Leita í fréttum mbl.is

Minnisblað, lagabreytingar og málþóf

Engin ágreiningur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti.

Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólögmæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráðherra en þess, sem klúðraði málinu. 

Eðlilegt væri þegar svona mál kemur upp, að sú nefnd Alþingis sem málið heyrir undir boðaði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sóttvarnarlækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð. 

Það er síðan umhugsunarefni, að formaður Velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir,sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum.  Ef til vil væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sóttvarnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir.

"Sóttvarnarlæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana,sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni."

Það hefur verið blásið upp að lögmenn þeirra sem kærðu málin, væru að taka gríðarlegar fjárhæðir fyrir vinnu sína í rúma 4 daga allt frídagar. Af gefnu tilefni skal ég upplýsa það að mín laun vegna þessa eru kr. 392.000 auk virðisaukaskatts. 


mbl.is Ný reglugerð taki gildi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Á einu ári hefur meira en áttatíu prósent þjóðarinnar verið PCR skimuð, í dauðaleit að "smiti" en einungist rúmlega þrjúhundruð sýndu sóttareinkenni.

Hvergi í sóttvarnalögum, eða í alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni virðist vera gerð krafa um sönnunarbyrði varðandi fyrirbærin smit og sótt eða gerð ábyrgðarkrafa ef fólk á borð við sóttvarnalækna eða landlækna gefa út fullyrðingar um faraldra og "alvarleg veikindi" sem hafi síðan stórfellt tjón í för með sér fyrir líkamlega, andlega, efnahagslega og menningarlega heilsu þjóðar eða þjóða.

Þó margir fagni því sem fram fór í Héraðsdóm nú núverið, þá stendur enn sú hneisa sem sóttvarnarlagabreytingin frá 4. febrúar síðastliðinn var. Þeir fáu sem átta sig á hversu takmörkuð og fátækleg umræðan er um bæði vísindi og menningarstöðuna er, geta hvergi snúið sér.

Fáir virðast skilja að Stjórnarskráin geri þau kröfu á forseta Lýðveldisins að hann hafni lögum sem brjóta frumspeki hennar og enn færri vita hver sú frumspeki er eða hvers vegna það þótti mikilvægt að hafa hana lögfesta.

Afsakið orðalengdina.
Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 8.4.2021 kl. 12:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

málið snérist ekki um á þriðjahundrað einstaklinga  heldur þessa 3 eða hvað þeir voru margir sem stefndu nafngreindu einstalæiga. Hvað forsæmisgildi áhrærir er sjálfsagt hægt að ræða en það þarf þá að höfða sérmál fyrir hvern sem vill fara í það.Eða er það ekki svo að það voru einstsklingar sem kærðu ekki breiður massi á sóttvarnarhóteli sem var í hópmálsókn?

Sóttvarnir eiga að hafa forgang fyrir einhverju einstaklingsfrelsi, glæpamenn eiga ekki að hafa frelsi til að hegða sér eftir sínu höfði. Sá sem brýtur sóttvörn er glæpamaður alveg eins og sá sem smitar aðra af berklum vísvitandi . Bólusetning á að vera skylda ef hægt er að koma henni við . Var ekki verið áð dæma um það í yfirefstarétti Íslands í Brussel?

Halldór Jónsson, 9.4.2021 kl. 16:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Góð greining Guðjón.

Jón Magnússon, 9.4.2021 kl. 21:17

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki rétt Halldór það snérist í raun um alla þá sem voru vistaðir í sóttvarnarhúsi. Það voru nokkrir sem fóru í mál og niðurstaðan sem fékkst úr málunum gildir fyrir alla. Það var engin ágreiningur um sóttvarnir hjá þeim sem vildu fá úrskurð um málið. Málið snérist um að þeir fengju að ráða hvar sóttkvíin yrði og skv. lögum þá höfðu þeir rétt til þess. Sóttvarnarlæknir átti fyrirfram að gefa út stjórnsýsluákvörðun hvað varðar vistun hvers  og eins en gerði það ekki og þetta er því allt í skötulíki og ekki farið að lögum. 

Vandamálið er ekki sóttvarnir Halldór heldur algjört fúsk hjá heilbrigðisráðherra. En nú er formaðurinn þinn búinn að gefa honum heilbrigðisvottorð, en það fékk Sigríður Andersen ekki svo merkilegt sem það nú var.

Jón Magnússon, 9.4.2021 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 167
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 5812
  • Frá upphafi: 2276450

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 5393
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband