Leita í fréttum mbl.is

Spámaður válegra tíðinda.

Sama dag og Veðurstofan skýrði frá því, að nýliðinn janúar væri kaldasti janúar á öldinni á landi hér og þó víðar væri leitað, kom hamfarafræðingurinn Halldór Björnsson fram í kvöldfréttum RÚV til að greina landsmönnum frá því að veður gerðust öll válegri vegna hamfarahlýnunar.

Þannig er farið með suma spámenn válegra tíðinda, að þeir seilast æ lengra til fanga og gerast ofsafengnari í boðun sinni, eftir því sem spár þeirra verða ótrúverðugri. 

Í gærkvöldi sagði Halldór Björnsson váboði Veðurstofunnar varðandi hamfarahlýnun, að sem dæmi um þær gríðarlegu loftslagsbreytingar sem væru orðnar, þá hefðu orðið skriðuföll á Seyðisfirði og snjóflóð hefðu ekki í aðra tíð fallið jafnvíða. Í huga váboðans var orsökin loftslagsbreytingar en ekki þær sem blasa við. Gríðarlegar rigningar á Seyðisfirði ollu skriðum eins og gerist víða í heiminum og snjóflóðin voru vegna mikillar snjókomu. 

Þetta minnti mig á, að hamfarahlýnunarspámenn eins og Halldór sögðu þegar fellibylurinn Katarína gekk yfir með mikilli eyðileggingu í byrjun aldarinnar, að nú væri komin óræk sönnun hlýnunar andrúmsloftsins af mannavöldum og fellibylir yrðu úr þessu stöðugt hatrammari og algengari en verið hefði. Þetta reyndist rangt eins og raunar allar hamfaraspár hinnar pólitísku veðurfræði.

En sannleikurinn og staðreyndirnar blasa við, þó reynt sé að segja að þær séu öðruvísi en þær eru. Þannig er janúar hvort sem okkur líkar betur eða verr kaldasti janúar á öldinni. 

Átrúnaðurinn á hamfarahlýnunina af mannavöldum gerir það samt ekki endasleppt og alþjóðastofnanir sem hafa fjárfest í þessum boðskap hamast við að setja upp fleiri og fleiri hitamæla í þéttbýli, jafnvel við enda flugbrauta, til að geta mælt hækkandi hitastig, þvert á raunveruleikann. 

Því miður þá eru leiðitamir stjórnmálamenn, sem nenna ekki að kynna sér málin svo helteknir af boðskap pólitískra veðurfræðinga, að milljarðar eru lagðir árlega á herðar skattgreiðenda og neytenda og það gríðarlega fé sent úr landi til einhvers, einhverra hluta vegna fórnað á altari þessara trúarbragða. 

Ömurleiki þessara frumstæðu trúarbragða í lofstlagsmálum, birtist nú hvað helst í nýju musteri koltvísýringseyðingar á Hellisheiði sem hamast við að breyta koltvísýringi í stein að því sem okkur er sagt. Ofanímokstri skurða sem gerðir voru á sínum tíma til að búa til nytjaland, en því svæði skal nú breytt í votlendi eins og skortur sé á því í landi hér. Glóruleysið birtist síðan í allri sinni dýrð í aflátsbréfum Landvirkjunar, sem hamast við að selja hreint loft til mengunarvalda í heiminum og falsa með því þær staðreyndir að við notum hvorki kol né kjarnorku. Bullið í loftslagsmálum er nefnilega orðið stórbíness stórfyrirtækja og það ofurgróðavænlegur á kostnað neytenda.

Hvenær fær þjóðin nóg af þessari vitleysu er ekki löngu mál til komið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mæl þú manna heilastur góði lögmaður Jón!

Halldór Jónsson, 4.2.2021 kl. 15:05

2 identicon

Í byrjun janúar var slegið kuldamet í skarði einu í Pyraneafjöllum, mældist þar 36 stiga frost.

Þarf meiri sannana við, það er að koma ísöldsurprised.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 15:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann mætti lesa Apocalipse never efti umhverfisbaráttumanninn Michael Shellenberger. Hann hefur verið í fremstu röð lofslagsbreytingafársins en ofbauð rangfærslurnar, svo hann skrifaði þessa bók og vísar bara í vísindarannsóknir og skýrslur sameinuðuþjóðanna um efnið. Þar hrekur hann meðal annars að loftslagsbreytingar séu að valda illviðrum umfram það sem eðlilegt telst og sama um skógarelda þurrka og flóð.

Þetta er stórfróðleg bók eftir kollega Halldórs, sem er með hausinn skrúfaðann rétt á. Hægt er að hlaða henni niður af Amazon.

Shellenberger er enginn loftslagsefahyggjumaður og trúir fast á loftslagsbreytingar, en bendir einfaldlega á að háværasti hræðsluáróðurinn hefur ekki við nein vísindaleg rök að styðjast.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2021 kl. 17:29

4 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 20:00

5 Smámynd: Snorri Hansson

Tilraunir RUV til að heilaþvo þjóðina eru farin að mynna á Mao tíman í Kína forðum . Þegar fólk gekk um í hópum með Rauða hverið og hrópaði valdar  setningar formannssins.

Snorri Hansson, 5.2.2021 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 1205
  • Sl. viku: 5771
  • Frá upphafi: 2277522

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 5333
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband