Leita í fréttum mbl.is

Löngu tímabær samræming

Um árabil hafa fjölþjóðafyrirtæki getað nýtt sér, að hoppa frá einu ríki til annars til að lágmarka skattgreiðslur sínar eða jafnvel sjá til þess, að þær verði engar. Sú hagkvæmnir og skattasparnaður sem fjölþjóðafyrirtækin hafa notið með þessu, hafa skekkt samkeppnisgrundvöllinn gagnvart þeim fyrirtækjum, sem eiga þess ekki kost að koma í veg fyrir skattgreiðslur með þessum hætti 

Nú hafa 7 fulltrúar ríkisstjórna 7 helstu iðnríkja heims, samþykkt að samræma skattheimtu á fjölþjóðafyrirtæki og líta verður á það sem fyrsta skref í þeirri baráttu, að fjölþjóðafyrirtæki geti sjálf búið sér til sín skattakjör og notið hagræðis umfram önnur fyrirtæki til tjóns fyrir eðlilega samkeppni. 

En þetta er lítið byrjunarskref og furðulegt, að ekki skuli hafa verið hugað að breytingum á skattkerfi með alþjóðlegu samkomulagi þjóða, þar sem að skattkerfi sem var hannað og unnið með síðan frá seinni hluta síðustu aldar er fjarri því að vera réttlátt og skapa eðlilegan grundvöll frjálsrar samkeppni. 

Næstu skref verður að reyna að koma í veg fyrir feluleik og skattaskjól stórfyrirtækja og auðmanna með fjölþjóðlegu samkomulagi. 

En það er líka nauðsyn á fleiri fjölþjóðlegum samþykktum. Það gengur t.d. ekki, að fjölþjóðafyrirtæki sem eru markaðsráðandi á sviði samskiptatækni ákveði sjálf hvað má segja og hvað megi ekki segja, hver sannleikurinn sé og hver ekki og útiloki fólk og skoðanir eftir hentugleikum. Mikilvægt er að alþjóðlegar leikreglur tjáningarfrelsis verði samþykktar, en ekki ákveðnar einhliða að fésbók eða Google. 


mbl.is Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 918
  • Sl. sólarhring: 936
  • Sl. viku: 1332
  • Frá upphafi: 2292708

Annað

  • Innlit í dag: 831
  • Innlit sl. viku: 1203
  • Gestir í dag: 793
  • IP-tölur í dag: 776

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband