Leita í fréttum mbl.is

Engin er öruggur í prófkjöri

Fyrir nokkrum áratugum birti frambjóðandi í prófkjöri aulýsingu sem sagði; "Engin er öruggur í prófkjöri." Sá frambjóðandi naut mikilla vinsælda, en það hafði verið hljótt um hann um stund. Auglýsingin vakti þá athygli sem henni var ætlað og frambjóðandinn fékk mjög góða kosningu.

Ásmundur Friðriksson þingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er maður, sem hefur ekki gengist fyrir víðtækum auglýsingum í þessum kosningum eða auglýsingum almennt á sjálfum sér eða störfum sínum. Hann er hógvær maður og jafnvel þó að mörgum hafi þótt eðlilegt að hann mundi sækjast eftir forustusætinu á lista flokksins, vegna starfa sinna,lýðhylli og skoðana sem eiga á stundum ekki upp á pallborðið hjá forustunni. Þrátt fyrir það sýnir Ásmundur þá hógværð, að fara einungis fram á það við kjósendur, að þeir kjósi hann í annað sætið. 

Ásmundur hefur ákveðnar skoðanir og stendur við skoðanir sínar og flytur mál sitt af festu og byggir á þeim grunngildum sem Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir.

Hann hefur vakið athygli fyrir að hafna því að Evrópusamandið geti tekið íslenska löggjöf í fangið og víkja með því til hliðar fullveldi þjóðarinnar. Þá hefur hann einn af fáum þorað að standa upp og andmæla lýðhyggju stjórnmálastéttarinnar og tilraunum til að flytja inn sem flesta svonefnda hælisleitendur á kostnað skattgreiðenda auk þess, sem hann hefur gerst talsmaður fyrir ákveðnum jákvæðum breytingum varðandi stjórn og skipulag fiskveiða.

Vegna málefnabaráttu sinnar á Ásmundur skilið að fá góðan stuðning. En hann lætur það ekki nægja heldur er mikilvirkur í að vera í góðu sambandi við kjósendur sína og skoða mál þeirra sem til hans leita og reyna að veita þeim úrlausn. Að því leyti minnir hann um margt á góða þingmenn frá síðari hluta síðustu aldar á meðan allt of margir þingmenn í dag njóta þess eftir kosningar að koma sér vel fyrir í værðarvoðum þess umbúnaðar sem þingmönnum er boðið upp á í dag og minnast kjósenda sinna síðan nokkrum vikum eða mánuðum fyrir kjördag.  

Það eru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins,að Ásmundur fái góðan stuðning í þessu prófkjöri. Slíkur stuðningur er ekki bara stuðningur við hann  sem einstakling í vinsældakosningu heldur miklu frekar stuðninur við þær skoðanir og málefni sem hann stendur fyrir. 

Kjósendur verða alltaf að muna, að það er engin öruggur í prófkjöri og þeir verða að kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta best til að sjá um sín mál á næsta kjörtímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 652
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 1066
  • Frá upphafi: 2292442

Annað

  • Innlit í dag: 586
  • Innlit sl. viku: 958
  • Gestir í dag: 562
  • IP-tölur í dag: 555

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband