Friðarverðlaunanefndinni mundi þykja það algjör goðgá að velja NATO hvað þá Trump til að standa á þessum verðlaunapalli af því að vinstri sinnaðir einræðisherrar og hlaupatíkur Kínverskra kommúnista þykja ávallt betur til þess fallnar að hljóta verðlaunin hvernis svo sem friðaraviðleitni þeirra er háttað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það voru þó rök fyrir því þegar Abiy Ahmed fékk sín friðarverðlaun. Hann hafði komið á friði milli tveggja fylkinga sem höfðu átt í blóðugum erjum í marga áratugi.

Obama segir sjálfur í sinni ævisögu að hann hafi ekki vitað fyrir hvað hann fékk sín verðlaun og þó hann reyni að réttlæta stríðsreksturinn (hann erfði sumt) þá eru rök hans ekki sannfærandi. Frekar dapurlegt er líka að heyra lýsingar Obama á hvernig hann sem forseti tók mjög virkan þátt í að skipulegja aftöku (á Bin Laden) í öðrum heimshluta 

Grímur Kjartansson, 3.1.2021 kl. 11:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi skringilegi umsnúningur vinstri politískra afla gerði mann ráðþrota á tímabili,eða þar til þetta varð eðlilegt nýeðli þeirra.
Ég fór að rifja upp hvort sá sem stóð fyrir hryðjuverkum um árabil og var nokkurskonar þjóðhöfðingi,verður spakur og þyrstir í samkundur fjölþjóða(t.d.S.Þ.),ávinni sér þar með fiðarverðlauna. 

 En Trump stöðvaði fyrirhugaða sprengjuárás og það korteri fyrir áras á Isis sem mér skilst að hafi verið áætlun hers USA vegna samkomulags að gera IsIs óvirka. Trump er kjarkaðri en nokkur þjóðhöfðingi hann þorir og spyr,eins og í þessu dæmi;spyr herinn hve margir á jörðu niðri muni falla

 og fannst þeir óþarflega margir því það ræður ekki úrslitum,sagði þessi geysivinsæli forseti sem er aldrei sýndur hylltur eins og hann er og við sjáum í almennilegum stöðvum. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2021 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 2291830

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband