Leita í fréttum mbl.is

Óhreina barnið í Evrópu

Nú er svo komið að fyrrum fyrirmyndarríkið í Evrópu, Bretland er óhreina barnið í Evrópu.4 Evrópusambandslönd, Grikkland, Eistland, Litháen og Slóvenía heimila komu farþega frá Bretlandi og þá er krafist sóttvarnaraðgerða og sóttkvíar.

Við erum samt ekki bangin og erum í hópi þeirra fáu þjóða sem heimila farþegum frá Bretlandi að koma eins og öðrum. 

Þessar lokanir á Breta eru vegna þess að þeir tilkynntu, að nýtt og smitnæmara afabrigði hefði fundist hjá þeim. Upplýsingar um þetta afbrigði eru þó af skornum skammti og fjarri því að vera fullnægjandi.  

Það er annars umhugsunarefni af hverju Bretum gengur svona illa að fást við þessa veiru. Síðustu 8 daga hafa sýkst álíka margir á Bretlandi og sem nemur fjölda allra Íslendinga þrátt fyrir hörkulegar aðgerðir. Það sýnir að slíkar aðgerðir út af fyrir sig þurfa ekki að vera árangursríkar. Það sýndi sig líka hjá Ítölum og Spánverjum í vor. 

En hvað eigum við þá að gera. Innanlandssmit eru svo lítil, að það ætti að vera unnt að létta af ýmsum takmörkunum og sú aðgerð hefði vafalaust minni hættu í för með sér en að leyfa áframhaldandi farþegaflutninga milli Bretlands og Íslands. Forsenda ýmissa fjöldatakmarkana er ekki lengur fyrir hendi og aflétting þeirra mundi hafa verulega jákvæð áhrif á atvinnulíf í landinu. 

En spurningin er sú,  ætlar veirutríóið að bíða þangað til því ásamt Kára hefur tekist með samþykki ríkisstjórnarinnar að gera Ísland að alþjóðlegri tilraunastöð með alla Íslendinga sem tilraunadýr varðandi skaðsemi bóluefnis gegn C-19. 

Þá mundu orð Össurar Skarphéðinssonar af öðru tilefni, raungerast varðandi faraldurinn. "You aint seen nothing yet."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1661
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband