Leita í fréttum mbl.is

Ađför ađ tjáningarfrelsi og lýđrćđishugsjóninni

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi ţvinguđu flugvél Ryanair á alţjóđlegri flugleiđ til ađ lenda í Minsk. Ástćđan var, ađ ná til 26 ára frétta- og andófsmanns Roman Protasevich 

Protasevich flúđi frá Hvíta-Rússlandi 2019 og fór til Póllands, ţar stofnađi hann útvarpsstöđina Nexta, sem er međ meira en 2 milljónir áskrifenda. Í mótmćlunum í fyrra gegndi Nexta miklu hlutverki í ţví ađ miđla upplýsingum. Ţess vegna ţarf ađ ţagga niđur í honum. 

Protasevich sótti um hćli í Póllandi áriđ 2020 en skömmu síđar ásökuđu kommúnistarnir sem stjórna Hvíta-Rússlandi hann um ađ raska almannafriđi, lögum og reglu. Viđ ţví liggur allt ađ 12 ára fangelsi ţar í landi. 

Einrćđis- og ógnarstjórnir vita, ađ stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru pappírstígrisdýr ţegar kemur ađ ţví ađ standa vörđ um mikilvćg mannréttindi sem skipta miklu í lýđrćđisríki.

Í Tyrklandi situr Erdogan, sem hefur fangelsađ hundruđi blađa- og fréttamanna auk fjölda annarra vegna álíka atriđa og Protasevich er gefiđ ađ sök. Samt gera Vesturlönd allt fyrir Erdogan. Hann er í NATO og Evrópusambandiđ vill fá hann inn.

Ţađ kom ţví vel á vondan ţ.e. Erdogan, ţegar ćđstu stjórnvöld í Saudi Arabíu myrtu blađamanninn Yamal Khashoggi í rćđismannsskrifstofu Sáda í Istanbul í október 2018. 

Viđbrögđ Vesturlanda viđ ţessum bolabrögđum Tyrkja og Sáda gegn tjáningarfrelsi og lýđrćđi eru nánast engin. Eđlilega telur einrćđisherrann í Hvíta Rússlandi, Lúkjasjenkó, ađ hann komist upp međ ţađ sama og Tyrkir og Sádar.

Vesturlönd brugđust ţegar fyrst reyndi á gagnvart ţursaríkjum. Ţađ var ţegar Khomeni ţá einrćđisherra í Íran, kvađ upp líflátsdóm yfir Salman Rushdie rithöfundi í Bretlandi í febrúar 1989. Salman Rushdie hefur veriđ í felum undir lögregluvernd síđan ţá. 

Ţursarnir vita vel, ađ ţeir geta fariđ sínu fram gegn lýđrćđi og mannréttindum. Vesturlönd munu láta í sér heyra, en síđan fjarar ţađ út, en er ekki kominn tími til ađ taka á ţeim öllum og móta sameiginlega stefnu gegn ţursaríkjunum, sem virđa engar lýđrćđislegar leikreglur í samskiptum viđ eigin borgara?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Flottur pistill Jon.

Tvi midur, erum vid med tvo aumingjaklubba, annar heitir

the United Nation og hinn NATO.

Thessir klubbar voru hugsadir einmitt til thess ad geta

tekid a svona malum af stadfestu, en hefur synt sig ad thetta

eru bara pissudukkur i sandkassa leik. Thad mun ekkert verda

gert vegna thessa, og eins og thu bentir a um daginn med

Gleymda stridid, tha hentar thetta ekki retttrunadinum.

Thar er bara raett um global warming og hvernig haegt

er ad skatta okkur til andskotans svo haegt se ad fjolga

storfum hja elituni.

Sma klapp a handarbakid og Lukjasjenko heldur afram ad

gera thad sem hann vill.  

Sorglegt en satt.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 25.5.2021 kl. 09:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 851
  • Sl. sólarhring: 1355
  • Sl. viku: 6496
  • Frá upphafi: 2277134

Annađ

  • Innlit í dag: 801
  • Innlit sl. viku: 6039
  • Gestir í dag: 767
  • IP-tölur í dag: 753

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband