Leita í fréttum mbl.is

Sigríður brást ekki.

Ríkisvaldið lætur engan fá peninga nema með því að taka þá frá öðrum. Það er sú ófrávíkjanlega staðreynd, sem ætti öllum að vera ljóst.

Með því að auka millifærslur deilir ríkið út meiri peningum til sumra, sem það tekur frá öðrum. Um leið er verið að taka frelsi af fólki til að hafa sjálft ákvörðunarvald um, hvernig það vill eyða peningunum sínum.

Meðan Kóvíd hefur lamað þjóðfélagið virðist, sem ráðamenn hafi gjörsamlega misst tengslin við fjárhagslegan raunveruleika og talið að þar sem hvort sem er væri verið að eyða um efni fram, þá munaði ekkert um milljarð í viðbót í þetta eða hitt,sem ekki verður með nokkru móti tengt Kóvíd.

Þó talað sé um að þetta verði auðvelt að leysa þegar Kóvíd fer og ferðamenn flykkjast á nýjan leik til landsins, þá gleymist, að árið fyrir Kóvíd,var ríkissjóður ekki sjálfbær.

Nú hefur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, knúið fram í algjöru ábyrgðarleysi sérstakan stuðning við einkafyrirtæki, sem reka fjölmiðla. Helstu fyrirtækin sem gera það eru í eigu auðmanna. Það skiptir e.t.v. ekki máli, en er það ekki og á það ekki að vera aðalsmerki einkareksturs, að hann sé rekinn á áhættu þeirra sem reksturinn eiga og þeir njóti síðan ágóðans. Eða á það að vera þannig, að skattgreiðendur greiði og síðan njóti eigendurnir ágóðans. Þá er forsenda samkeppnisrekstrar orðin ansi veik.

Nú hefði maður ætlað,að þingmenn stjórnmálaflokka,sem berjast fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkuðum ríkisumsvifum hefðu greitt atkvæði gegn því að taka peninga frá skattgreiðendum til að borga til fjölmiðla,sem almenningur hefur jafnvel engan áhuga á. En nei. Aðeins einn þingmaður stóð sig þegar kom að atkvæðagreiðslunni Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.

Sigríður Andersen á heiður skilið fyrir það að vera enn í hugmyndafræðilegum tengslum við það sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir. En það er synd, að hún skyldi vera sú eina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal-þunginn ætti að fara í að RÚV-NET-MIÐILL 

kæmi sér upp sínu eigin BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI

með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með.

Fleiri myndu stinga niður penna ef að svæðið væri algerlega 

HLUTLAUST  OG STARFAÐI Í ALMENNA ÞÁGU.

Í staðinn mætti skera niður fjármagn til mótorsport-þátta sem að skapa slæmar fyrirmyndir.

Jón Þórhallsson, 26.5.2021 kl. 10:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ríkisvaldið lætur engan fá peninga nema með því að taka þá frá öðrum."

Þetta er röng fullyrðing. Ríkisvaldið getur prentað peninga og notað þá til að greiða útgjöld sín, án þess að þeir peningar hafi verið teknir frá neinum öðrum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2021 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 813
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 2343
  • Frá upphafi: 2293811

Annað

  • Innlit í dag: 738
  • Innlit sl. viku: 2129
  • Gestir í dag: 702
  • IP-tölur í dag: 686

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband