Leita í fréttum mbl.is

Sigur á fátækt

Forseti alþýðulýðveldisins Kína, Xi Jinping, lýsti því yfir í morgun að sigur hefði unnist gegn algjörri fátækt í Kína. Þetta er merkileg yfirlýsing. 

Fyrir rúmum tveim áratugum tók kommnúistaríkið Kína upp kapítalískt eða markaðstengt kerfi að mestu leyti. Á þeim tíma hefur velmegun aukist. Sennilega eru fleiri ofurríkir einstaklingar í Kína en nokkru öðru ríki heims, millistétt í borgum Kína hefur styrkst efnalega mjög mikið og nú hefur tekist að útrýma algjörri fátækt að sögn forsetans.

Sigur kommúnistanna í Kína á algjörri fátækt er sigur markaðshagkerfisins, sem hefur náð að lyfta landinu frá fátækt til bjargálna.

Forsetinn talar um að sigur hefði unnist gegn algjörri fátækt. Það er sú viðmiðun sem er eðlilegust. Hér á landi og hjá þeirri stöðugt furðulegri stofnun Sameinuðu þjóðunum er hinsvegar ekki miðað við raunverulega fátækt heldur hlutfallslega. Sigur getur aldrei unnist á hlutfallslegri fátækt. Þessvegna getur Inga Sælandi og aðrir af slíku sauðahúsi endalaust bullukollast um fátækt út frá slíkum ruglanda. 

Hlutfallsleg fátækt er ekki spurning um fátækt heldur tekjuskiptingu. Þannig getur verið meiri hlutfallsleg fátækt í Noregi en í Serbíu svo dæmi sé tekið, þrátt fyrir að meðaltekjur þeirra sem hafa það lakast í Noregi séu mörgum sinnum hærri en í Serbíu. En þetta er sú viðmiðun sem talað er um hér og þegar síðast var rætt um málið á Alþingi þá var notast við þessa viðmiðun og samkvæmt henni áttu þá tug þúsund barna að búa við fátækt hér á landi, sem er rangt miðað við alþjóðlegar viðmiðanir um raunverulega fátækt. 

Æskilegt væri, að rannsakað yrði hverjir búa við raunverulega fátækt og snúið sér að því að koma öllum þeim sem búa við raunverulaga fátækt frá þeim lífskjörum til bjargálna, þannig að við getum státað að því þegar kemur að næstu kosningum eins og Alþýðulýðveldið Kína að hafa lyft öllum borgurum þessa lands frá raunverulegri fátækt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 2291497

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2287
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband